Kryddbrauð

kryddbrauð

Þetta brauð kemur líka frá facebook síðunni Matarbók Lilju Low carb. Einfalt brauð og svo ofboðslega gott að eiga til. Ég reyndar breytti henni aðeins, en kemur út á það sama. Flott að setja aðeins heslihnetuflögur ofan á til að skreyta.

 • 1 dl hörfræmjöl – flax seed meal (fæst í Kosti)
 • 0,75 dl kókoshveiti
 • 0,25 dl venjulegt kókosmjöl
 • 1/2 dl erythritol
 • 5 msk heslihnetuflögur
 • tæp 1/2 tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1,5 tsk kanill
 • 1,5 tsk kakó
 • 1,5 tsk negull
 • 2 dl grísk jógúrt
 • 4 egg
 1. Öllu blandað sama og komið fyrir í ca 22×10 cm brauðformi, ég klæddi það með bökunarpappír.
 2. Bakið við 175°C í ca 30-50 mín eftir stærðinni á brauðforminu.
Advertisements

Hindberja, kókos og súkkulaði muffins

Ég hef stuðst við grunnuppskrift af möffins hér að neðan og bætti svo við hindberjum, kókos og 70% súkkulaði. Svo má leika sér að setja það sem manni finnst gott, ekki slæmt að nota ný bláber í haust til dæmis!

Grunnuppskrift

 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti – má líka nota bara 3 dl af möndlumjöli
 • 1 msk husk
 • 0,5 dl erythritol
 • 125 gr brætt smjör
 • 100 gr rjómaost
 • 1 dl rjómi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 egg

Ég bætti við grunnuppskriftina:

 • tvær lúkur af frosnum hindberjum
 • 0,5 dl af kókosmjöli
 • 50 g 70% súkkulaði saxað smátt
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Þeytið egg og erytritol svo að verði létt og ljóst
 3. Bræðið smjörið og blandið rjómaost og rjóma saman við brædda smjörið.
 4. Blandið síðan öllu saman í skál. Best er að setja frosnu berin alveg í lokin svo að þau liti ekki allt degið og haldi aðeins löguninni.
 5. Setjið í möffinsform og bakið í ca 20 mín.

Ostabrauð

ostabraudÉg er nýbúin að uppgvöta enn einn snillinginn sem er að blogga um low carb. Hún er með facebook síðuna Matarbók Lilju Low Carb og er með fullt af sniðugum hugmyndum. Ég bryjaði á þessu brauði og finnst það hrikalega gott!

 • 1 dl sesamfræ
 • 2 dl rifinn ostur – ég notaði Cheddar ost
 • 1 msk husk
 • 1/2 dl hörfræmjöl (hægt að mala hörfræ í blender)
 • 1 msk sólblómafræ
 • 1/2 dl möndlumjöl
 • 1,5 tsk lyftiduft
 • 3 egg
 • 2 msk grísk jógúrt
 • 2 msk majónes
 • ein klípa salt
 • ofaná: birkifræ
 1. Öllu blandað saman og klessunni er dreift á bökunarpappír. Muna að setja olíu undir svo að herlegheitin festist ekki öll við.
 2. Dreift þangað til degið er ca 0,5 – 1cm þykkt, gott að nota pönnukökuspaða til að dreifa úr þessu.
 3. Bakið við 220°C í 10 mín á blæstri, passið að brenni ekki að ofan.
 4. Best volgt með smjöri og osti, grænmeti eða sykurlausri sultu – namm!

Grænmetisbuff úr sætum kartöflum og hvítum baunum með myntu- og gúrkusósu

Ég er búin að vera í smá bloggpásu þar sem ég var í siglingu á Göta Kanal, það er sem sagt skipaskurður milli Stokkhólms og Gautaborgar. Um borð í bátnum var nánast ólöglegt að vera með síma, hvað þá tölvur og vera að blogga.En nú er ég komin aftur og byrjuð að elda mat aftur.
Í kvöld skín sólin og gott að borða kannski aðeins léttari mat svona á sumrin, svo í kvöld gerði ég grænmetisbuff handa okkur með kaldri myntu- og gúrkusósu. Hugmyndina fékk ég úr matreiðlsubók sem ég fletti í gegnum heima hjá Elínu Birnu sem ég heimsótti í stutta stund í Gautaborg, en eins og svo oft áður geri ég bara svona það sem mér dettur í hug.

Grænmetisbuff úr sætum kartöflum og hvítum baunum

 • 4 hnefastórar sætar kartöflur
 • 2 fernur af 400 gr af hvítum baunum
 • 1 rauðlaukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 2 sallatslaukar
 • 2 egg
 • 4 msk möndlumjöl
 • 3 tsk fiberhusk eða meira möndlumjöl
 • salt, pipar, gott að setja nóg af cayanne pipar og einhver önnur krydd sem manni finnst passa.
 1. Sætu kartöflurnar eru skornar í helming og eldaðar í örbylgjuofni þangað til það er hægt að skófla maukið úr þeim – ca 15 mín kannski
 2. Hvítu baunirnar maukaðar í matvinnsluvél
 3. Rauðlaukur, hvítlaukur og sallatslaukur maukaður líka í matvinnsluvél
 4. Eggjum, möndlumjöli og kryddi bætt útí
 5. Steikt á pönnu þangað til gullinbrún
 6. Buffin bökuð í ofni í ca 15 mín, þar sem þau eru mjög mjúk er gott að baka þau örlítið og gera þau aðeins stökkari.

Myntu- og gúrkusósan er búin til úr tyrkneskri jógúrt, sýrðum rjóma, rifinni gúrku, ferskri myntu, og svo kryddað með salti og pipar.

20130612-193744.jpg

Hæliskakan

bananakakanÞessi kaka hefur nafnið hæliskakan í minni fjölskyldu þar sem uppskriftin kemur upphaflega frá Heilsuhælinu í Hveragerði – sem heitir það reyndar ekki heldur Heilsustofnun Hveragerði en nafnið á kökunni fær samt að halda sér. Uppskriftina fékk ég frá frænku minni og er þessi kaka oft á borðum fjölskyldunnar í kökuboðum. Ég breytti henni lítillega í takt við mig en gæðin héldust engu að síður miðað við bragðprófanir sem fóru fram. Úr þessari uppskrift fæ ég tvær kökur ca 24 cm í þvermál.

 • 4 egg
 • 200 g erythritol
 • 4-5 rifnar gulrætur
 • 2-3 maukaðir bananar
 • 150 g möndlumjöl
 • 50 g kókosmjöl
 • 1/8 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk malaðar kardimommur
 • 1/2 tsk kanill
 • 200 g 70% súkkulaði ofan á kökuna
 • 2 msk rjómi til að blanda við súkkulaðið
 1. Egg og erytritol þeytt saman þangað til létt og ljóst
 2. Restinni varlega blandað saman við
 3. Skipt í tvö form og bakað við 170°C í 25-35 mín
 4. Súkkulaði brætt og rjómi blandaður við og þessu er hellt yfir kökuna.

Kjötbollusalat

kjötbollusalatKjötbollurnar gerði ég um daginn til að taka með í vinnuna í kveðjukaffi, það er nebblileg alveg hægt að koma með eitthvað annað heldur en kökur þegar er svona kaffi. Það má alveg og allir alltaf til í smá kjötbollur. Afganginn notaði ég svo í kvöldmat daginn eftir bara.

Kjötbollur

 • 1 kg ungnauta hakk
 • 2 egg
 • 2 jalapeno ostar rifnir niður
 • salt og pipar
 • 4 msk hörfræja mjöl til að binda bollurnar betur saman – má sleppa
 1. Öllu blandað saman í skál
 2. Búið til litlar bollur eftir því hvað þú vilt hafa þær stórar og bakið í ofni í 15-30 mín við 175°C, fer eftir stærð.

Kjötbollusalat

 • Salar
 • Gúrka
 • Rauðlaukur
 • Jalapeno ostur í bitum
 • Avocado
 • Kjötbollur
 • Sósa að eigin vali með