Halloumilasagna með nýrnabaunum og ólífum

Held það sé löngu komin tími á að ég skelli inn eins og einni uppskrift hérna. Ég er alveg alltaf að elda mat og prófa mig áfram, en er bara orðin dáldið löt að taka myndir og skrifa um það, sorry. Þá eru það bara svona gullmolar eins og þessi uppskrift sem að komast inná síðuna, ekki hvað sem er. Ég bauð uppá þetta dýrindis lasagna á Valborg og var líka svona rosalega ánægð með það. Myndin er nú ekkert hrikalega lokkandi, en mér finnst hins vegar titillinn svo lokkandi að það myndi alveg duga. Uppskriftin er komin frá uppáhalds heimasíðunni minnir þessa daganna sem heitir mat.se, þar kaupi ég allan minn mat og fæ sendan heim til mín þegar ég vil. Og svo eru þau neflilega líka með uppskriftir, eins og t.d. þessa. Þessi uppskrift dugði fyrir helling af fólki, myndi segja fyrir ca 8 manns í aðalrétt með léttu salati.

 • 4 laukar
 • 6-7 hvítlauksrif
 • 2-3 fernur hakkaðir tómatar
 • 3 fernur eða ca 8 dl soðnar nýrnabaunir
 • 1 krukka ólífur
 • 600 gr halloumiostur
 • Lasagnaplötur
 • Rifin cheddar ostur eða pizzuostur ofanà
 • Ferskt oregano
 • salt og pipar
 • Cayannepipar
 • Spiskummin
 • Paprika
 • Timian
 • Karrý
 1. Laukur og hvítlaukur steiktur í smjöri eða olíu, hakkaðir tómatar blandaðir saman við og kryddað frálslega með þeim kryddum sem ég nefni. Làtið malla eins lengi og maður nennir, því lengra því betra.
 2. Bæta nýrnabaununum saman við àsamt ólífum sem búið er að skera í minni sneiðar.
 3. Skera halloumiostinn í þunnar sneiðar
 4. Setjið saman lasagnað, fyrst ca 1/4 af tómatsósunni svo lasagna plötur, svo sósu – lag af halloumi sneiðum (helminginn af ostinum) – lasagnaplötur, sósu restina af halloumi ostinum og svo enda à sósu og ost ofanà.
 5. Baka í ofninum í ca 30-40 mín

20140502-194724.jpg

Advertisements