Salat með döðlum, möndlum og rauðlauk

salat blogg

Þetta dásamlega salat er úr bókinni Jerusalem eftir Yotam Ottolenghi og Sami Tamimi, sem ég mæli hiklaust með. Við systur fórum líka að borða á veitingastaðnum hans Ottolenghi í London sem var alveg málið! Eru nokkrir staðir í London en við fórum í Belgravia sem er rétt hjá Hyde Park. Er pínulítill staður sem er bara með nokkur sæti og svo aðallega take away box. Þar er endalaust af framandi salötum og girnilegum ferskum réttum. Við forum í take away boxið og sátum svo í sólinni í Hyde Park að njóta. 

Jerusalem1

 

 • 1 msk hvítvínsedik
 • 1/2 rauðlaukur – skorinn þunnt
 • 100 g steinlausar döðlur, skornar þvert í fernt
 • 30 g ósaltað smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 lítil pítubrauð um 100 g rifið í litla bita (ég notaði bara það brauð sem ég átti)
 • 75 g möndlur, gróft saxaðar
 • 1/2 tsk chili flögur
 • 150 g spínat eða salat
 • 2 msk sítrónusafi
 • salt
 1. Skerið rauðlaukinn og döðlurnar og setjið í skál, hellið hvítvínsedikinu yfir og blandið vel. Látið þetta standa í ca 20 mín. Hellið þá af leifunum af edikinu.
 2.  Á meðan er smjörið brætt á pönnu ásamt 1 msk af ólífuolíu. Brúnið brauðið og möndlurnar þangað til brauðið og möndlurnar fá á sig fallegan lit. Takið af hitanum og kryddið með chili og salti. 
 3. Þegar á að bera fram salatið þá er öllu blandað saman og bætt við ólífuolíu, sítrónusafa og salti eftir smekk. 

Ég var með þetta salat með lambahryggnum seinasta sunnudag og það er ábyggilega líka gott með grilluðum kjúkling eða bara hverju sem er. Njótið!

 

Advertisements

Lúxustýpan af French toast

beikon blogg

Þar sem að loksins er ég byrjuð að fá matarlystina aftur – 9 vikum seinna – húrra! þá leyfi ég mér eiginlega bara að borða það sem ég viil. Það ættu helst allar helgar að byrja svona finnst mér 🙂 Omnom! Ég fékk hugmyndina í matreiðsluþætti á RÚV þar sem það var einhver agalega myndarlegur maður að gera svona svipað, reyndar splæsti hann í kókosmjöl líka en ég lét það vera í þetta skiptið.

Lúxustýpan af French toast 

 • 3 brauðsneiðar samlokubrauð (fyrir 2)
 • 2 egg
 • 1 msk púðursykur
 • 1/2 tsk kanill
 • Smjör til að steikja
 • Flórsykur til að skreyta

Hrærið eggið með gaffli og blandið við púðursykri og kanil. Dýfið brauðinu uppúr eggjablöndunni og steikið á pönnu með smjöri. 

Mæli eindregið með því að bera þetta fram með stökku beikoni, ljúfum kaffibolla/Chai latte (helst með broskalli) og appelsínusafa. 

Kanilkaka með kaffikremi

Kanilkaka með kaffikremi

20140817_153524_Android

 • 350 g sykur
 • 175 g smjör, brætt
 • 8 dl súrmjólk
 • 600 g hveiti
 • 6 tsk kanill
 • 3 tsk matarsódi
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Hrærið saman sykur og bráðið smjör.
 3. Bætið súrmjólkinni við og hrærið vel.
 4. Bætið þurrefnunum útí og blandið vel saman.
 5. Bakið í ofnskúffu eða tveimur hringformum í ca 25 – 30 mín.

Kaffikrem

 • 75 g smjör, brætt
 • 350 g flórsykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 6 msk kakóduft
 • 5-6 msk sterkt kaffi

Hrærið öllu saman og bætið við kaffinu þangað til kremið verður passlega þykkt og slétt.

Njótið!

Kakan er afar einföld og ég mæli með henni fyrir alla, hvort sem þeir eru með kanilblæti eða ekki. 

Við erum öll soldið svag fyrir kanil við systkynin þannig að þessi á vel við hér. Hér erum við í London þar sem við fundum kaffihús með þessu skemmtilega nafni.

10514647_10152297193883742_5097874760760837145_n