Midsommar tertan

IMG_0565Omnomnom er það sem ég hugsa allavega þegar ég sé þessa! VIð systum sameinuðum krafta okkar að þessu sinni og fengum að gera midsommar tertu fyrir veisluna hjá mömmu hans Martins. Kakan var svona spuni af góðum hugmyndum raðað saman. Lykilatriðið var að það væru jarðaber sem kæmu við sögu, annað var frjáls aðferð. Kakan saman stendur af brúnum svampbotni sem er skorinn í þrjá botna. Í fyrsta laginu var svo þeyttur rjómi og stöppuð jarðaber. Í næsta lagi og ofan á og í kring notuðum við dumle rjóma. Kakan er svo skreytt með Cadbury kex fingrum og berjum að eigin vali.

Brúnn svampbotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 2/3 dl hveiti
 • 2/3 dl kartöflumjöl
 • 2/3 dl kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Egg og sykur þeytt saman
 3. Þurrefnunum blandað saman við, jafnvel sigtað ef það liggur vel á þér
 4. Deginu hellt í hringform ca 24 cm og bakað í ca 30 mín

Dumlerjómi

 • 1 poki dumle karamellur
 • 4 dl rjómi
 1. Rjóminn hitaður í potti að suðu.
 2. Heitum rjómanum hellt yfir dumle karamellurnar.
 3. Hrærið þangað til karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjómann.
 4. Hræran er svo kæld, helst yfir nótt.
 5. Karamellurjóminn er svo þeyttur og þá fær maður þennan fína dumle karamellurjóma.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s