Ríkir riddarar

Ég held að það sé bara best að byrja þessa á færslu á einni staðhæfingu: Allt með kanil er gott, og þar af leiðandi allt með kanilsykri líka.

Það var einn vinnufélagi minn sem sagði mér frá þessari snilld sem ríkir riddarar eru. Nú þar sem mér finnst ekkert leiðinlegt að baka og heldur ekkert leiðinlegt að smakka gott sætabrauð hjá bakaríum, þá getur verið að græðgin taki völdin og ég baka of mikið eða kaupi of mikið. Þá lendi ég stundum í því að dagin eftir að kaupin/baksturinn er gerður eru þessi sætabrauð ekki nærri því eins góð og fyrri daginn. Hver kannast ekki við þurra bollu, hálfétna eins og þessa?

IMG_0482

Hvað gerir maður þá? Og tilhvers að vera troða í sig þurri bollu þegar maður getur gert þessa snilld. Þá koma ríkir riddarar til sögunnar. Það kannast kannski ekki allir við þetta, heldur er bara allt borðað, já já ok, en ég mæli þá með því að kaupa auka bollu eða kanillengju til að skella í ríka riddara dagin eftir eða sama dag 🙂 Og þetta er svo auðvelt og svakalega gott!

Ríkir riddarar

 • Kanelsnúður/kanillengja eða álíka, hér er ég með kardimommubollu
 • Egg
 • Mjólk
 • Kanill
 • Sykur
 • Smjör
 1. Skerið bolluna/lengjuna í sneiðar
 2. Pískið eggið saman við ca 2 msk mjólk/per egg ef maður er að gera meira
 3. Bræðið nóg af smjöri á pönnu
 4. Veltið sætabrauðsneiðunum uppúr eggjahrærunni og steikið uppúr smjörinu
 5. Undirbúið kanilsykurinn, gæti ekki verið einfaldara: ca 1 tsk kanil á móti 2 msk sykri á disk og blandið saman og breiðið úr.
 6. Þegar sætabrauðssneiðarnar eru gullinbrúnar úr smjörinu og egginu mega þær aðeins kólna, bara smá áður en þeim er velt uppúr kanilsykrinum.

Berið fram með þeyttum rjóma eða ís, ég var líka með kanilsteiktar eplasneiðar með. Vel hægt að skella þeim á pönnuna samtímis með sætabrauðinu.

IMG_0484

Advertisements

Amerískar pönnukökur

ponnukokurMér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski full brúnar og líflausar, mér finnst bara berin sem eru í búðinum núna svo steralega og bragðlaus svo að það kemur bara seinna 🙂

 • 175 g hveiti
 • 3 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk  sykur
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 40 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman. Ég nota svo könnu sem er hægt að hella úr til að hella bara beint á pönnuna.

Ég er svo með ofan á peru sem ég setti í pott með ca msk af smjöri og msk af púðursykri ásamt smá kanil, þetta læt ég malla bara á meðan ég steiki pönnsurnar. Setti svo möndluflögur ofan á. Næst prófa ég kannski að setja bara döðlur í staðin fyrir púðursykur. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.