Kanil pönnuletta fyllt með kotasælu og eplum

Mikið er ég sátt með þetta nafn! Hahaha, þetta er ekki pönnukaka og ekki heldur ommeletta heldur pönnuletta! Sá þessa uppskrift seinustu helgi þegar ég var í heimsókn hjá Láru Maríu og Elínu Birnu í Gautaborg í matreiðslubók sem ég fletti í. Nú veit ég ekkert hvort ég man uppskriftina rétt en slétt sama, mér finnst mín útgáfa mjög góð!

Kanil pönnuletta (1 stk)

 • 1 egg
 • ca 2 msk mjólk, möndlumjólk …eða bara einhver mjólk
 • smá salt
 • smá kanill

Fylling – kotasæla og epli

 1. Ég hrærði þetta bara saman í bolla og steikti á pönnu með smá smjöri og snéri við eins og pönnuköku.
 2. Ég gerði svo tvær svona handa mér í morgunmat. Ca 2 msk kotasæla í hverja pönnulettu og hálft epli saman á báðar, svo er þessu rúllað upp eins og þessum klassísku íslensku pönnukökum með sykri!

IMG_0494

Advertisements

Möndlukúlur

Mig langaði bara í eitthvað smotterí til að jappla á með kaffinu og þessar eru fínar að eiga í frysti og enga stund að gera þessar á meðan ég talaði við Guðríði í síman. Maður kemst víst ekki nær því að elda saman en í gegnum síma þegar maður býr í sitthvoru landinu 🙂

 • 1,5 dl möndlur
 • 1/2 dl kakósmjör bætt
 • 0,7 dl kakó + kakó til að rúlla uppúr
 • 8 ferskar döðlur
 • 1/2 dl haframjöl
 1. Möndlurnar muldar í lítilli matvinnsluvél
 2. Bræddu kakósmjörinu bætt útí ásamt kakóinu og döðlunum og malað áfram
 3. Haframjölinu bætt við í lokin og mixað smá
 4. Kúlur mótaðar og rúllað uppúr kakó, má líka vel rúlla uppúr kókosmjöli eða hnetukurli.
 5. Geymast best í frysti eða kæli

IMG_0496