Brauðið sem breytir lífi þínu

Tinna vinkona benti mér á síðuna hjá þessari konu. Hún er mjög dugleg og allt sem hún gerir lítur fáránlega vel út. Þetta brauð frá henni á að breyta lífi manns, eða allavega fá mann til að hugsa að þessi tegund af brauði er töluvert betri en hvítt frans brauð og manni líður miklu betur allavega eftirá ef maður borðar þetta góða brauð. Var með þetta brauð með gulrótarsúpunni sem má sjá hér og mér fannst það mjög gott. Það minnir örlítið á einhverskonar blöndu af sólkjarnabrauði og rúgbrauði en eiginlega betra. Hérna er uppskriftin af þessu undra brauði.

Braud

Brauðið sem breytir lífi þínu

 • 135 gr sólkjarnafræ
 • 90 gr hörfræ
 • 65 gr heslihnetur eða möndlur
 • 145 gr haframjöl
 • 2 msk chia fræ
 • 3 msk fiber husk
 • 1 tsk salt
 • 1 msk hlynsíróp
 • 3 msk bráðin kókosolía
 • 3.5 dl vatn
 1. Öllum þurrefnum blandað saman í skál. Vatni, hlynsírópi og kókosolíunni blandað saman og hellt yfir þurrefnin.Öllu er síðan hrært vel saman og það má bæta smá vatni við ef deigið er óviðráðanlega þykkt.  Sett í sílíkon brauðform og þjappað niður með sleif eða skeið
 2. Svo er brauðið látið standa í amk. 2 klst, eða allan daginn eða yfir nótt, bara eins og hentar hverju sinni.
 3. Hitið ofninn í 175 gráður
 4. Bakið brauðið í 20 mín í miðjum ofninum. Takið svo brauðið út og úr forminu og hvolfið því á ofngrindina. Þá er það sett aftur inní ofn og bakað í 30-40 mín.
 5. Brauðið þarf helst að vera kalt þegar það er skorið, og gott er að nota beittan hníf, ath ekki brauðhníf, því þá fara öll fræ og korn af stað.
Advertisements

Gulrótarsúpa með fersku engiferi

Þar sem að Martin er búin að vera pínu slappur bjó ég til algjöra vítamín og kvefbombu handa okkur í kvöldmat. Með súpunni bakaði ég svo mjög gott fræbrauð sem á víst að breyta lífi fólks, sjá hér. Veit ekki hvort að brauðið sé búið að breyta lífi okkar en það var mjög gott. Martin er allur að lagast af slappleikanum og aðsjálfsögðu vil ég meina að þessi súpa hafi læknað hann. Eins og svo oft áður gerði ég eiginlega bara eitthvað útí bláin. Hérna er mín útgáfa af gulrótarsúpu sem læknar öll mein.

IMG_0747

Gulrótarsúpa með fersku engiferi

 • ca 700-800 gr gulrætur
 • 2 laukar
 • 8-10 hvítlauksrif
 • ca 4-6 msk af fersku engiferi, rifið niður eða í litlum bitum.
 • 2 grænmetisteningar
 • Paprikukrydd
 • Örlítið cayanne pipar
 • Salt og pipar
 • Vatn
 • ca 1 -2 dl Tyrknest jógúrt
 1. Flysja gulrætur og skera í litla bita, skera lauk og hvítlauk og allt þrennt látið saman í pott með smjöri og steikt örlítið.
 2. Bætið vatni í pottinn svo að það fljóti yfir grænmetið, setjið þá grænmetisteninganna útí og látið sjóða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar
 3. Maukið allt með töfrasprota og bætið útí tyrkneskri jógúrt og kryddið að vild.

Súkkulaðibollakökur paleo

bollakökurNamm namm! Þessar slógu í gegn með ískaldri mjólk og fékk ***** frá dómaranum 🙂 Upprunalega uppskriftin er að finna hér en ég breytti ansi miklu svo að uppskriftin mín er hér að neðan.

 • 1/4 bolli möndlumjöl
 • 1/4 bolli kakó (ég nota frá Green & Black’s)
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur vanilluduft
 • 1 tsk kanill
 • 1 egg
 • 2 eggjahvítur
 • 1/4 bolli blanda af hunangi og agave sírópi (eða sætuefni að eigin vali)
 • 1/4 bolli kókosolía
 1. Öll þurrefni sett saman í skál
 2. Egg, eggjahvítur, kókosolía, hunang og agavesírópsblanda þeytt þangað til loftkennt
 3. Öllu blanað varlega saman, má bæta við kókosvatni eða vatni ef að degið er of þykkt
 4. Setjið í bollakökumót og bakið í 15 mín við 190°C
 5. Kælið og smyrjið svo kreminu á

Paleo súkkulaðikrem

 • 1 bolli 70% súkkulaði
 • 1/2 bolli kókosolía
 • hnífsoddur sjávarsalt
 • hnífsoddur vanilluduft
 1. Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna í örbylgjuofni þangað til kekkjalaust ca 1:30 – 2 mín
 2. Kælið í frysti í ca 10 mín til að harðni hraðar
 3. Blönduna má þá hræra með handþeytara til þess að verði þykkara og auðveldara að smyrja á kökurnar

Kryddkaka

kryddkakaTilvalin sunnudagskaka eða bara hvenær sem er. Hún er dásamleg volg og ennþá betri með smá súkkulaði daginn eftir eins og ég laumaðist til að prófa. Uppskriftina fann ég hér, en þessi síða er með fullt af spennandi uppskriftum sem að ég á eftir að prófa.

Kryddkaka

 • 4 egg
 • 200 g rjómasostur (ég átti bara 100 g af rjómaosti svo að ég notaði 18% sýrðan rjóma á móti)
 • 125 g smjör
 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti
 • 2 msk husk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk negull
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk kardimommur
 • 0,5 dl sukrin (eða annað sætuefni)
 1. Bræðið smjörið
 2. Egg og sykur þeytt saman
 3. Bætið útí eggjahræruna rjómaosti og brædda smjörinu
 4. Bætið þurrefnunum við og blandið vel saman
 5. Smyrjið form og bakið í ca 30 mín við 175 °C

Litla syndin ljúfa – low carb style

litla ljufaÞessi er ein af okkar uppáhalds og viti menn það má gera hana low carb líka!

Litla syndin ljúfa (fyrir 2)

 • 45 g smjör
 • 45 g súkkulaði (70%)
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða
 • 45 g sukrin melis (líklega hægt að nota líka agave síróp eða gervisykur í staðinn)
 • 20 g möndlumjöl
 1. Smjör og súkkulaði brætt við vægan hita í potti
 2. Egg, eggjarauða og sætuefni þeytt saman þar til létt og loftkennd
 3. Súkkulaðiblöndunni er svo varlega bætt útí eggin
 4. Hveitið blandað varlega saman við í lokin
 5. Bakað í 11-12 mín í 200°C án blásturs

Pekanhnetu og kjúklingabauna súkkulaðibitakökur

Image

Ég man engan veginn hvernig ég fann þessa uppskrift en um leið og ég sá hana var ég alveg viss um að þessa yrði ég að prófa. Að nota kjúklingabaunir er eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að nota í smákökur, það sem langflestir hugsa er bara hummus þegar þeir sjá kjúklingabaunir, en ótrúlegt en satt er þetta alls ekkert svo vitlaust.Uppskriftina fann ég á blogginu hjá þessari dömu.

20130222-184440.jpg

 

Pekanhnetu og kjúklingabauna súkkulaðibitakökur

 • 1 bolli pekanhnetur
 • 1 bolli kjúklingabaunir
 • 1/4 bolli maple síróp
 • 3 msk mulin hörfræ
 • 1 tsk lyftiduft
 • vanilluduft
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 100 g 70% súkkulaði
 1. Allt nema súkkulaðið er sett í matvinnsluvél og maukað vel og lengi. Mín litla matvinnsluvél var ekki alveg að höndla þetta svo ég tók aðeins töfrasprotan á þetta í lokin til að fá allt í meira mauk
 2. Hakka súkkulaðið í passlega stóra bita og blanda útí deigið
 3. Gera litlar kúlur og setja á bökunarplötu. Kökurnar flattar út með skeið, ath þær lyftast ekki neitt eða leka út svo þær munu líta alveg eins út þegar búið er að baka þær.
 4. Bakið við 175 gráður í ca 10 mín og njótið