Afmæliskakan hans Daða

Ég bakaði auðvitað sömu köku og Kristín fyrir minn kæró á afmælinu hans Daða. Gerði reyndar “bara” einfalda uppskrift. Missti mig aðeins í skreytingunum og heimtaði að fá að gera sykurmassablóm líka, mèr fannst kakan þurfa á því að halda.
image

Advertisements

Grænkàls og sveppa lasagna

Þessi réttur er liður í grænmetisrétta-átakinu mínu og er alveg hrikalega einfaldur og mjög góður. Uppskriftin er já, eins og venjulega aldrei alveg eins og stendur á blaðinu, en hugmyndin er frá blaðinu Buffé sem ég fæ frá Ica keðjunni fyrir að vera dyggur viðskiptavinur hjá þeim. Þeir mæla líka með því að það sé hægt að breyta uppskriftini með t.d. bara spínati eða mangold eða blöndu af þessu öllu. Hægt að prófa sig áfram með það sem manni finst gott.

20131123-194410.jpg

 

Grænkáls og sveppa lasagna

 • 500 gr sveppir (ég notaði venjulega og portabello sveppi)
 • 1 gulur laukur
 • ca 3-4 hvítlauksrif
 • 300 gr grænkál
 • 100 gr spínat
 • ca 2 dl rifinn parmesean ostur
 • 400 gr rjómaostur
 • 3 dl mjólk
 • Venjulegur ostur rifinn ofaná, magn að vild
 • salt og pipar
 • Lasagnaplötur eftir þörf, ég notaði spínatplötur
 1. Hitið ofnin í 200 gráður.
 2. Sveppirnir skornir niður í sneiðar eða bita og steiktir á pönnu í smjöri/olíu í nokkrar mínútur.
 3. Laukurinn og hvítlaukurinn hakkaður í smátt og bætt útí sveppina, og steikt áfram í nokkrar mínútur. Blandan sett í skál og geymd á meðan grænkálið er steikt
 4. Grænkálið steikt á pönnu þangað til það er búið að minnka í rúmmáli og orðið mjúkt, þá er spínatinu bætt útí og steikt áfram í stutta stund.
 5. Mjólk, rjómaosti og parmesean osti bætt útí og einnig sveppunum og lauknum og látið malla í smá stund
 6. Lasagnað sett saman. Fyrst gumsið og svo plötur, haldið áfram þar til gumsið er búið, endið á gumsinu og setjið svo rifin ost ofaná
 7. Bakað í ofni í 20-30 mín, eða þar til plöturnar eru orðnar mjúkar.

 

20131123-194423.jpg

Afmæliskakan hans Martins

Uþb.1,5 kg af smjöri, 900 gr af súkkulaði, meira en 1 kg af sykri og nóg af öðru gúmmelaði. Þetta getur ekki verið annað en gott eða hvað? Martin var búin að biðja mig fyrir löngu síðan að baka köku fyrir hann sem hann gæti farið með í vinnuna à afmælinu sínu. Smà skipulag krafðist þar sem við vorum í Belgíu seinustu helgi og svo fór èg strax í vinnuferð eldsnemma à mànudagsmorgni og þurfti að leggja extra snemma af stað frà Oskarshamn til að nà að gera kremin à kökuna og setja hana saman. Ég var dàldið búin à því þegar við skutluðum kökunni í vinnuna til hans seint þetta kvöld. Uppskriftin er frà blogginu eldhússögur, èg er lengi búin að hugsa um þessa köku og fèkk loksins tækifæri að baka hana. Þessi kaka er bara aðeins of góð, það er bara ekki hægt að segja annað, orð fà því varla lýst, þessa köku verður maður að prófa!!! Get því miður ekki sýnt þverskurðarmynd, ég var ekki á staðnum þegar hún var borðuð. Ég gerði tvöfalda uppskrift og setti í tvær ofnskúffur til að fá nógu stóra köku handa ca 30 manns, en ég held að á flestum heimilum dugi að gera einfalda uppskrift. Afmæliskakan er í laginu eins og CT-prófstykki (Compact tension), sem að Martin vinnur mikið með í vinnunni sinni. Ég átti silfurlitað duft sem ég ætlaði að hjúpa kökuna með svo að þetta mundi líta út eins og málmur en Martin vildi það ekki á síðustu stundu svo kakan fékk að vera súkkulaðilituð.

Súkkulaðiterta með söltu karamellukremi (1 ofnskúffa eða 3×20 cm botnar)

Kökubotnar

 • 2 egg
 • 2 dl sterkt kaffi
 • 2½ dl súrmjólk
 • 1,25 dl matarolía
 • 200 g hveiti
 • 420 g sykur
 • 85 g kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk vanillusykur

Ofninn hitaður í 160 gráður á blæstri. Bökunarpappír settur í ofnskúffuna eða þrjú 20 cm hringform.

Eggjum, kaffi, matarolíu og súrmjólk er hrært saman í stutta stund, því næst er þurrefnunum bætt út í og hrært þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.

Deiginu er svo hellt í skúffuna eða formin þrjú og bakað í ca. 35 mínútur. Athugið að botnarnir munu líta út fyrir að vera blautir. Botnarnir eru látnir kólna. Það er hægt að setja botnana í frysti í ca. 30 mínútur áður en kremið er sett á til þess að auðvelda fyrir ásetningu kremsins.

Marengskrem með saltri karamellu

 • 160 g eggjahvítur (ca. 5 egg)
 • 200 g sykur
 • 400 g smjör, vel við stofuhita
 • 1/2 tsk maldon salt (eða annað flögusalt)
 • 2 dósir dulce de leche tilbúin karamellusósa (397 gr)
 • 1/2 tsk vanillusykur
Eggjahvítur og sykur sett í hrærivélaskálina. Skálin er sett yfir vatnsbað, þ.e. sett ofan í pott með sjóðandi vatni. Blandan er hituð og hrært í stöðugt á meðan með þeytara. Þegar sykurinn er uppleystur og blandan farin að hitna (komin í 65 gráður ef notaður er mælir) er skálin sett á hrærivélina og þeytt þar til blandan er stífþeytt, glansandi og orðin köld (ég þeytti í ca. 10 mínútur). Þá er þeytaranum skipt út fyrir hrærarann. Smjörinu (verður að vera við góðan stofuhita) er bætt út í og hrært á lægstu stillingunni. Á meðan smjörið er að blandast við marengsinn getur litið út fyrir að hann skilji sig en óttist ekki, þetta blandast allt vel saman að lokum! Þegar blandan nær um það bil sömu áferð og majónes má auka hraðan, stilla á millihraða og hræra í smástund til viðbótar. Því næst er slökkt á hrærivélinni og dulce de leche sósunni, saltinu og vanillusykrinum er bætt út í og síðan hrært á lægsta hraða, hækka svo smá saman í millihraða.

Súkkulaðikrem:

 • 45 g kakó
 • 90 ml sjóðandi vatn
 • 340 g smjör við stofuhita
 • 65 g flórsykur
 • 450 g blanda af 70% súkkulaði og 55% bökunarsúkkulaði, eða suðusúkkulaði.

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og leyft að kólna dálítið. Þá er kakó og sjóðandi vatni hrært saman með gaffli þar til blandan er slétt. Smjörið er hrært með flórsykrinum þar til blandan verður létt og ljós, í minnst 5 mínútur. Því næst er súkkulaðinu hrært saman við blönduna og í lokin er kakóblöndunni hrært út í kremið. Ef kremið er þunnt þá er gott að geyma það í kæli í smástund til að það þykkni.

Kakan sett saman: Fyrst botn, svo marengskrem, botn, marengskrem, botn, marengskrem og svo súkkulaðikremið notað til að hjúpa alltsaman. Kremið harðnar þegar það stendur inní ísskáp og kakan er best þegar hún er búin að standa í ca klukkutíma við herbergishita.

20131109-100820.jpg

20131109-100832.jpg

Kjúklinga Korma og naan brauð

Image

Ég fór á svona indverskt matreiðslunámskeið fyrir einhverjum árum síðan og var að finna aftur matreiðsluheftið sem fylgdi með. Það er bara allt gott í þessu hefti þannig að ég lenti í smá valkvíða. Þetta átti reyndar að vera lambaköt í Korma en mig langaði bara meira í kjúkling. Það er svo gaman að vera með svona alvöru krydd en ekki bara eitthvað dót í sósu sem þú hellir á kjúklinginn. Sjáið þið hvað þetta er fallegt!! Þetta er allavega mjög góð fjárfesting finnst mér að splæsa í þessi krydd, því að maturinn er bara svo miklu betri og þú getur alveg átt þessi krydd heillengi.

 • 500-700 g kjúklingur (eða lambakjöt)
 • Svartur nýmalaður pipar
 • 2 tsk hvítlauksengifermauk (engifer, hvítlaukur, salt, maukað saman)
 • 3-4 msk olía
 • 2 kanilstangir (heilar)
 • 5 negulnaglar (heilir)
 • 3 lárviðarlauf
 • 6 kardimommur (malaðar)
 • 1 tsk fennelfræ (möluð)
 • 1 laukar, smátt skornir
 • 2 tsk kóríanderduft eða mulin kóríanderfræ
 • 1/4 tsk túrmerik
 • 1/4 tsk chilli duft
 • 1 lítið dós tómar purre
 • 40 g cashew hnetur
 • ferskur kóríander
 • nokkrar cashew hnetur til að skreyta
 1. Hitil olíuna á pönnu við vægan hita. Bætið kanelstönginni, negulnöglunum, lárviðarlaufunum, kardimommunum og fennel fræunum saman við ásamt lauknum og látið malla í 5 mín.
 2. Bætið hvítlauskengifermaukinu saman við, síðan kóríanderduftinu, túrmerikinu, chilli duftinu og tómat purre.Blandið vel saman og látið malla rólega í um 5 mín. Hrærið stöðugt í.
 3. Bætið kjötinu útí og piprið með svörtum pipar. Bætið við ca 150 ml vatni.
 4. Setjið lok á og látið sjóða í um 30 mín eða þar til kjötið er mjúkt og soðið í gegn.
 5. Á meðan skuluð þið setja hneturnar í matvinnsluvél ásamt smá vatni þar til þið fáið fínt mauk. Setjið hnetumaukið saman við kjötið og látið malla í 3 mín.
 6. Skreytið réttinn með cashew hnetum og ferskum kóríander.WP_20131110_006 (1)

Naan brauð

WP_20131110_005 (1)

 • 200 ml mjólk
 • 2 msk sykur
 • 1 pk þurrger
 • 550 g hveiti
 • 1 dl hörfræ
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 dós hrein jógúrt
 • Gharam masala krydd
 • Norður flögu salt, mulið
 • Til penslunnar – olífuolía – fínt saxaður hvítlaukur – ferskt kóríander
 1. Velgjið mólkina og leysið gerið upp í henni. Blandið hráefnunum öllum vel saman. Geymið hluta af hveitinu.
 2. Hnoðið degið, skiptið deginu í litlar kúlur og fletjið útí þunnar kökur ca 1,5 cm á þykkt
 3. Látið hefast undir stykki í 10 mín.
 4. Veltið hverri köku uppúr gharam masala kryddi
 5. Bakið á pönnu þar til brauðið er vel brúnt.
 6. Snúið kökunum og bakið eins á hinni hliðinni.
 7. Penslið með olíublöndunni meðan brauðið er ennþá heitt og stráið flögusaltinu yfir

Beikon og kryddjurtafylltur kjúklingur

WP_20131030_001Þessi elska er alveg að springa úr djúsíleika eins og þið sjáið, hann er alveg glenntur af spenningi! Þetta er úr gestgjafanum og það dásamlega blað getur bara ekki klikkað. Ég er þannig að þegar blaðið kemur í lúguna hjá mér á morgnana þá bara get ég ekki beðið eftir að koma heim, setjast með blaðið og fletta í gegnum það. Þetta er eiginlega heilagur tími hjá mér, en já að kjúklingnum… þá mæli ég með honum á öll borð!

 • 1 heill kjúklingur, ófrosinn
 • 1 sítróna
 • 5 sneiðar beikon
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 msk smjör
 • 2 dl ferskar kryddjurtir (basil, steinsela, timjan, salvía)
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 2 msk olífuolía
 1. Hitið ofninn í 200°C. Losið um skinnið á bringunni á fuglinum með því að renna fingrunum undir og reyið að rífa það ekki
 2. Rífið börkinn af sítrónunni og kreistið safann í skál
 3. Saxið beikonið, rífið hvítlaukinn og blandið saman við
 4. Bætið smjörinu og kryddjurtunum saman við
 5. Laumið svo fyllingunni undir skinnið og setjið sítrónubitana inn í kjúklinginn
 6. Penslið með olífuolíu og kryddið með salt og pipar
 7. Eldið í ofninum í 60-70 mín. Fyrst með loki yfir og takið svo lokið af síðustu 10-15 mín til að fá fallega skorpu
 8. Eldunartíminn fer eftir stærð fuglsins en best er að fylgjast með steikingunni með því að láta safann leka af honum og ef hann er ekki blóðlitaður er hann tilbúinn.
 9. Til að fá fallega skorpu og safaríkt kjöt er gott að ausa öðru hvoru soðinu yfir fuglinn.

Hafraklattar með smá aðventu

WP_20131103_007Það eru svona dagar þegar það er svo gott að vera inni, baka og hafa það kósí. Við rétt fórum útí búð og fukum næstum því á bílastæðinu, þannig að þið sem eigið eftir að fara eitthvað passið ykkur á veðrinu! Það er kominn svo mikill aðventu fílíngur í mig að ég bara gat ekki hamið mig og setti negul og kanil og trönuber í þessa uppskrift, sem er eiginilega svona samtíningur. Næst set ég samt ábyggilega meiri trönuber því þau eru svo svakalega góð! Já og það klikkar ekki að bera þau fram með Jóla Bo Bedre og Chai Latte namm namm. Nótið inniverunnar á sunnudeginum.

 • 115g mjúkt smjör
 • 60 g sukrin gold
 • 50 g sukrin
 • 1 egg
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • 150 g möndlumjöl
 • 30 g kókosmjöl
 • 50 g harfamjöl
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk kanill
 • 1/4 tsk negull
 • 75 g þurrkuð trönuber
 • 50 g heslihnetur saxaðar