Bananakaka með súkkulaðibitum og valhnetum

bananakakaÉg er að læra undir próf þessa dagana, sem verður til þess að ég finn brálæðislega þörf fyrir að taka til og baka og gera ýmislegt á heimilinu sem að ég hefði átt að vera löngu búin að gera. Mér tókst til dæmis að bora upp hillu núna á sunnudaginn sem er búin að bíða í alveg úff já frá því fyrir jól. Þannig að mér fannst alveg nauðsynlegt þar sem að við vorum með kaffi í vinnunni í dag að ég myndi líka baka köku til að taka með mér. Ég átti líka banana sem voru við það að týnast í myrkri þeir voru orðnir svo svartir þannig að ég varð auðvitað að finna eitthvað gott til að nota þá í. Þessi kaka varð til úr nokkrum uppskriftum en svona í grunninn frá Paleo Gourmet.

 • 4 bananar – mjög vel þroskaðir
 • 3 egg
 • 60 g smjör – bráðið
 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti
 • 1 dl kókósmjöl
 • 1 dl hörfæjamjöl (flax seed meal)
 • 2 msk Erythritol
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 50 g valhnetur – saxaðar
 • 50-70 g dökkt súkkulaði – saxað
 1. Stappið bananan og hrærið vel með eggjunum og bráðnu smjöri þar til kekkjalaust.
 2. Þurrefnum blandað saman við banana gumsið
 3. Valhnetur og súkkulaði bætt við í lokin
 4. Hellt í mót (ca 20x30cm) og bakað í ca 15-20 mín við 175°C
Advertisements

Túnfisksalat

tunaÞetta sáraeinfalda túnfisk salat gerði allt vitlaust í vinnunni í dag. Þið mótmælið ef þið eruð ósammála Actavis LCM félagar 🙂

 • 2 dósir túnfiskur í vatni
 • 1 krukka rautt pestó
 • 1 krukka fetaostur með kryddolíu
 • 1/2 – 1 rauðlaukur (fer soldið eftir stærð og smekk) smátt skorinn

Þessu öllu var svo blandað saman og borið fram með frækexinu góða. Það má svo leika sér að bæta við til dæmis ólífum eða capers eða því sem hugurinn girnist.

Epla og kanil muffins

Image

Eftir nokkrar tilraunir þá er Tviburagourmet komið í sumarfötin! Sama blogg bara aðeins sumarlegra 🙂 Við Martin vorum í sveitinni um helgina þar sem ég átti að vera að hvíla úr mér kvefið á meðan hann ætlaði að fella nokkur tré. En auðvitað get ég ekki bara setið og lesið eða horft á sjónvarpið í heilan dag svo að ég bakaði fyrst Brauðið sem breytir lífi þínu og svo þessar muffins. Uppskrifin er frá henni Kristu en í staðin fyrir bláber var ég með epli og kanil. Það sniðuga við þessa uppskrift er að maður getur bara sett það sem manni langar í út í muffinsdeigið, ég átti bara ekki frosin bláber og er líka með kanilblæti (Guðríður líka, á háu stigi) þannig að epli og kanil varð það í þetta skipti. En þá má örugglega setja hindber, bláber, súkkulaðibita, hnetur osfrv., bara svo eitthvað sé nefnt.

20130430-142916.jpg

Epla og kanil muffins (12 stk)

 • 6 egg
 • 120 ml rjómi
 • 75 gr kókoshveiti
 • 1 epli
 • 100 gr stevia strö
 • kanil, að vild
 1. Hitið ofnin í 175 gráður
 2. Þeytið saman eggjum, sætuefni og rjómanum. Bætið svo kókoshveitinu samanvið og látið þykkna í 5 min.
 3. Flysjið eplið og skerið það í litla bita, blandið saman eplum, kanil og ca 2 msk af sykrinum við eplin.
 4. Setjið eplin útí deigið, ég geymdi nokkra bita til aðsetja ofaná múffurnar, bara til að fá smá lúkk á þær 🙂
 5. Setjið í muffinsformin og bakið í miðjum ofni í ca 25 min eða þangað til múffurnar eru orðnar fallegar á litin.

Frönsk súkkulaðikaka

kakaÉg rakst á þetta dásamlega Amedei 75% súkkulaði í Frú Laugu og stóðst ekki mátið. Svo var ég eitthvað að spara þetta og tímdi ekki að nota í hvað sem er, þannig að ég bara hætti að pæla í því og gerði svona franska súkkulaðiköku. Uppskriftina fékk ég úr þessari bók Eva vinkona gaf mér í jólagjöf – takk Eva 🙂

Þessa uppskrift setti ég í 24 cm silicon og passaði það ágætlega, þar sem hún er ansi öflug og ágætt að fá bara þunna sneið. Dásamleg með rjómaslettu og jafnvel jarðarberjum á góðum degi. Ofan á er Sukrin melis í skraut.

 • 100g smjör
 • 100g dökkt súkkulaði
 • 2 egg
 • 1 dl Sukrin melis (eða annað sætuefni)
 • 1 msk kakó
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 125 g mascarpone ostur (ég blandaði þetta 50/50 við rjómaost)
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Bræðið saman smjör og súkkulaði
 3. Þeytið eggjarauður og sukrin vel saman þangað til létt og loftkennt
 4. Bætið mascarpone ostinum útí súkkulaðiblönduna
 5. Blandið þessum tveimur blöndum saman ásamt kakói og vanilludufti
 6. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í lokin.
 7. Hellið í form og bakið í 15-20 mín

Kúrbíts canneloni með ricotta og spínat fyllingu

Þennan rétt sá ég á blogginu eldhúsperlur.com hjá henni Helenu sem er með mjög skemmtilegt og fallegt matarblogg. Ég er neflilega svo léleg í að gera grænmetisrétti og þessi réttur leit rosalega vel út og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með bragðið. Ég reyndar breytti smá þar sem ég átti ekki alveg allt til í réttinn, en það varð örugglega ekkert verra. Um að gera að nota það sem maður á til í ísskápnum.

20130423-215408.jpg

Kúrbíts canneloni með ricotta og spínat fyllingu

 • 4 litlir kúrbítar (líklega betra að vera með 2-3 stóra, en þeir áttu bara litla í Ica þegar ég var að versla)
 • 500 gr einhverskonar ostur, helst ricotta, ég var með blöndu af ricotta, mascarpone og rjómaosti.
 • tvær lúkur af fersku spínati
 • 5 hvítlauksgeirar
 • safi og börkur af 1/2 sítrónu
 • 1/2-1 tsk chili/cayanne pipar. Ég setti 1 tsk var kannski aðeins í sterkari kantinum
 • 4 döðlur
 • ferskt basilika (eða þurrkuð) eftir smekk
 • salt og pipar

Tómatsósa

 • 500 gr maukaðir tómatar
 • 3-4 msk tómatpúrra
 • 1 tsk þurrkað timian
 • 1-2 tsk oregano
 • 1/2 grænmetisteningur
 • fersk basilika (ef maður á)
 • salt og pipar
 1. Kúrbíturinn skorinn í ca 1/2 cm þykkar sneiðar eftir honum endilöngum, svo steiktur á grillpönnu þangað til sneiðarnar eru orðnar mjúkar og komnar með fallegar grillrendur þá er hann settur á eldhúspappír.
 2. Gott er að gera sósuna núna, setja allt innihaldið í sósunni í pott og láta malla á meðan maður útbýr fyllinguna
 3. Spínat hakkað í smá bita og blandað saman við ricotta hræruna. Sítróran kreist útí,hvítlaukurinn hakkaður eða kreistur útí blönduna líka. Döðlurnar hakkaðar smátt og kryddað með chili,basiliku , salti og pipar og öllu blandað saman.
 4. Sósunni er hellt í eldfast mót og svo er kúrbíturinn “fylltur” og lagður ofaní sósuna. Ég smurði ostahrærunni ríflega á endilanga kúrbítinn og rúllaði svo upp og lagði ofaní.
 5. Bakað í ofni í ca 15-20 mín.
 6. Mæli hiklaust með ríflegu magni af parmesean osti ofaná.

Sumar humar

humarVið frystikistu tiltekt fannst ýmislegt góðgæti. Til dæmis þessi fallegi humar okkur til mikillar gleði 🙂 Ég er eiginlega ennþá að slefa því að mér fannst þetta svo svakalega gott. Ég útbjó bara hvítlauks smjör og hafði tilbúið við grillið. Humarinn klauf ég í helminga og hreinsaði þannig skítaröndina út. Humarinn var þá grillaður í örfáar mín í sárinu svo snúið við og penslaður með hvítlaukssmjörinu og grillaður aðeins áfram á bakhliðinni áður en tilbúinn. Með þessu var svo borið fram ferskt salat eins og sjá má ásamt muldum kasjúhnetum og chili majonesi. Þetta borðum við þá soldið eins og með pylsur í gamla daga, dýfa í sinnep eða tómatsósu og svo steikta laukinn. Nema það er þá að taka humarinn úr skelinni, dýfa í chili mæjónesið og svo í muldu kasjúhneturnar. Þetta má svo nota sem bæði forrétt eða aðalrétt og gaman að leika sér með sósu til að dýra í eða hnetumulning.

Hvítlaukssmjör

 • Smjör
 • Hvítlaukur – smátt saxaður
 • Steinselja – smátt söxuð
 • Sítrónusafi

Chili majónes

 • Mæjónes
 • Sambal oelek (chili paste) eftir smekk

Hamborgari

hamborgariTil að gera hamborgara finnst mér soldið nauðsynlegt að hafa brauð með. Ég notaði örbylgjubolluna hjá Kristu (sjá hér) og kryddaði með því sem mér fannst girnilegt (papriku, piri piri, chili ofl), ég hafði líka eina og hálfa uppskrift fyrir hvern hamborgara svo að bauðin yrðu aðeins stærri. Ég setti svo sesamfræin ofaná til að fá þetta klassíska hamborgarabrauðs útlit 🙂 Ekki skemmdi fyrir að ég fann skál svo að þetta kom meira segja út í laginu eins og hamborgara brauð. Ég grillaði svo líka brauðið til að fá þessar fallegu rendur í brauðið, við borðum stundum líka með augunum.

Hamborgarana geri ég líka alltaf sjálf og er alveg nauðsynlegt að fá gott hakk í þá og kaupi ég það alltaf í Kjötkompaní í hafnarfirði.

Hér er mín uppskrift fyrir 2 hamborgara:

 •  200g hakk
 • 1 egg
 • ca 1/4 af rifnum osti (ég notaði piparost)

Þessu er svo þjappað saman í tvær bollur og stekt á pönnu eða grillað 🙂 Restina af ostinum notaði ég svo til að búa til piparostasósu til að hafa með hamborgaranum. Svo máttu bara setja það sem þig lystir á borgarann, einfalt og þægilegt en svo rosalega gott!