Kókos kóríander kjúklingur

Nammi namm segi ég bara, einfaldur en svo hrikalega góður! Er í Best of Gestgjafinn 2013, og á það vel skilið. WP_20140205_003

 • 1 heill kjúklingur
 • 3 msk kókosmjöl
 • 3 msk saxaðar möndlur
 • 1 msk fiskisósa
 • 1/2 dl olífuolía
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1 dl ferskt kóríander
 • 2 msk fljótandi hunang
 • 1 tsk turmerik
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar

Klúklingurinn er klipptur upp á bakinu meðfram hryggjarsúlunni þannig að hægt sé að fletja kjúklinginn út.

Blandið öllum innihaldsefnunum saman og smyrjið á kjúklinginn. Leyfið þessu að standa á honum í 30-60 mín. Eldið svo í ofni við 180°C í 40-50 mín eða eftir stærð fuglsins. Ég er nú vön að nota bara kjöthitamæli og elda fuglinn þar til hann nær kjarnhitastigi 70-75°C

Nýjasta hjá mér er að sjóða svo svona villigrjón, þá steiki ég lauk og bæti svo grjónunum útí. 1 dl fyrir okkur tvö er feykinóg, svo krydda ég grjónin og laukinn með turmerik, hvítlaussalti, chili, kanil og salt&pipar og sýð svo með 2 dl af vatni þangað til grjónin eru tilbúin. Þetta er mega gott með svona austurlenskum kjúklingréttum!

Advertisements

Kjúklinga Korma og naan brauð

Image

Ég fór á svona indverskt matreiðslunámskeið fyrir einhverjum árum síðan og var að finna aftur matreiðsluheftið sem fylgdi með. Það er bara allt gott í þessu hefti þannig að ég lenti í smá valkvíða. Þetta átti reyndar að vera lambaköt í Korma en mig langaði bara meira í kjúkling. Það er svo gaman að vera með svona alvöru krydd en ekki bara eitthvað dót í sósu sem þú hellir á kjúklinginn. Sjáið þið hvað þetta er fallegt!! Þetta er allavega mjög góð fjárfesting finnst mér að splæsa í þessi krydd, því að maturinn er bara svo miklu betri og þú getur alveg átt þessi krydd heillengi.

 • 500-700 g kjúklingur (eða lambakjöt)
 • Svartur nýmalaður pipar
 • 2 tsk hvítlauksengifermauk (engifer, hvítlaukur, salt, maukað saman)
 • 3-4 msk olía
 • 2 kanilstangir (heilar)
 • 5 negulnaglar (heilir)
 • 3 lárviðarlauf
 • 6 kardimommur (malaðar)
 • 1 tsk fennelfræ (möluð)
 • 1 laukar, smátt skornir
 • 2 tsk kóríanderduft eða mulin kóríanderfræ
 • 1/4 tsk túrmerik
 • 1/4 tsk chilli duft
 • 1 lítið dós tómar purre
 • 40 g cashew hnetur
 • ferskur kóríander
 • nokkrar cashew hnetur til að skreyta
 1. Hitil olíuna á pönnu við vægan hita. Bætið kanelstönginni, negulnöglunum, lárviðarlaufunum, kardimommunum og fennel fræunum saman við ásamt lauknum og látið malla í 5 mín.
 2. Bætið hvítlauskengifermaukinu saman við, síðan kóríanderduftinu, túrmerikinu, chilli duftinu og tómat purre.Blandið vel saman og látið malla rólega í um 5 mín. Hrærið stöðugt í.
 3. Bætið kjötinu útí og piprið með svörtum pipar. Bætið við ca 150 ml vatni.
 4. Setjið lok á og látið sjóða í um 30 mín eða þar til kjötið er mjúkt og soðið í gegn.
 5. Á meðan skuluð þið setja hneturnar í matvinnsluvél ásamt smá vatni þar til þið fáið fínt mauk. Setjið hnetumaukið saman við kjötið og látið malla í 3 mín.
 6. Skreytið réttinn með cashew hnetum og ferskum kóríander.WP_20131110_006 (1)

Naan brauð

WP_20131110_005 (1)

 • 200 ml mjólk
 • 2 msk sykur
 • 1 pk þurrger
 • 550 g hveiti
 • 1 dl hörfræ
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 dós hrein jógúrt
 • Gharam masala krydd
 • Norður flögu salt, mulið
 • Til penslunnar – olífuolía – fínt saxaður hvítlaukur – ferskt kóríander
 1. Velgjið mólkina og leysið gerið upp í henni. Blandið hráefnunum öllum vel saman. Geymið hluta af hveitinu.
 2. Hnoðið degið, skiptið deginu í litlar kúlur og fletjið útí þunnar kökur ca 1,5 cm á þykkt
 3. Látið hefast undir stykki í 10 mín.
 4. Veltið hverri köku uppúr gharam masala kryddi
 5. Bakið á pönnu þar til brauðið er vel brúnt.
 6. Snúið kökunum og bakið eins á hinni hliðinni.
 7. Penslið með olíublöndunni meðan brauðið er ennþá heitt og stráið flögusaltinu yfir

Beikon og kryddjurtafylltur kjúklingur

WP_20131030_001Þessi elska er alveg að springa úr djúsíleika eins og þið sjáið, hann er alveg glenntur af spenningi! Þetta er úr gestgjafanum og það dásamlega blað getur bara ekki klikkað. Ég er þannig að þegar blaðið kemur í lúguna hjá mér á morgnana þá bara get ég ekki beðið eftir að koma heim, setjast með blaðið og fletta í gegnum það. Þetta er eiginlega heilagur tími hjá mér, en já að kjúklingnum… þá mæli ég með honum á öll borð!

 • 1 heill kjúklingur, ófrosinn
 • 1 sítróna
 • 5 sneiðar beikon
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 msk smjör
 • 2 dl ferskar kryddjurtir (basil, steinsela, timjan, salvía)
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 2 msk olífuolía
 1. Hitið ofninn í 200°C. Losið um skinnið á bringunni á fuglinum með því að renna fingrunum undir og reyið að rífa það ekki
 2. Rífið börkinn af sítrónunni og kreistið safann í skál
 3. Saxið beikonið, rífið hvítlaukinn og blandið saman við
 4. Bætið smjörinu og kryddjurtunum saman við
 5. Laumið svo fyllingunni undir skinnið og setjið sítrónubitana inn í kjúklinginn
 6. Penslið með olífuolíu og kryddið með salt og pipar
 7. Eldið í ofninum í 60-70 mín. Fyrst með loki yfir og takið svo lokið af síðustu 10-15 mín til að fá fallega skorpu
 8. Eldunartíminn fer eftir stærð fuglsins en best er að fylgjast með steikingunni með því að láta safann leka af honum og ef hann er ekki blóðlitaður er hann tilbúinn.
 9. Til að fá fallega skorpu og safaríkt kjöt er gott að ausa öðru hvoru soðinu yfir fuglinn.

Indverskur kjúklingaréttur með möndlum og eplum

WP_20131006_004Namm, þennan geri ég pottþétt aftur! Fann uppskriftina í Gestgjafanum og bara varð að prófa. Uppskriftin er fyrir 3-4

 • 2-3 tsk kókosolía
 • 2 laukar, saxaðir gróft
 • 1 lárviðarlauf
 • 2-3 negulnaglar
 • 2 kanilstangir
 • 4 svört piparkorn
 • 3 heilar kardimommur
 • 1 bakki kjúklingalundir (600g)
 • 3 tsk garam masala
 • uþb 2 cm engiferrót, rifin
 • 3-4 hvítlausrif, rifin
 • 1-2 tsk salt
 • 1/2 – 1 tsk chiliduft
 • 1/2- 1 dl möndluflögur
 • 1 dós hrein jógúrt (180g)
 • 2 græn epli, afhýdd og skorin í grófa báta
 • ferskur kóríander og möndluflögur ofan á sem skraut
 1. Bræðið kókosolíu á pönnu og hitið lárviðarlauf, negulnagla, kanilstangir, piparkorn og kardimommur í smástund
 2. Bætið lauknum útí og steikið við vægan hita þar til hann hefur brúnast örlítið
 3. Bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur
 4. Setjið garam masala, engiferrót, hvítlauk, salt, chiliduft og möndluflögur út í og steikið í nokkrar mínútur
 5. Lækkið hitann og bætið jógúrt útí og hrærið vel
 6. Bætið eplunum saman við og látið malla undir loki í 10-15 mín eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn
 7. Skreytið með kóríander og möndluflögum

Ég bar þetta svo fram með steiktum gulrótum og baunum, salati og hvítlauks ostabrauði

Mexíkanska skàlin

Image

20130418-180119.jpg

Ég veit að ég er ekkert að finna upp hjólið hér, en yfirleitt eru alltaf einhverskonar pönnukökur eða taco skeljar með mexíkönskum mat. Þar sem ég er alveg hræðilega léleg í að loka mínum pönnukökum þegar ég er að borða (allir Flórídafarar geta vitnað um það) þá er líka bara meira en í góðu lagi að setja bara allt í skál og sleppa pönnukökunum, og þar með sleppa líka kolvetnunum sem þeim fylgja.

Það er tvennt sem mér finnst nánast ómissandi með mexíkönskum mat þ.e. í fyrsta lagi guacamole (sjá fjólubláa hringinn á myndinni til hægri) en svo í öðru lagi fersk salsa (blái hringurinn), og ætla ég því hér með að deila mínum uppskrifum af þessum sósum/hrærum.

Guacamole

 • 5 lítil avocado (eða kannski 2 eða 3 stór)
 • 1 ferskt jalapeno eða chili
 • 4 hvítlauksrif
 • safinn af 1/2 lime
 • 1/2 rauðlaukur
 • etv fínt hakkaðir tómatar (ég var ekki með það í þetta skiptið)
 • salt og cayanne pipar eftir smekk
 1. Avocado maukað, jalapeno, rauðlaukur og hvítlaukur hakkaður mjög smátt
 2. Öllu blandað saman og smakkað til með salti og cayanne pipar

Fersk salsa

 • 4-5 tómatar
 • 1 búnt kóríander
 • ca 4 hvítlauksrif
 • safinn af 1/2 lime
 • 1/2 -1 rauðlaukur
 1. Tómatar og rauðlaukur hakkað smátt. Hvítlaukurinn pressaður útí og kóríanderið klippt útí
 2. Lime safinn kreistur yfir og öllu er hrært saman

Nú í mexíkönsku skálinni fyrir utan guacamole og ferskt salsa var ég með kjúklingabita, svartar baunir, salat, gúrku, sýrðan rjóma og þessa venjulegu salsa.

Grillaðar kjúklingabringur með ofur sumar salati

20130411-182712.jpgKjúklingur er alltaf góður og oft finnst mér ég lenda í sama farinu og elda sömu uppskriftir aftur og aftur. Svo eins og svo oft áður hefst leit á netinu að einhverju nýju og fersku. Og hér um daginn rakst ég á þessa uppskrift af salsa sem leit svo rosalega girnilega út að ég varð að prófa. Ofur sumar salat eða salsa (þeir kalla þetta peach salsa hér) og ég held bara að þetta geti passað með nánast hverju sem er, passaði allavega mjög vel pönnugrilluðu kjúklingabringunum mínum.

Ofur sumar salat

 • 5 ferskjur (ég var með nektarínur, en ég myndi mæla með ferskjum, þær voru bara ekki til útí búð)
 • safinn af 1 lime
 • 1 jalapeno
 • 1 rauðlaukur
 • 1 búnt kóríander
 • 2 tómatar
 • 3 hvítlauksrif
 1. Ferskjurnar skornar í helminga og kjarninn tekinn út. Ferskjuhelmingarnir penslaðir með smá olíu og lagðir á grillpönnuna (eða venjulega grillið). Þar mega ferskjurnar malla í svona 8-10 min eða lengur, bara þangað til þær eru orðnar mjúkar, þá má taka þær af grillinu og láta þær kólna og skera svo í litla bita.
 2. Rauðlaukurin, tómatarnir og jalapeno hakkað smátt og allt sett í skál. Kóríanderið saxað eða klippt útí og svo loks safin af liminu kreistur út í allt.
 3. Ferskjunum er blandað útí restina þegar þær eru orðnar nógu kaldar. Svo má þetta neflilega alveg standa í góðan tíma, jafnvel einn sólarhring, ég gerði það allaveganna og það varð alls ekki verra við það.

Með salatinu var ég með grillaðar kjúklingabringur og  heilhveiti kúskús kryddað með gurkmeju, papriku, salti og pipar. Gerði svo sósu úr majonesi, tyrkneskri jógúrt, sítrónusafa og smá salti. Sorry en namm, samsetningin af þessu öllu var bara miklu betri en ég átti von á, svona kemur maður sjálfri sér á óvart stundum. Mæli með þessu þegar manni langar í eitthvað aðeins öðruvísi salat með matnum.

Sunnudags kjúklingur

kjúlliEftir að heimilið kynntist Heston var bara ekki aftur snúið. Hér er á ferðinni einn albesti kjúklingur sem við höfum smakkað, sjá uppskriftina hans hér. Orðin sem komu út úr Daða voru einhvernveginn svona : OMG og ÞETTA ER BESTI KJÚKLINGUR SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!!! HANN ER SVO MJÚKUR!!! Þennan mæli ég með að gera á sunnudegi því að það þarf að vera soldið heima yfir þessu, eða þá bara ef þú nennir að borða seint á virkum degi, það er líka allt í lagi. Eldunartíminn er nebblilega alveg 3-4 tímar.

 1. Kjúklingurinn þarf að liggja yfir nótt í saltbaði. Ég kom mínum kjúkling fyrir í stórum potti og í hann komust 3 L af vatni með kjúklingnum í. Fyrir hvern líter af vatni á að blanda 60 g af salti útí. Mikilvægt er að allur kjúklingurinn sé þakinn saltvatnsblöndunni. 
 2. Setjið plastfilmu yfir pottinn og látið standa yfir nótt í ísskáp.
 3. Þerrið kjúklinginn og komið honum fyrir í eldföstu móti. Inní kjúklinginn fer:
  • Heil sítróna sem búið er að kremja og gata
  • Hálft búnt af fersku timjan
 4. Kjúklingurinn er þá smurður með smjöri og komið fyrir í ofninum á 90°C. Eldið kjúklinginn þangað til kjarnhiti bringunnar er orðin 60°C, það getur tekið 2-3 tíma eftir því hversu stór kjúklingurinn er.
 5. Þegar 60°C kjarnhita er náð er kjúklingurinn tekinn út og á að standa við stofuhita í 45 mín til þess að jafna sig.
 6. Bræðið 125 g af smjöri og setjið hinn helminginn af ferska timjaninu í pottinn með smjörinu. (Heston er 30 ml af hvítvíni líka en ég sleppti því reyndar) Makið þessu ofan á kjúklinginn áður en að hann er settur inn aftur.
 7. Ofninn er þá hitaður eins mikið og hægt er, 250°C í mínu tilfelli. Kjúklingurinn er þá eldaður þangað til það er komin falleg brún húð, passið að brenni ekki.
 8. Njótið!