Salat með döðlum, möndlum og rauðlauk

salat blogg

Þetta dásamlega salat er úr bókinni Jerusalem eftir Yotam Ottolenghi og Sami Tamimi, sem ég mæli hiklaust með. Við systur fórum líka að borða á veitingastaðnum hans Ottolenghi í London sem var alveg málið! Eru nokkrir staðir í London en við fórum í Belgravia sem er rétt hjá Hyde Park. Er pínulítill staður sem er bara með nokkur sæti og svo aðallega take away box. Þar er endalaust af framandi salötum og girnilegum ferskum réttum. Við forum í take away boxið og sátum svo í sólinni í Hyde Park að njóta. 

Jerusalem1

 

 • 1 msk hvítvínsedik
 • 1/2 rauðlaukur – skorinn þunnt
 • 100 g steinlausar döðlur, skornar þvert í fernt
 • 30 g ósaltað smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 lítil pítubrauð um 100 g rifið í litla bita (ég notaði bara það brauð sem ég átti)
 • 75 g möndlur, gróft saxaðar
 • 1/2 tsk chili flögur
 • 150 g spínat eða salat
 • 2 msk sítrónusafi
 • salt
 1. Skerið rauðlaukinn og döðlurnar og setjið í skál, hellið hvítvínsedikinu yfir og blandið vel. Látið þetta standa í ca 20 mín. Hellið þá af leifunum af edikinu.
 2.  Á meðan er smjörið brætt á pönnu ásamt 1 msk af ólífuolíu. Brúnið brauðið og möndlurnar þangað til brauðið og möndlurnar fá á sig fallegan lit. Takið af hitanum og kryddið með chili og salti. 
 3. Þegar á að bera fram salatið þá er öllu blandað saman og bætt við ólífuolíu, sítrónusafa og salti eftir smekk. 

Ég var með þetta salat með lambahryggnum seinasta sunnudag og það er ábyggilega líka gott með grilluðum kjúkling eða bara hverju sem er. Njótið!

 

Advertisements

Lemoncurd

Lemoncurd

 • 2 sítrónur
 • 2 eggjarauður
 • 1 egg
 • 2 dl sykur
 • 100 gr smjör
 1. Sítrónubörkurinn rifinn fínt og safinn kreistur
 2. Vatn hitað í potti
 3. Smjörið skorið í litla bita
 4. Egg og sykur þeytt saman í nokkrar mínútur í skál og svo sett yfir vatnsbað. Sítrónuberkinum og safanum bætt útí eggjahræruna. Þetta er svo hrært þangað til blandan byrjar að gulna og þykkna, þetta getur alveg tekið ca 20 mín.
 5. Smjörbitarnir bættir útí blönduna einn í einu og hrært þangað til þeir bráðna, svo er næsta bætt útí.
 6. Sett í hreina krukku og geymt í ísskáp.

20140222-211159.jpg

Litríkt og matarmikið salat

Image

20131014-174415.jpg

Litríka salatið

 • 1 zuccini
 • 2 gulrætur
 • 1 dl svart kinóa, eldað eftir leiðbeiningum
 • 200 gr strengjabaunir
 • 1 ferna nýrnabaunir
 • 1 sýrður rauðlaukur, sjà uppskrift að neðan
 • 150 gr fetaostur
 1. Zucciniið rifið og látið í sigti svo að mesti vökvinn renni af því
 2. Strengjabaunirnar snöggsteiktar á pönnu (ca 2 mín) uppúr smjöri/olíu og smá salti eða hvítlaukssalti. Settar í skál til að kólna aðeins
 3. Ég flysjaði gulræturnar og svo hélt ég bara áfram til að fá þunnar gulrótar flögur og blandaði saman við strengjabaunirnar
 4. Öllu blandað saman í skál

Sýrður rauðlaukur

 • 1 rauðlaukur í þunnum sneiðum
 • ca 1 dl epla edik
 • 1 msk sukrin (sætuefni)
 • 1/2 tsk salt
 • 1 lárviðarlauf
 • 3 svört piparkorn
 • vatn til að það fljóti yfir laukinn í pottinum
 1. Allt sett í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur þangað til laukurinn er orðin mýkri og orðin bleikur. Hér er upplagt að gera tvöfalda eða þrefalda uppskrift til að eiga í ísskápnum.

Ostahvítlauksbrauð

WP_20131006_006Þetta nota ég sem meðlæti með alls kyns mat. Einfalt of fjótlegt og klikkar aldrei!

 • 2 dl rifinn ostur
 • 3 tsk kókoshveiti
 • 1 egg
 • 1 tsk hvítlaukssalt

Öllu blandað saman í skál og dreift á bökunarplötu. Bakið þangað til gullinbrúnt og fallegt. Ofan á í þetta skiptið setti ég ferskan hvítlauk og kóríander og varð þetta þá svona nann brauð í dulargervi.

Steiktar gulrætur og baunir

WP_20131006_003Þetta fékk ég fyrst hjá tengdó, hrikalega gott meðlæti eða bara eitt og sér ef maður er svoleiðis 🙂

 • Furuhnetur, ristaðar
 • Sítrónubörkur, rifinn
 • Parmesan ostur, rifinn
 • Hvítlaukur, rifinn
 • Steinselja, söxuð smátt

Gulrætur og baunir eru snöggsoðnar í 3-5 mín, eftir stærð. Sett á heita pönnu og steikt uppúr smjöri eða olíu. Gúmmulaðiblöndunni að ofan er svo blandað við áður en að er borið fram.

 

Súrsað chili

Þetta er svo miklu betra en það sem maður kaupir tilbúið í krukku, súrsað jalapeno eða svipað í mexikönsku hillunum. Ég set þetta nánast út á allan mat, eða svona þannig. Mjög gott í pottrétti og að sjálfsögðu með mexikönskum mat

Súrsað chili

 • 200 gr chili í öllum litum
 • 2 dl vatn
 • 2 dl epla edik
 • 2 msk sukrin (einhverskonar sætuefni samsvarandi 2 msk sykur)
 • 1/2 tsk salt
 • (1/4 tsk rotvarnarefni) ekki nauðsynlegt en ef maður vill búa til mikið og eiga í dágóðan tíma

Þetta geymist í ca 2-3 vikur í ísskáp án þess að nota rotvarnarefni. Ég geri frekar bara lítið í einu og sleppi rotvarnarefnum. En það má alveg bæta þeim við ef búið er til stærri skammta sem að eiga að endast lengur. Uppskriftina sá ég hér

20131009-201951.jpg

20131009-202000.jpg

20131009-202015.jpg

Rjómalagað parmesean hvítkàl

Það var þriðjudagur og klukkan orðin alltof margt, ég var aðeins lengur í vinnunni en ég ætlaði og ég þurfti að græja kvöldmat og borða hann áður en ég fór á bandýæfingu og ég hafði ekki mikin tíma. Og ég ákvað að gera eitthvað nýtt, prófa að steikja hvítkál með rjóma og parmesean. Það var sko ekki á dagskrá skv vikumatseðlinum, ég ætlaði að gera eitthvað allt annað en ákvað að slá til. Sá heldur betur ekki eftir því, mig hefði ALDREI grunað að hvítkál væri svona gott. Hef lesið mörg low carb blogg þar sem hvítkál er lofað í gríð og erg en aldrei trúað því að það væri gott. Það er þetta beiska bragð af hráu hvítkáli sem ég hef í huganum og það er bara alls ekki það bragð af því þegar hvítkálið er búið að steikjast lengi og malla með rjóma og parmesean ostinum. Þetta var sjúklega gott og verður svo pottþétt aftur í matin hjá mér, held bara meira segja á morgun. Uppskriftin er dáldið mikið slumpuð en það eru hráefnin sem skipta máli hér og að smakka sig áfram.

Rjómalagað parmesean hvítkál

 • Hálfur stór hvítkálshaus skorin í litla bita
 • 2 dl rjómi
 • 100 gr rifin parmesean ostur
 • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • smjör til að steikja hvítkálið í
 • Salt og pipar
 1. Hvítkálið og hvítlaukur skorið niður og steikt á pönnu með smjöri þangað til vel mjúkt (kannski 5-10 mín)
 2. Rjómanum og parmesena bætt við og látið malla í 10-15 mín þangað til hvítkálið er orðið mjög mjúkt, næstum eins og soðið pasta í áferð.

Ég bar hvítkálið fram með ofnbökuðum lax og smjörsteiktum aspas og það var virkilega góð blanda.

20131006-211458.jpg

20131006-211509.jpg