Raggmunkar – sænskur klassíker

Svíarnir eru dáldið fyndnir þegar kemur að þeirra klassísku réttum. Á t.d. öllum hádegisveitingastöðum í Svíþjóð sem eru með tiltölulega klassíska sænska rétti þá er ALLTAF á fimmtudögum pönnukökur og baunasúpa, ekki svona bara annan hvern eða stundum, heldur ALLTAF sama á hverjum fimmtudegi. Og svona er þetta með marga rétti, í mörgum fjölskyldum tíðkast líka taco föstudagar og fleira í þeim dúr. Nú en að Raggmunkunum, sem er næstum eins og pönnukaka. Við Martin fengum okkur raggmunka í vor á Östra Station, sem er yndislega skemmtilegur veitingastaður, algjörlega með upprunanlegum innréttingum frá ca 1930 og er bara með sænska klassíska matrétti. Svo þarna á maður algjörlega að prófa sænska klassíska rétti, og mikið rétt raggmunkarnir þeirra eru sjúklega góðir, mæli eindreigið með því að prófa. Ég gerði heiðarlega tilraun til að herma eftir þeirra raggmunkum, veit ekki hvort að mér tókst nógu vel til, þarf klárlega að vera með fläsk næst, ekki bara beikon en það dugar. Uppskriftin er komin úr einni af fáum uppskriftabókum sem Martin á á þessu heimili, eða Rutiga kokboken. Með þeim á að vera s.s. steikt fläsk, eða þykkara beikon og svo lingon ber að sjálfsögðu.

Raggmunkar – uppskrift fyrir ca 4

 • 2 dl hveiti eða heilhveiti
 • 1 egg
 • 5 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • 8 meðalstórar kartöflur
 • Smör til að steikja uppúr
 1. Hveiti, egg, salt og ca helmingurinn af mjólkinni blandað saman þangað til gott kekkjalaust deig er komið
 2. Restinni af mjólkinni bætt útí
 3. Kartöflurnar skrælaðar og rifnar beint útí.  Mér skilst að maður geti líka bara skellt öllu í matvinnsluvél og hrært, get prófað það næst kannski.
 4. Steikt à pönnu eins og pönnukökur þar til gullinbrúnt.
 5. Borið fram með beikoni og lingonberjum sem voru frosin en létt hituð í örbylgjuofni með má sykri á.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s