Dal – indverskur blómkálsréttur

Þessi uppskrift er algjörlega í átakinu mínu, að “reglulega lesa í gegnum matreiðslubækurnar mínar og elda eitthvað uppúr þeim”. Og sjálfsögðu að reyna elda meiri grænmetisrétti. Uppskriftin er úr bókinni Vegetarian Everyday, sem er ótrúlega falleg bók eftir fólkið sem er með bloggsíðuna Green kitchen stories sem er líka mjög fallegt og skemmtilegt blogg, mæli eindreigið með því. En þar sem ég átti ekki öll kryddin sem voru í uppskriftinni var ég aðeins að skálda í eyðurnar með svipuðum kryddum, en nánast það sama. Ekki láta langan lista í innihaldslýsingunni aftra ykkur af því að elda þennan rétt, þetta eru bara fullt af kryddum sem er auðvelt að henda saman og ofaní pott.

Dal – indverskur blómkálsréttur (stór uppskrift fyrir ca 6-8)

 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk garam masala
 • 4 tsk karrý
 • 1 tsk cayanne pipar
 • 1 tsk sinnepsfræ
 • 1 tsk kardimommur
 • 3-5 msk aprikósusulta (eða ca 12 stk þurrkaðar aprikósur saxaðar)
 • 30 gr smjör til að steikja kryddin í
 • 2 laukar
 • 6 hvítlauksrif
 • 2 meðalstórir blómkálshausar
 • 4 gulrætur
 • 2 dósir kókosmjólk
 • 1-2  dósir vatn (tómu dósirnar af kókosmjólk notaðar sem mælieining)
 • 3 dl rauðar linsur
 • 1 stòr lùka frosið spínat (mà líka nota ferskt, en þà ca þrjàr lúkur eða meira)
 1. Ef maður ætlar að hafa hrísgrjón með, er gott að byrja sjóða þau fyrst.
 2. Kryddin öll sett í mortel og möluð, aðallega sinnepsfræin. Ef maður á ekki mortel má alveg sleppa því og blanda þeim bara öllum saman og steikja í potti með smjörinu. Steikt í stutta stund þar til kryddin eru orðin gullinbrún og góð lykt komin í eldhúsið. Smá vatn sett útí ef það hitnar of mikið í kryddunum svo þau brenni ekki við.
 3. Laukur og hvítlaukur saxað og bætt útí, ásamt aprikósusultunni, má malla smá í nokkrar mínútur
 4. Blómkál brotið í knippi/skorið niður ásamt gulrótunum. Blómkál, gulrætur, rauðar linsur, kókosmjólk og vatn sett útí og látið sjóða í ca 15-20 mínútur

Ég var svo með svört hrísgrjón með, blandaði reyndar heilhveiti og svörtu saman en þau urðu öll svört 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s