Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

Komin aftur úr sumarfríi á Íslandi og þar var nú ekki mikið verið að blogga, en við systur eru alltaf að gourmet-a okkur í gang þegar við erum saman, svo það var mikið eldað. En þó svo að sumarfríið mitt sé búið þýðir ekki endilega að sumarið sé búið. Þegar ég var að skoða veðurspánna fyrir vikuna stefndi allt í súper sumarveður með 25 stiga hita og sól svo ég skipulagði sumarmatseðil fyrir vikuna. Þar á meðal í kvöld þar sem ég gerði rosalega sumarlegt salat og vígði afmælisgjöfina mína frá Daða, sem gerir úberkúl strimla. Takk Daði! En sumarveðrið var samt eitthvað að bregðast þar sem að það er búið að vera súld og rigning í allan dag, en samt vel yfir 20 stiga hiti og mikill raki svo það er ekkert Íslandsveður 🙂 Sumarsalatið sem ég gerði var svona mix af japanska salatinu hennar Guðríðar og 5 krydda kjúklingnum og núðlusalatinu mínu

Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

 • Kjúklingur
 • sweet chili sósa (ég gerði heimatilbúna, set uppskrift inn seinna)
 • sesamfræ

Kjúklingurinn steiktur á pönnu í strimlum og vökvanum hellt af áður en sweet chili sósan er sett á. Sesamfræjum stráð yfir þegar kjúklingurinn er tilbúin.

 • spínat
 • melóna
 • 1 epli
 • gúrka í strimlum
 • ferskt kóríander
 • fersk mynta
 • 3 radísur
 • möndluflögur

Svo gerði ég sósuna með 5 krydda kjúklingnum

Sósa

 • Dash af fersku kóríander, s.s. restin sem er ekki notuð í salatið.
 • 2 salatslaukar
 • 1 heilt chili
 • 2 cm af fersku engifer
 • 3 hvítlauksrif
 • safinn af 2 lime

Allt sett í litlu matvinnsluvélina mína og mixað í sósuform.

Hér fyrir neðan er svo sumarsalatið og sumarveðrið heima hjà mér.

20130730-205402.jpg

20130730-205415.jpg

Advertisements

Sumarpizza – rauð og græn

Ég fékk ábendingu frá Láru vinkonu að prófa þessa rauðu pizzu frá Sollu í grænum kosti, ég finn ekki uppskriftina á netinu, en hún var send út með póstlistanum hjá henni. Ég var mjög ánægð með hana, það sama var ekki hægt að segja um Martin, en það er ekkert að marka hann, þar sem honum finnst ávextir og kvöldmatur ekki passa saman. Þessi rauða er mjög fersk og allt öðruvísi og svalandi á heitum sumarkvöldum. Græna var líka mjög góð, en hún var ekki eins nýstárleg eins og rauða. Ég gerði pizzubotnanna samkvæmt minni uppskrift, sjá hér.

Rauð pizza

Sósa:

 • 2 tómatar
 • 1/2 rauð paprika
 • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 1/2 dl gojiber lögð í bleyti í klst
 • 2 döðlur
 • 2 msk rauðlaukur
 • 1 msk ólífuolía
 • smá cayanne pipar og salt
 1. Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað þar til maður fær fína sósu

Botninn bakaður og sósan sett á, þessi uppskrift dugar á tvær kringlóttar pizzur á venjulegri ofnplötu, en ég gerði bara eina og geymdi restina af sósunni. Hún á að endast í viku í ísskáp í loftþéttu íláti.

Pizzuálegg á 1 pizzu

 • 1 gulrót, “skræluð”, fyrst er hún skræluð og svo er bara haldið áfram til að fá fína langar ræmur
 • 2 tómatar
 • 100 gr jarðaber
 • rjómaostur
 • fersk mynta

Áleggið lagt á pizzuna og svo borðuð með bestu lyst.

20130706-234849.jpg

Græn pizza

Pestó

 • 1 búnt basilika
 • 100 gr parmesean ostur
 • olífuolíka
 • 1 lúka valhnetur
 • 3 hvítlauksrif
 1. Allt sett í matvinnsluvél og blandað í gott mauk.

Pizzubotninn bakaður og pestóið sett á botninn, svo venjulegur ostur og tómatar og bakað í ofninum þar til osturinn er gullinbrúnn. Ofaná pizzuna er svo sett salat, hráskinku og parmesean ost og etv furuhnetur.

20130706-234913.jpg

Súkkulaði bollakaka með smjörkremi

bollakakaÉg valdi fallegustu kökuna til að vera fyrirsæta, en hinar voru líka alveg fínar. Þessi er úr sömu grunnuppskrift og er hérna að neðan, nema nú bætti ég við 0,5 dL af góðu kakói í degið. Kremið bjó ég svolítið eftir því hvað mér datt í hug og fannst gott á bragðið 🙂 Uppskriftin passaði akkúrat í 18 bollakökuform.

Grunnuppskrift – sjá leiðbeiningar með því að klikka á hlekkinn.

 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 0,5 dl kókoshveiti – má líka nota bara 3 dl af möndlumjöli
 • 1 msk husk
 • 0,5 dl erythritol
 • 125 gr brætt smjör
 • 100 gr rjómaost
 • 1 dl rjómi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 egg

+ 0,5 dL kakó

Súkkulaði smjörkrem

 • 120 g smjörvi
 • 150 g Sukrin melis (Fæst nú í Krónunni!)
 • 40 g kakó
 • 1 msk sykurlaust Torani súkkulaði síróp
 • örlítið vanilluduft