Piparköku kladdkaka

Hitið ofninn í 175 °C. Bræðið smjörið í potti (nógu stór til að rúma allt degið) og bætið svo sykri og eggjunum úti, eitt egg í einu. Hrærið vel. Bætið svo öllum þurrefnunum útí og hrærið degið vel saman. Hellið í form sem er ca 21 cm í þvermál, dreifið súkkulaðibitunum yfir degið áður en að er bakað. Bakið kökuna í 17 mín og látið … Continue reading Piparköku kladdkaka

Dumle karamellumús

Þennan eftirrétt hef ég oft fengið hjá tengdamóður minni og hefur hann alltaf slegið í gegn. Svakalega einfaldur og hrikalega góður! Eina er að muna að gera þetta kvöldið áður en á að bjóða uppá 🙂 Einn poki Dumle karamellur 3 dl rjómi Hitið rjómann að suðu Hellið rjómanum yfir karamellurnar og hrærið í þangað til karamellurnar eru alveg leystar upp í rjómanum Kælið blönduna … Continue reading Dumle karamellumús

Bökuð kartafla með skagen hræru

Fleiri sænskir klassíkerar! Hér erum við bara með bakaða kaftöflu með slettu af skagen hræru ofan á. Þetta er tilvalinn hádegismatur og mælum við með einum mellan öl með þessum rétt í sólinni. Kartaflan er þá bökuð þangað til hún er vel mjúk, þá er skafað uppúr henni allt “kjötið” og sett í skál Blandið saman við kartöfluna smjör, salt og ost eftir smekk Þá … Continue reading Bökuð kartafla með skagen hræru

Dal – indverskur blómkálsréttur

Þessi uppskrift er algjörlega í átakinu mínu, að “reglulega lesa í gegnum matreiðslubækurnar mínar og elda eitthvað uppúr þeim”. Og sjálfsögðu að reyna elda meiri grænmetisrétti. Uppskriftin er úr bókinni Vegetarian Everyday, sem er ótrúlega falleg bók eftir fólkið sem er með bloggsíðuna Green kitchen stories sem er líka mjög fallegt og skemmtilegt blogg, mæli eindreigið með því. En þar sem ég átti ekki öll kryddin sem … Continue reading Dal – indverskur blómkálsréttur

Raggmunkar – sænskur klassíker

Svíarnir eru dáldið fyndnir þegar kemur að þeirra klassísku réttum. Á t.d. öllum hádegisveitingastöðum í Svíþjóð sem eru með tiltölulega klassíska sænska rétti þá er ALLTAF á fimmtudögum pönnukökur og baunasúpa, ekki svona bara annan hvern eða stundum, heldur ALLTAF sama á hverjum fimmtudegi. Og svona er þetta með marga rétti, í mörgum fjölskyldum tíðkast líka taco föstudagar og fleira í þeim dúr. Nú en … Continue reading Raggmunkar – sænskur klassíker

Midsommar tertan

Omnomnom er það sem ég hugsa allavega þegar ég sé þessa! VIð systum sameinuðum krafta okkar að þessu sinni og fengum að gera midsommar tertu fyrir veisluna hjá mömmu hans Martins. Kakan var svona spuni af góðum hugmyndum raðað saman. Lykilatriðið var að það væru jarðaber sem kæmu við sögu, annað var frjáls aðferð. Kakan saman stendur af brúnum svampbotni sem er skorinn í þrjá … Continue reading Midsommar tertan

Kanil pönnuletta fyllt með kotasælu og eplum

Mikið er ég sátt með þetta nafn! Hahaha, þetta er ekki pönnukaka og ekki heldur ommeletta heldur pönnuletta! Sá þessa uppskrift seinustu helgi þegar ég var í heimsókn hjá Láru Maríu og Elínu Birnu í Gautaborg í matreiðslubók sem ég fletti í. Nú veit ég ekkert hvort ég man uppskriftina rétt en slétt sama, mér finnst mín útgáfa mjög góð! Kanil pönnuletta (1 stk) 1 … Continue reading Kanil pönnuletta fyllt með kotasælu og eplum

Ríkir riddarar

Ég held að það sé bara best að byrja þessa á færslu á einni staðhæfingu: Allt með kanil er gott, og þar af leiðandi allt með kanilsykri líka. Það var einn vinnufélagi minn sem sagði mér frá þessari snilld sem ríkir riddarar eru. Nú þar sem mér finnst ekkert leiðinlegt að baka og heldur ekkert leiðinlegt að smakka gott sætabrauð hjá bakaríum, þá getur verið … Continue reading Ríkir riddarar

Amerískar pönnukökur

Mér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski … Continue reading Amerískar pönnukökur