Kjarnorku kakan

Þar sem ég hef bókstaflega verið með annan fótin í kjarnorkuveri síðastliðin 3 ár (í 50% starfi), þá langaði mig að gera eitthvað skemmtilegt fyrir samstafsfólkið mitt þar. Þessi kaka er búin að vera lengi á teikniborðinu en varð loksins að veruleika í síðustu viku, enda aðeins meira vesen að taka með sér köku til Oskarshamn sem er í 4 tíma aksturfjarlægð heldur en í vinnuna mína í Stokkhólmi sem er í 10 mín göngufjarlægð.Nú þar sem þetta er líka dáldið stór kaka tekur tíma að baka og gera bæði kremin. Undirbúningurinn á þessari köku hófst fyrir nokkrum vikum síðan, bakaði botnana og sett í frysti, en það var bara af því að ég fór á skíði helgina áður en ég fór í vinnuferðina og ég næ ekki að baka og gera krem á einu kvöldi eftir vinnu. Kakan inniheldur 6 lög af köku og kremi og innaní henni kom ég fyrir sjálfum kjarnaofninum, úr marsipani, það sést aðeins í kollin á honum á næstu mynd. Uppskrifin er sú sama og afmæliskakan hans Martins, hún er bara of góð, get ekki hætt að baka hana.

20140331-201140.jpg

Nú til að kakan færi ekki alveg í klessu ef ég myndi lenda í að bremsa skyndilega eða einhver beygja yrði aðeins of skörp þá skellti ég minni bara í belti aftur í, meira að segja tvö! Þá var hún ennþá bara dáldið nakin, átti eftir að skreyta hana og vildi ekki að skeytingarnar færu í klessu, svo ég gerði það um kvöldið þegar ég var komin á staðin.

20140331-201325.jpg

Svona leit hún út þegar hún var tilbúin með skorstein úr rice krispies. Er þetta ekki bara alveg eins og alvöru kjarnorkuverið, til hægri á neðri myndinni?

20140331-201159.jpg

 

OKG2

Get ekki sagt annað en að þetta hafi vakið heilmikla lukka í vinnunni,orðrómurinn um kökuna bars á milli hæða eins og eldur í sinu, enda var ég líka búin að vesenast heilmikið í kringum þessa köku en það var alveg þess virði!

Advertisements

Sunnudagskakan

Ég fæ yfirleitt eitthvað bögg frá sambýlismanninum fyrir að vera með annað hvort eggjarauður eða eggjahvítur í ísskápnum sem ég enda yfirleitt á að geyma í viku og henda svo…þannig varð þessi kaka eiginlega til. Ég ætlaði sko ekki að láta eggjahvíturnar skemmast svo að ég bakaði þá púðursykursmarengs, fyrsta skref. Svo átti ég hann nú í þónokkra daga og gleymdist næstum því svo að Kristín sá hann ekki og settist aðeins ofan á hann – þá brotnaði hann…svo var ég með kaffiboð á sunnudaginn, svo að ég fór að pæla hvernig ég gæti reddað þessum botni sem var upphaflega nokkrar einmanna eggjahvítur. Svo þetta varð raunin:

CAM00033

 1. Fyrsti botn – kornflexköku uppskrift sett í kökumót og látin harðna
  1. 150 g suðusúkkulaði
  2. 75 g smjör
  3. 6 msk síróp
  4. dass af kornflexi (þið þekkið þetta, allt brætt saman í potti)
 2. Banana og nutella rjómi settur ofan á (1 banani + 3-5 msk nutella bætt útí þeyttan rjóma)
 3. Blessaði marengsinn minn brotinn í bita of raðað ofan á rjómann góða
 4. Karamellusósan hennar Rikku notuð til að skreyta

Þetta reyndist hin ágætasta laus til þess að koma í veg fyrir að nokkrar eggjahvítur færu í ruslið 🙂

Sveskju og sérrí ís

Eftir að ég fékk þessa dásamlegu ísskál við hrærivélina mína hafa “ringt” yfir mig óskir um að búa til ákveðnar tegundir af ís. Þrjár undir þrítugt stóðu sig að því að vera æsispenntar yfir þessum sveskju og sérrí ís og búnar að plana með löngum fyrirvara að smakka á þessu ljúfmeti. Kristín komin frá Svþiþjóð og önnur sótt í miðbæ Reykjavíkur til þess eins að bragða á dýrðinni. Sko þetta var mjög gott og trikkið er eiginlega að setja bara aðeins meira sérrí útá ísinn, þá var þetta fullkomið! Uppskriftin er komin frá meistara Nönnu Rögnvaldar sem að kann augljóslega til verka í þessum bransa. sveskju ís

Sveskju og sérrí ís

 • 150 g steinlausar, mjúkar sveskjur
 • 3-6 msk sérrí
 • 250 ml rjómi
 • 250 ml mjólk
 • 4 eggjarauður
 • 60 g sykur
 1. Sveskjur og sérrí soðið saman í potti þar til sérríið er nánast gufað upp. Ég reyndar setti soldið mikið meira sérrí því mér fannst aldrei vera nógu mikið sérrí bragð, þannig að þetta er kannski soldið einstaklingsbundið með magnið. Takið af hitanum og látið kólna. 
 2. Rjómi og mjólk hitað í potti næstum því að suðu, látið kólna aðeins. 
 3. Eggjarauður og sykur þeytt mjög vel saman.
 4. Rjóma-mjólkur blöndunni er svo bætt varlega í mjórri bunu út í eggja-sykur blönduna. 
 5. Rjóma-mjólkur-eggja-sykur blandan er svo færð aftur í pott og hituð þar til hún þykknar örlítið, athugið að má ekki sjóða, hrærið stanslaust í.
 6. Ég kældi svo bara blönduna og sveskjusérrí blönduna í ísskáp þar til daginn eftir, þá blandaði ég því saman og setti í ísvélina.
 7. Borið fram með aðeins meira sérrí ofan á ísinn, það getur bara ekki klikkað!