Kanil pönnuletta fyllt með kotasælu og eplum

Mikið er ég sátt með þetta nafn! Hahaha, þetta er ekki pönnukaka og ekki heldur ommeletta heldur pönnuletta! Sá þessa uppskrift seinustu helgi þegar ég var í heimsókn hjá Láru Maríu og Elínu Birnu í Gautaborg í matreiðslubók sem ég fletti í. Nú veit ég ekkert hvort ég man uppskriftina rétt en slétt sama, mér finnst mín útgáfa mjög góð!

Kanil pönnuletta (1 stk)

 • 1 egg
 • ca 2 msk mjólk, möndlumjólk …eða bara einhver mjólk
 • smá salt
 • smá kanill

Fylling – kotasæla og epli

 1. Ég hrærði þetta bara saman í bolla og steikti á pönnu með smá smjöri og snéri við eins og pönnuköku.
 2. Ég gerði svo tvær svona handa mér í morgunmat. Ca 2 msk kotasæla í hverja pönnulettu og hálft epli saman á báðar, svo er þessu rúllað upp eins og þessum klassísku íslensku pönnukökum með sykri!

IMG_0494

Advertisements

Amerískar pönnukökur

ponnukokurMér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski full brúnar og líflausar, mér finnst bara berin sem eru í búðinum núna svo steralega og bragðlaus svo að það kemur bara seinna 🙂

 • 175 g hveiti
 • 3 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk  sykur
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 40 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman. Ég nota svo könnu sem er hægt að hella úr til að hella bara beint á pönnuna.

Ég er svo með ofan á peru sem ég setti í pott með ca msk af smjöri og msk af púðursykri ásamt smá kanil, þetta læt ég malla bara á meðan ég steiki pönnsurnar. Setti svo möndluflögur ofan á. Næst prófa ég kannski að setja bara döðlur í staðin fyrir púðursykur. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.

 

Lúxustýpan af French toast

beikon blogg

Þar sem að loksins er ég byrjuð að fá matarlystina aftur – 9 vikum seinna – húrra! þá leyfi ég mér eiginlega bara að borða það sem ég viil. Það ættu helst allar helgar að byrja svona finnst mér 🙂 Omnom! Ég fékk hugmyndina í matreiðsluþætti á RÚV þar sem það var einhver agalega myndarlegur maður að gera svona svipað, reyndar splæsti hann í kókosmjöl líka en ég lét það vera í þetta skiptið.

Lúxustýpan af French toast 

 • 3 brauðsneiðar samlokubrauð (fyrir 2)
 • 2 egg
 • 1 msk púðursykur
 • 1/2 tsk kanill
 • Smjör til að steikja
 • Flórsykur til að skreyta

Hrærið eggið með gaffli og blandið við púðursykri og kanil. Dýfið brauðinu uppúr eggjablöndunni og steikið á pönnu með smjöri. 

Mæli eindregið með því að bera þetta fram með stökku beikoni, ljúfum kaffibolla/Chai latte (helst með broskalli) og appelsínusafa. 

Bygg múslí

Langaði að prófa að hafa eitthvað annað í múslíinu en hafragrjón sem svona meginuppistæðu og hef séð að René Voltaire vörulínan er með eitthvað agalega girnilegt sem heitir Bovetecrunch. Þess vegna langaði mig að prófa að gera eitthvað svipað og það, og með smá hjálp frá google og ímyndunarafli varð þetta niðurstaðan, sem varð bara nokkuð góð. 20131014-173359.jpg

 • 3 dl heilt bygg
 • 2 dl hestlihnetur, saxaðar
 • 1 dl hörfræ
 • 1,5 dl sólblómafræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 msk kanil
 • 1-2 msk kakó
 • 2 msk sukrin gold
 • 1-2 msk vatn
 • 1-2 msk olía
 1. Byggið skolað fyrst í heitu vatni og svo köldu vatni. Þetta verður að gera!
 2. Öllu blandað saman og sett à bökunarblötu og ristað í ofni í 15-25 mín

Haframjölspönnukökur með karamelluprótínfluffi

Um helgar langar mig oft að “lyxa till lite” með morgunmatin/brunchinn og þá eru oft pönnukökur sem mér dettur í hug. Það er hægt að gera svo ótalmargar útgáfur af pönnukökum og þar sem að það er varla til hveiti á mínu heimili lengur þá verður undirstaðan yfirleitt einhver önnur. Það er alveg minnsta mál að mala haframjöl í fínara mjöl og nota það til að gera pönnukökur og þær verða alveg stórgóðar og aðeins grófari í sér en þessar venjulegu.

Haframjölspönnukökur (fyrir 1 rosalega svangan)

 • 1,3 dl haframjöl
 • 1/3 banani
 • 1 tsk lyftiduft
 • Pínu salt
 • 1 egg
 • Dash af kanil
 • 30 gr brætt smjör
 1. Haframjöl mixað fyrst í matvinnsluvél, svo er restinni bætt útí og mixað þangað til deigið er orðið mjúkt og fínt
 2. Deigið má aðeins standa í smá stund til að þykkna áður en pönnukökurnar eru bakaðar
 3. Ég fékk 6 litlar lummu stórar pönnukökur úr þessari uppskrift.

Karamelluprótínfluff

 • 1 frosinn banani í bitum
 • 1/2 dl prótínduft karamellibragð
 1. Maukað saman með töfrasprota, þangað til að það séu næstum því allir frosnu bananabitarnir farnir í mauk.
 2. Skipta um á töfrasprotanum og setja þeytaran á, þeyta svo þangað til þetta er orðið gott fluff.20130907-110534.jpg

Prótínlausar pönnukökur

20130421-192327.jpg

Gerði pönnukökur í dag eftir að ég var búin með dagsverkið, sem var að ryksuga og fara út að hlaupa. Þar sem að ég gerði mér prótín sjeik eftir hlaupið fannst mér óþarfi að troða prótein dufti í pönnukökurnar líka. Ég notaðist við uppskriftina mína af graskerspönnukökunum en breytti bara aðeins.

Prótínlausar pönnukökur (fyrir 1)

 • 1 egg
 • 6-7 msk möndlumjöl
 • 1 tsk lucoma
 • 1 tsk lyftiduft
 • dash af vaniludufti
 • pínu lítið mjólk ef manni finnst deigið of þykkt
 1. Allt þeytt með töfrasprota og svo steikti ég 4 litlar lummustærðir af pönnukökunum.
 2. Átti svo þessi fallegu fersku hindber sem ég var með sem “álegg” ásamt, kvarghræru (vanillu og venjulegu), kókosflögur og svo var splæst í hlynsíróp ofaná líka. Ég átti það þokkalega skilið eftir mína 10 km.

Eggjamorgunmatur með eplum

Ég get eiginlega ekki kallað þetta eggjaköku og ekki heldur pönnukökur, svo að þetta fær bara að heita eggjamorgunmatur. Mig langaði í egg í morgunmat en nennti ekki að leita að neinni pönnuköku uppskrift og þetta var á virkum degi þar sem ég nenni ekki að eyða of löngum tíma í morgunmat. Samt langaði mig að borða eitthvað annað en bara steikt egg, soðin egg eða tyrknesta jógúrt, svo úr varð þessi pönnukaka/eggjakaka.

20130413-145710.jpg

Eggjamorgunmatur (fyrir einn)

Ekki vera eyða of miklum tíma í að finna til einhver dl mál eða annað, bara taka fram eina venjulega skál eins og fyrir morgunkorn eða jógúrt og eina teskeið, það er það sem ég gerði. Þetta tók mig bara nokkrar mínútur og bara álíka lengi eins og ef ég hefði gert hafragraut, svo tímaþröng er engin afsökun.

 • 2 egg
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 3 tsk heslihnetumjöl (eða eitthvað hnetumjöl, það er skortur á möndlumjöli í matvörubúðinni minni annars hefði ég notað möndlumjöl)
 • 3 tsk fibrex
 • 2 tsk fiberhusk
 • pínu vanilluduft
 1. Allt sett í skálina og blandað saman með töfrasprota. Ef degið er of þunnt til að gera “pönnukökur” má setja meira hnetumjöl. Ef of þykkt má setja smá mjólk eða vatn til að þynna.
 2. Steikja á pönnu, mér finnst auðveldara að gera litlar kökur, og svo borða með bestu lyst með einhverju “áleggi” ég var með epli, kvarg (skyr á Íslandi), venjulegt og með vanillu og svo smá pekanhnetur.