Dumle karamellumús

 Þennan eftirrétt hef ég oft fengið hjá tengdamóður minni og hefur hann alltaf slegið í gegn. Svakalega einfaldur og hrikalega góður! Eina er að muna að gera þetta kvöldið áður en á að bjóða uppá 🙂

 • Einn poki Dumle karamellur
 • 3 dl rjómi
 1. Hitið rjómann að suðu
 2. Hellið rjómanum yfir karamellurnar og hrærið í þangað til karamellurnar eru alveg leystar upp í rjómanum
 3. Kælið blönduna yfir nótt í ísskáp
 4. Þeytið karamellurjómann og hellið í glös

Berið fram með einhverju skemmtilegu, til dæmis karamelluhnetum og jarðarberjum

Karamelluhnetur

 • 1 dl möndlur og pekanhnetur
 • 2 msk sykur
 • 1/2 msk smjör
 1. Hneturnar eru grófsaxaðar
 2. Allt hitað á pönnu við meðalhita þangað til hneturnar hafa brúnast
 3. Hnetunum hellt á bökunarpappír til að kólna
 4. Saxið í aðeins smærri bita þegar hneturnar hafa kólnað
Advertisements

Bökuð kartafla með skagen hræru

IMG_0704

Fleiri sænskir klassíkerar!
Hér erum við bara með bakaða kaftöflu með slettu af skagen hræru ofan á. Þetta er tilvalinn hádegismatur og mælum við með einum mellan öl með þessum rétt í sólinni.

 1. Kartaflan er þá bökuð þangað til hún er vel mjúk, þá er skafað uppúr henni allt “kjötið” og sett í skál
 2. Blandið saman við kartöfluna smjör, salt og ost eftir smekk
 3. Þá er þessu gúmmulaði komið fyrir aftur ofan í kartöfluhýðinu

Skagen hræra

 • rækjur
 • rauðlaukur, smátt skorinn
 • ferskt dill
 • mæjónes
 • sýrður rjómi

Öllu blandað saman í hlutföllum eftir smekk

– njótið

Midsommar tertan

IMG_0565Omnomnom er það sem ég hugsa allavega þegar ég sé þessa! VIð systum sameinuðum krafta okkar að þessu sinni og fengum að gera midsommar tertu fyrir veisluna hjá mömmu hans Martins. Kakan var svona spuni af góðum hugmyndum raðað saman. Lykilatriðið var að það væru jarðaber sem kæmu við sögu, annað var frjáls aðferð. Kakan saman stendur af brúnum svampbotni sem er skorinn í þrjá botna. Í fyrsta laginu var svo þeyttur rjómi og stöppuð jarðaber. Í næsta lagi og ofan á og í kring notuðum við dumle rjóma. Kakan er svo skreytt með Cadbury kex fingrum og berjum að eigin vali.

Brúnn svampbotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 2/3 dl hveiti
 • 2/3 dl kartöflumjöl
 • 2/3 dl kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Egg og sykur þeytt saman
 3. Þurrefnunum blandað saman við, jafnvel sigtað ef það liggur vel á þér
 4. Deginu hellt í hringform ca 24 cm og bakað í ca 30 mín

Dumlerjómi

 • 1 poki dumle karamellur
 • 4 dl rjómi
 1. Rjóminn hitaður í potti að suðu.
 2. Heitum rjómanum hellt yfir dumle karamellurnar.
 3. Hrærið þangað til karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjómann.
 4. Hræran er svo kæld, helst yfir nótt.
 5. Karamellurjóminn er svo þeyttur og þá fær maður þennan fína dumle karamellurjóma.

Amerískar pönnukökur

ponnukokurMér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski full brúnar og líflausar, mér finnst bara berin sem eru í búðinum núna svo steralega og bragðlaus svo að það kemur bara seinna 🙂

 • 175 g hveiti
 • 3 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk  sykur
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 40 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman. Ég nota svo könnu sem er hægt að hella úr til að hella bara beint á pönnuna.

Ég er svo með ofan á peru sem ég setti í pott með ca msk af smjöri og msk af púðursykri ásamt smá kanil, þetta læt ég malla bara á meðan ég steiki pönnsurnar. Setti svo möndluflögur ofan á. Næst prófa ég kannski að setja bara döðlur í staðin fyrir púðursykur. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.

 

Chai-kaka með karamellukremi

IMG_0100x

 

Ég er búin að hugsa um að baka þessa köku frá því að ég sá uppskriftina í byrjun desember á facebook síðu Fjarðarkaupa. Loksins fór ég í málið! Þið sem þekkið mig vita að ég er nánast með Chai-latte í blóðinu, þannig að Chai-kaka var eitthvað sem að ég bara varð að prófa! Í dag eru sem sagt 12 dagar fram að settum degi og var ég þá formlega sett á varamannabekkinn frá og með deginum í dag. Þetta var því seinasti vinnudagurinn minn…. og þá auðvitað kemur meður með köku í vinnuna!

Chai-kryddblanda

 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk kardimommur
 • 1/2 tsk negull
 • 1/2 tsk kóríander
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/8 tsk hvítur pipar

Blandið öllum kryddum saman í skál og leggið til hliðar.

Chai-botnar

 • 150 ml mjólk
 • chai-kryddblanda
 • 110 g mjúkt smjör
 • 230 g sykur
 • 2 egg
 • 240 g hveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/3 tsk salt
 1. Hitið mjólk að suðu, hrærið chai-kryddblöndu saman við og kælið mjólkina.
 2. Þeytið mjúkt smjör svolítið og setjið sykur saman við. Hrærið vel saman og bætið við einu eggi í einu.
 3. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Sigtið þurrefnin ofan í smjörblönduna og hrærið vel saman við ásamt chai-mjólkinni.
 4. Setjið í hringform ca 24 cm. Bakið við 180° í 40-45 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur upp hreinn. Látið chai-kökuna kólna í forminu og leysið hana svo úr.

Karamellukrem

 • 200 g rjómakaramellur
 • 150 ml rjómi
 • 100 g mjúkt smjör
 • 150 g flórsykur
 1. Bræðið rjómakaramellur og rjóma saman í potti og kælið.
 2. Þeytið smjör og flórsykur saman í skál.
 3. Bætið kaldri karamellunni við kremið og þeytið áfram þar til allt hefur blandast vel.
 4. Smyrjið kreminu ofan á kökuna og skreytið með stjörnuanís.

Eplapæ með vanillusósu

IMG_0088

Ég féIMG_0093kk svaðalega þörf fyrir að baka svona ekta sænska pæ sem er borin fram með vanillusósu um seinustu helgi. Ég gerði reyndar ekki vanillusósuna sjálf heldur sá IKEA um að kokka hana upp sem þeir gera líka með eindæmum vel.

 

Bökubotninn

 • 225 g smjör (við stofuhita)
 • 50 g púðursykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða (eggjahvítan notuð til að pensla bökuna í lokin)
 • 350 g hveiti
 1. Hrærið saman smjör, púðursykur og vanillusykur þangað til vel blandað.
 2. Bætið eggjunum við og hrærið áfram.
 3. Setjið loks hveitið útí í litlum skömmtum og geymið jafnvel smá af hveitinu til að sjá hvort að allt þurfi til þess að gera degið jafnt og þétt.
 4. Geymið degið í ísskáp í amk 30 mín áður en haldið er áfram. Þá er kjörið að undirbúa eplafyllinguna á meðan.

Eplafylling

 • 0,8 – 1 kg epli – skræld og skorin í báta eða bita, gjarnan græn eða gul epli eða súrari tegundir
 • 140 g púðursykur
 • 2 msk hveiti
 • 0,5 tsk kanill
 • 0,5 tsk kardimomma
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Fletjið 2/3 af deginu út í hring sem passar inní 20 – 24 cm hringform og komið fyrir í forminu.
 3. Blandið öllu í fyllingunni saman og setjið í formið, það getur verið að það verði svolítið kúpt en eplin þjappast saman þegar þau hitna.
 4. Takið þá það sem eftir er af deginu og fletjið út og skerið í ca 2 – 3 cm lengjur. Leggjið lengjurnar ofan á fyllinguna svo úr verði eins og köflótt mynstur ofan á bökunni.
 5. Penslið með eggjahvítunni frá því áðan, það má einnig gjarnan setja möndluflögur ofan á til skrauts, ég hugsa að ég geri það næst allavega.
 6. Bakið í ca 24 – 60 mín eða þangað til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Berið bökuna fram með ljúffengri vanillusósu frá IKEA eða vanilluís. Látið bökuna kólna í ca 15 mín áður en hún er borin fram.

Morgunbollur

IMG_0082Nýtt ár með matarlyst! Nú förum við að blogga meira Kristín, er það ekki?
Nú þegar ég virðist vera í einhverjum æfingabúðum til þess að vakna snemma, þá er tilvalið að henda í bollur svona um hálf níu leytið á laugardögum. Þessar hefur mamma gert í mörg ár og eru alltaf jafn góðar. Loksins tók ég mig til og hætti að hafa uppskriftina á pappír sem ég hef skrifað upp eftir mömmu gegnum símann líklegaog set uppskriftina inn hérna.

Morgunbollur

 • 12 dl hveiti
 • 3 dl hveitiklíð
 • 1 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 1 bréf þurrger (eða ca 3 tsk)
 • 6 dl volg undanrenna (ég blanda bara mjólk og vatni saman)
 • 2 msk olía
 • mjólk til að pensla og hörfræ ofan á
 1. Velgjið undanrennuna í potti og hellið í hrærivélaskálina. Bætið þurrgerinu útí og látið standa í 1-2 mín.
 2. Blandið þá öllum þurrefnunum og olíunni í en setjið ekki allt hveitið útí, það getur verið gott að geyma aðeins til þess að hnoða uppí eftir hefunina, það er betra að hafa degið aðeins blautara þegar það hefast.
 3. Hnoðið degiið þangað til það er passlega blautt til þess að taka úr skálini og setjið þá á hveitistráð borðið og látið hefast í 20 – 30 mín.
 4. Hitið ofninn í ca 180°C og blástur.
 5. Mótið bollur og setjið á plötu. Látið hefast í ca 10 – 15 mín í viðbót á plötunni.
 6. Penslið bollurnar með mjólk og skreytið með hörfræjum og bakið í ca 10 mín, fer eftir stærðinni á bollunum.