Dal – indverskur blómkálsréttur

Þessi uppskrift er algjörlega í átakinu mínu, að “reglulega lesa í gegnum matreiðslubækurnar mínar og elda eitthvað uppúr þeim”. Og sjálfsögðu að reyna elda meiri grænmetisrétti. Uppskriftin er úr bókinni Vegetarian Everyday, sem er ótrúlega falleg bók eftir fólkið sem er með bloggsíðuna Green kitchen stories sem er líka mjög fallegt og skemmtilegt blogg, mæli eindreigið með því. En þar sem ég átti ekki öll kryddin sem voru í uppskriftinni var ég aðeins að skálda í eyðurnar með svipuðum kryddum, en nánast það sama. Ekki láta langan lista í innihaldslýsingunni aftra ykkur af því að elda þennan rétt, þetta eru bara fullt af kryddum sem er auðvelt að henda saman og ofaní pott.

Dal – indverskur blómkálsréttur (stór uppskrift fyrir ca 6-8)

 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk garam masala
 • 4 tsk karrý
 • 1 tsk cayanne pipar
 • 1 tsk sinnepsfræ
 • 1 tsk kardimommur
 • 3-5 msk aprikósusulta (eða ca 12 stk þurrkaðar aprikósur saxaðar)
 • 30 gr smjör til að steikja kryddin í
 • 2 laukar
 • 6 hvítlauksrif
 • 2 meðalstórir blómkálshausar
 • 4 gulrætur
 • 2 dósir kókosmjólk
 • 1-2  dósir vatn (tómu dósirnar af kókosmjólk notaðar sem mælieining)
 • 3 dl rauðar linsur
 • 1 stòr lùka frosið spínat (mà líka nota ferskt, en þà ca þrjàr lúkur eða meira)
 1. Ef maður ætlar að hafa hrísgrjón með, er gott að byrja sjóða þau fyrst.
 2. Kryddin öll sett í mortel og möluð, aðallega sinnepsfræin. Ef maður á ekki mortel má alveg sleppa því og blanda þeim bara öllum saman og steikja í potti með smjörinu. Steikt í stutta stund þar til kryddin eru orðin gullinbrún og góð lykt komin í eldhúsið. Smá vatn sett útí ef það hitnar of mikið í kryddunum svo þau brenni ekki við.
 3. Laukur og hvítlaukur saxað og bætt útí, ásamt aprikósusultunni, má malla smá í nokkrar mínútur
 4. Blómkál brotið í knippi/skorið niður ásamt gulrótunum. Blómkál, gulrætur, rauðar linsur, kókosmjólk og vatn sett útí og látið sjóða í ca 15-20 mínútur

Ég var svo með svört hrísgrjón með, blandaði reyndar heilhveiti og svörtu saman en þau urðu öll svört 🙂

Advertisements

Raggmunkar – sænskur klassíker

Svíarnir eru dáldið fyndnir þegar kemur að þeirra klassísku réttum. Á t.d. öllum hádegisveitingastöðum í Svíþjóð sem eru með tiltölulega klassíska sænska rétti þá er ALLTAF á fimmtudögum pönnukökur og baunasúpa, ekki svona bara annan hvern eða stundum, heldur ALLTAF sama á hverjum fimmtudegi. Og svona er þetta með marga rétti, í mörgum fjölskyldum tíðkast líka taco föstudagar og fleira í þeim dúr. Nú en að Raggmunkunum, sem er næstum eins og pönnukaka. Við Martin fengum okkur raggmunka í vor á Östra Station, sem er yndislega skemmtilegur veitingastaður, algjörlega með upprunanlegum innréttingum frá ca 1930 og er bara með sænska klassíska matrétti. Svo þarna á maður algjörlega að prófa sænska klassíska rétti, og mikið rétt raggmunkarnir þeirra eru sjúklega góðir, mæli eindreigið með því að prófa. Ég gerði heiðarlega tilraun til að herma eftir þeirra raggmunkum, veit ekki hvort að mér tókst nógu vel til, þarf klárlega að vera með fläsk næst, ekki bara beikon en það dugar. Uppskriftin er komin úr einni af fáum uppskriftabókum sem Martin á á þessu heimili, eða Rutiga kokboken. Með þeim á að vera s.s. steikt fläsk, eða þykkara beikon og svo lingon ber að sjálfsögðu.

Raggmunkar – uppskrift fyrir ca 4

 • 2 dl hveiti eða heilhveiti
 • 1 egg
 • 5 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • 8 meðalstórar kartöflur
 • Smör til að steikja uppúr
 1. Hveiti, egg, salt og ca helmingurinn af mjólkinni blandað saman þangað til gott kekkjalaust deig er komið
 2. Restinni af mjólkinni bætt útí
 3. Kartöflurnar skrælaðar og rifnar beint útí.  Mér skilst að maður geti líka bara skellt öllu í matvinnsluvél og hrært, get prófað það næst kannski.
 4. Steikt à pönnu eins og pönnukökur þar til gullinbrúnt.
 5. Borið fram með beikoni og lingonberjum sem voru frosin en létt hituð í örbylgjuofni með má sykri á.

Midsommar tertan

IMG_0565Omnomnom er það sem ég hugsa allavega þegar ég sé þessa! VIð systum sameinuðum krafta okkar að þessu sinni og fengum að gera midsommar tertu fyrir veisluna hjá mömmu hans Martins. Kakan var svona spuni af góðum hugmyndum raðað saman. Lykilatriðið var að það væru jarðaber sem kæmu við sögu, annað var frjáls aðferð. Kakan saman stendur af brúnum svampbotni sem er skorinn í þrjá botna. Í fyrsta laginu var svo þeyttur rjómi og stöppuð jarðaber. Í næsta lagi og ofan á og í kring notuðum við dumle rjóma. Kakan er svo skreytt með Cadbury kex fingrum og berjum að eigin vali.

Brúnn svampbotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 2/3 dl hveiti
 • 2/3 dl kartöflumjöl
 • 2/3 dl kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Egg og sykur þeytt saman
 3. Þurrefnunum blandað saman við, jafnvel sigtað ef það liggur vel á þér
 4. Deginu hellt í hringform ca 24 cm og bakað í ca 30 mín

Dumlerjómi

 • 1 poki dumle karamellur
 • 4 dl rjómi
 1. Rjóminn hitaður í potti að suðu.
 2. Heitum rjómanum hellt yfir dumle karamellurnar.
 3. Hrærið þangað til karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjómann.
 4. Hræran er svo kæld, helst yfir nótt.
 5. Karamellurjóminn er svo þeyttur og þá fær maður þennan fína dumle karamellurjóma.

Gleðilegt ár!

Þessa visku fann ég í bókinni Læknirinn í eldhúsinu, sem að er btw dásamleg bók fyrir þá mataráhugamenn sem eru ekki ennþá búnir að skoða hana.

“Eitt af því ljúfasta við lífið er það að við verðum reglulega að leggja til hliðar all okkar amstur og beina athyglinni að því einu að borða.” Luciano Pavarotti

Þetta munu verða orðin fyrir árið 2014 held ég bara. Gleðilegt ár allir saman!

IHerb sending

Margar af vörunum sem èg nota eru til à iherb.com og svo margt margt annað sem er líka til à þeirri síðu. Var að fà sendingu í hús, bæði eitthvað splúnkunýtt sem èg hef aldrei keypt og líka bara eitthvað sem ég nota mikið og þurfti að endurnýja birgðirnar. Þetta möndlusmör sem èg pantaði er alveg sjúklega gott og svo à èg eftir að prófa hafranna og chia goodness en er mjög spennt fyrir fyrir því. Ef einhver er að lesa og vill panta frà iherb í fyrsta skipti getið þið notað kóðan minn ZVS121 og þà fær maður 10$ afslàtt ef maður kaupir fyrir meira en 40$.
Fyrir mig í Svíþjóð veit ég að ef að pöntunin vegur ekki meira en 4 pounds þà kostar sendingin bara 4 dollara og enginn virðisaukaskattur ofanà það. Svo ef maður vill panta meira er vel hægt að panta fleiri litla pakka. Þessi pakki sem ég fèkk núna var um 8 pounds og 8 dollarar í sendingarkostnað og þà þarf ég að borga smotterí (50sek) í skatt, en sendingin tók bara 4 daga frà USA, en ef maður er með 4 pound pakka tekur það uþb 2 vikur. Svo þetta eru kostir og gallar en það fer dàldið eftir því hvað maður er að panta hverig sendigu maður vill fà.
Einhver sem hefur prófað að panta frà Íslandi? Veit ekkert hvort að það sama gildir, væri alveg til í að vita það.

20131022-165744.jpg

Graflax

graflaxÞessi klassa uppskrift er komin frá mömmu, og bara getur ekki klikkað!

 • 1/2 kg Lax
 • 1 tsk piparkorn (heil piparkorn möluð fersk)
 • 2 msk salt
 • 1 msk sykur
 • Dill, ég nota bæði ferskt og þurrkað
 1. Malið piparkornin í piparkvörn. Blandið saman pipar, salti og sykri. Nuddið flökin með nokkru af kryddblöndunni.
 2. Setjið dillið á álpappír. Leggið annað flakið þar ofan á með roðið niður. Stráið tæplega helmingnum af kryddblöndunni yfir.
 3. Setjið dill yfir bæði flökin. Leggjið flökin saman þannig að fiskurinn er að kela og roðin eru bæði út.
 4. Stráið afgangnum af kryddblöndunni yfir og að lokum dilli.
 5. Vefjið álpappírnum vel utan um fiskinn og geymið hann á köldum stað í 2 sólarhringa.  Best er að leggja eitthvað þungt ofan á hann, til dæmis þennan fína sixpack af kókómjólk.