Skyreftirréttur með lemoncurd og kókosmöndlubotni

20140222-203011.jpg

Skyreftirréttur er kannski ekkert nýtt á nálinni, en trúið mér, skyreftirréttur með lemoncurd er eitthvað nýtt og fáránlega gott. Mér fannst rosalega exotískt að nota smá kókos í botnin, passar svo skemmtilega með cítrónubragðinu.

Skyreftirréttur með lemoncurd og kókosmöndlubotni (í ca tvo 12 cm hringbotna)

 • 1 dl möndlur
 • 1/2 dl kókosmjöl
 • 1/2 dl haframjöl
 • ca 40 gr bráðið smjör
 • 1 msk púður sykur /sukring gold
 • 2 dl skyr
 • 1,5 dl rjómi – þeyttur
 • örlítið vaniluduft
 • 1 msk flórsykur/ sukrin melis
 • Lemoncurd, sjá uppskrift hér
 1. Allt efnið í botnin er sett í matvinnsluvél og malað. Sett í botnin á formunum
 2. Rjómin þeyttur og svo er skyrinu bætt útí ásamt vaniludufti og flórsykri, og svo er þessu smurt ofaná botnin og sett í kæli.
 3. Lemoncurdið smurt ofaná þegar skyrið er orðið kalt.

Svo má skreyta aðeins með rifnum sítrónuberki ofaná. Ég setti helmingin af “deiginu” í lítil sílíconmuffinsform og setti þau í frysti til að búa til svona eins mans lítil eftirrétt, sjúklega gott.

Advertisements

Lemoncurd

Lemoncurd

 • 2 sítrónur
 • 2 eggjarauður
 • 1 egg
 • 2 dl sykur
 • 100 gr smjör
 1. Sítrónubörkurinn rifinn fínt og safinn kreistur
 2. Vatn hitað í potti
 3. Smjörið skorið í litla bita
 4. Egg og sykur þeytt saman í nokkrar mínútur í skál og svo sett yfir vatnsbað. Sítrónuberkinum og safanum bætt útí eggjahræruna. Þetta er svo hrært þangað til blandan byrjar að gulna og þykkna, þetta getur alveg tekið ca 20 mín.
 5. Smjörbitarnir bættir útí blönduna einn í einu og hrært þangað til þeir bráðna, svo er næsta bætt útí.
 6. Sett í hreina krukku og geymt í ísskáp.

20140222-211159.jpg

Eggaldin með hnetuyndi, fetaostmauki og granatepli

Jæja, komin tími til að ég fari að setja inn einhverjar uppskriftir hérna, ekki bara Guðríður. En ok ég er búin að hafa góða afsökun, ég var í burtu nánast allan janúar í Nýja Sjálandi og Ástralíu og þá var ekki mikið verið að elda mat inni á hótelherbergjunum. En nú er ég löngu komin aftur og allt nokkurnvegin komin í rútinu og ég er allaveganna byrjuð að elda á nánast hverjum degi. Þessi réttur hérna er algjörlega innblástur frá Láru Maríu vinkonu sem oft tipsar mig um góða grænmetisrétti. Þessi er held ég bara minn uppáhalds grænmetisréttur sem ég hef smakkað og alls ekkert vesen að búa hann til. Grunnin af réttinum er hægt að finna í nokkrum matreiðslubókum, meðal annars held ég grænmetisbók Hagkaups (ég fékk bara senda mynd í tölvupósti 🙂 )

Eggaldin með hnetuyndi (fyrir ca 4)

 • 2 stór eggaldin
 •  ca 2 msk olífuolía
 • ca 2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk timian
 • 1/2 tsk salt

Hnetuyndið

 • 1 ferna kjúklingabaunir soðnar
 • 2 dl ristaðar hnetur (ég nota heslihnetur og möndlur) má líka nota kasjú en það er eitur í mínum maga svo það er ekki notað hér
 • 1 dl ajvar relish (eggaldin og paprikumauk) eða grilluð paprika úr krukku
 • 4 stk sólþurrkaðir tómatar eða meira eftir smekk
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 2 msk nýpressarðu limesafi
 • 1 msk ferskur smáttsaxaður chilipipar eða 1/2 tsk þurrkaður chilikrydd
 • 1 tsk salt
 • 1-2 tsk timian
 • 2 msk sesamfræ
 • rifinn börkur af lime
 • (timian, sesamfræin og limebörkurinn koma í staðin fyrir 2 1/2 msk af zahtar kryddblöndu sem ég hef ekki fundið ennþá útí búð)

Fetaostmauk

 • 2 dl hrein jógúrt (ég hef notað tyrkneska jógúrt líka)
 • 1 dl fetaostur
 • timian, sesamfræ og limebörkur eða 2 msk zahtar kryddblanda
 • salt og pipar

Skreytt með granatepli

 1. Eggaldin skorin í helminga langsum og skerið í sárið rákir á ská. Blandið olíunni, sítrónusafa, timian og salti og pipar saman og penslið. Setjið í ofnskúffu og bakið við 200 gráður í ca 35 mín.
 2. Hnetuyndið: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið
 3. Fetaostmaukið: Stappið fetaostin með gafli og hrærið öllu saman
 4. Setjið saman hvern “bát” eggaldin, hnetuyndi, fetaostmauk og svo skreytt með granatepli og jafnvel timiani.

Tips: Ef maður klárar ekki hnetuyndið er það alveg tilvalið að nota það sem álegg á brauð eða meðlæti með öðrum mat.

20131202-214833.jpg

Kókos kóríander kjúklingur

Nammi namm segi ég bara, einfaldur en svo hrikalega góður! Er í Best of Gestgjafinn 2013, og á það vel skilið. WP_20140205_003

 • 1 heill kjúklingur
 • 3 msk kókosmjöl
 • 3 msk saxaðar möndlur
 • 1 msk fiskisósa
 • 1/2 dl olífuolía
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1 dl ferskt kóríander
 • 2 msk fljótandi hunang
 • 1 tsk turmerik
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar

Klúklingurinn er klipptur upp á bakinu meðfram hryggjarsúlunni þannig að hægt sé að fletja kjúklinginn út.

Blandið öllum innihaldsefnunum saman og smyrjið á kjúklinginn. Leyfið þessu að standa á honum í 30-60 mín. Eldið svo í ofni við 180°C í 40-50 mín eða eftir stærð fuglsins. Ég er nú vön að nota bara kjöthitamæli og elda fuglinn þar til hann nær kjarnhitastigi 70-75°C

Nýjasta hjá mér er að sjóða svo svona villigrjón, þá steiki ég lauk og bæti svo grjónunum útí. 1 dl fyrir okkur tvö er feykinóg, svo krydda ég grjónin og laukinn með turmerik, hvítlaussalti, chili, kanil og salt&pipar og sýð svo með 2 dl af vatni þangað til grjónin eru tilbúin. Þetta er mega gott með svona austurlenskum kjúklingréttum!

Bless elsku LCM kakan

WP_20140129_008Þessi fór með mér í vinnuna seinasta daginn minn hjá Actavis. Uppskriftina er að finna hér en þetta er í annar skiptið sem ég legg í þessa dásemd. Það er alltaf þessi virði, bara ef þið eruð að pæla í því… já soldið vesen vissulega…. en alltaf þess virði 🙂

Það virðist reyndar vera erfitt að ná í dulce de leche á landinu, hér eru allavega leiðbeiningar til að búa það til en ég keypti í Hagkaup eitthvað sem hét Coffee Caramel Sauce frá Stonewell, getið séð á linknum hvernig það lítur út. Seinast notaði ég Dark Chocolate Sea Salt Caramel Sauce, en sá það ekki núna í hillunum. Bæði var reyndar mjög gott, þannig að þið bara sjáið hvað er í boði.