IHerb sending

Margar af vörunum sem èg nota eru til à iherb.com og svo margt margt annað sem er líka til à þeirri síðu. Var að fà sendingu í hús, bæði eitthvað splúnkunýtt sem èg hef aldrei keypt og líka bara eitthvað sem ég nota mikið og þurfti að endurnýja birgðirnar. Þetta möndlusmör sem èg pantaði er alveg sjúklega gott og svo à èg eftir að prófa hafranna og chia goodness en er mjög spennt fyrir fyrir því. Ef einhver er að lesa og vill panta frà iherb í fyrsta skipti getið þið notað kóðan minn ZVS121 og þà fær maður 10$ afslàtt ef maður kaupir fyrir meira en 40$.
Fyrir mig í Svíþjóð veit ég að ef að pöntunin vegur ekki meira en 4 pounds þà kostar sendingin bara 4 dollara og enginn virðisaukaskattur ofanà það. Svo ef maður vill panta meira er vel hægt að panta fleiri litla pakka. Þessi pakki sem ég fèkk núna var um 8 pounds og 8 dollarar í sendingarkostnað og þà þarf ég að borga smotterí (50sek) í skatt, en sendingin tók bara 4 daga frà USA, en ef maður er með 4 pound pakka tekur það uþb 2 vikur. Svo þetta eru kostir og gallar en það fer dàldið eftir því hvað maður er að panta hverig sendigu maður vill fà.
Einhver sem hefur prófað að panta frà Íslandi? Veit ekkert hvort að það sama gildir, væri alveg til í að vita það.

20131022-165744.jpg

Advertisements

Kryddað epla sorbet

Þessi uppskrift er komin frá einu af mínum uppáhalds matarbloggurum. Allt sem hún gerir er geðveikt girnilegt og hollt fyrir mann. Það má því alveg elda allt frá hennar bloggi með góðri samvisku. Hér er linkur á þetta góða og skemmtilega matarblogg. Svo er líka allt flæðandi í girnilegum eplum núna hérna í Svíþjóð og þessi sænsku epli eru svo hrikalega góð að mig langar eiginlega alltaf í eitthvað með eplum. Þessi uppskrift er ágætlega stór, en það má alveg búa til nóg fyrst maður er að þessu á annað borð.

20131020-114614.jpg

20131020-114839.jpg

20131020-115057.jpg

Kryddað epla sorbet

 • 650 gr epli
 • kókosolía eða smjör til að steikja
 • 1 msk kanill
 • 1/2 tsk kardimomma
 • 1 tsk engifer
 • 1/2 tsk stjörnuanís
 • 1/2 tsk múskat
 • 1/2 tsk vanilluduft eða kornin úr heilli vanillustöng
 • 2-3 msk döðlusíróp eða önnur sæta, t.d. agave síróp eða hlynsíróp
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 2 dósir kókosrjómi eða kókosmjólk, því feitari því betri
 1. Skerið eplin niður í litla bita og steikið á pönnu ásamt öllum kryddunum. Bætið svo sírópinu útá og látið malla þar til eplin eru orðin mjúk, kælið örlítið
 2. Maukið eplin í matvinnsluvél eða blender og bætið kókosrjómanum útí. ATH að þetta verður dáldið mikið og því er gott að vera með þetta í matvinnsluvél sem getur tekið meira en blender oft. Smakkið og ef þetta er ekki nógu sætt má bæta smá sírópi útí.
 3. Setjið svo í frysti, eða ísvél ef maður á svoleiðis lúxus 🙂 Ég gerði þennan ís daginn áður en ég ætlaði að borða hann og tók hann svo út ca 2-3 klst áður en ég ætlaði að borða hann. Ísinn er neflilega rosalega harður og hann má standa úti á borði þangað til að hægt er að hræra uppí honum og brjóta niður ískristallana. Þá er hann tilbúinn til að borða, eða skella honum inní frystinn aftur og borða svo ca klukkutíma seinna. Smá vesen, en alveg þess virði!

Bygg múslí

Langaði að prófa að hafa eitthvað annað í múslíinu en hafragrjón sem svona meginuppistæðu og hef séð að René Voltaire vörulínan er með eitthvað agalega girnilegt sem heitir Bovetecrunch. Þess vegna langaði mig að prófa að gera eitthvað svipað og það, og með smá hjálp frá google og ímyndunarafli varð þetta niðurstaðan, sem varð bara nokkuð góð. 20131014-173359.jpg

 • 3 dl heilt bygg
 • 2 dl hestlihnetur, saxaðar
 • 1 dl hörfræ
 • 1,5 dl sólblómafræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 msk kanil
 • 1-2 msk kakó
 • 2 msk sukrin gold
 • 1-2 msk vatn
 • 1-2 msk olía
 1. Byggið skolað fyrst í heitu vatni og svo köldu vatni. Þetta verður að gera!
 2. Öllu blandað saman og sett à bökunarblötu og ristað í ofni í 15-25 mín

Litríkt og matarmikið salat

Image

20131014-174415.jpg

Litríka salatið

 • 1 zuccini
 • 2 gulrætur
 • 1 dl svart kinóa, eldað eftir leiðbeiningum
 • 200 gr strengjabaunir
 • 1 ferna nýrnabaunir
 • 1 sýrður rauðlaukur, sjà uppskrift að neðan
 • 150 gr fetaostur
 1. Zucciniið rifið og látið í sigti svo að mesti vökvinn renni af því
 2. Strengjabaunirnar snöggsteiktar á pönnu (ca 2 mín) uppúr smjöri/olíu og smá salti eða hvítlaukssalti. Settar í skál til að kólna aðeins
 3. Ég flysjaði gulræturnar og svo hélt ég bara áfram til að fá þunnar gulrótar flögur og blandaði saman við strengjabaunirnar
 4. Öllu blandað saman í skál

Sýrður rauðlaukur

 • 1 rauðlaukur í þunnum sneiðum
 • ca 1 dl epla edik
 • 1 msk sukrin (sætuefni)
 • 1/2 tsk salt
 • 1 lárviðarlauf
 • 3 svört piparkorn
 • vatn til að það fljóti yfir laukinn í pottinum
 1. Allt sett í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur þangað til laukurinn er orðin mýkri og orðin bleikur. Hér er upplagt að gera tvöfalda eða þrefalda uppskrift til að eiga í ísskápnum.

Ávaxta hràkaka

Við systur hugsum oft svo alveg nákvæmlega eins að það er dáldið fyndið, þó svo að við búum í sitthvoru landinu. Ég er nokkuð viss um að við vorum að horfa á nákvæmlega sömu uppskrift á sama tíma og báðar ákváðum við að búa til hrákökur á sama dag. Þá er ég að tala um Pipp hrákökuna sem að Guðríður gerði. Af því að ég get ekki  borðað cashew hnetur þá ákvað ég að gera aðeins öðruvísi köku, en þetta er samt hrákaka og ég fékk hugmyndina af Pipp hrákökuni úr bókinni hennar Berglindar Sigmars, Nýir heilsuréttir Fjölskyldunnar eða gestabloggs innlegginu hennar hjá gulurrauðurgraennogsalt.com.

Ávaxta hrákaka

 • 200 gr möndlur
 • 100 gr valhnetur
 • 170 gr döðlur
 • 1 banani
 • 1-1,5 dl kakó
 1. Möndlur og valhnetur maukaðar í matvinnsluvél og svo er restinni bætt útí
 2. Ég setti deigið í bökunarpappír og ofaní silikon form og svo inní frysti þangað til kakan er borin fram.
 3. Skera niður þá ávexti sem maður vill hafa ofaná og bera fram með þeyttum rjóma

20131010-204533.jpg

Pipp hrákaka

WP_20130902_002Ég klippti þessa uppskrift útúr blaðinu um daginn, ég held þetta sé úr nýju Heilsuréttir Fjölskyldunnar, sem að mig langar mikið til að eignast 🙂 jólagjöf einhver? fór með þessa í Stokkhólmsklúbbinn sem er ný tekinn til starfa á höfuðborgarsvæðinu og þótti þessi bara takast ágætlega. Varúð þetta er svona kaka sem að kasjúhnetur þurfa að liggja lengi í bleyti. Ég klikka svo oft á því að undirbúa svoleiðis.

Botninn

 • 300 g möndlur
 • 200 g mjúkar döðlur, steinlausar
 •  1 1/2 dl kakó
 1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og malið fínt
 2. Saxið döðlur og setjið útí matvinnsluvélina ásamt kakói og blandið vel saman
 3. Þjappið blöndunni í form og setjið í frysti á meðan piparmyntukremið er búið til

Piparmyntukrem

 • 2 dl kasjúhnetur sem lagðar hafa verið í bleyti í ca 6 tíma. Vatninu hellt af áður en að hneturnar eru notaðar.
 • 1 dl kókosolía
 • 1 dl fljótandi sætuefni eða sætuefni að eigin vali (ég notaði Sukrin melis ca 3/4 dl)
 • piparmyntudropar eftir smekk
 1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél með kókosolíunni og sætuefni og blandið þangað til kekkjalaust
 2. Setjið piparmyntuolíu eftir smekk
 3. Ég bætti líka grænum matarlit við til að gera þetta meira piparmyntulegt á litinn

Kreminu er svo smurt ofan á botninn, bananar skornir í sneiðar og lagðir ofan á kremið og loksins 70% súkkulaði brætt og skreytt ofan á.

Ostahvítlauksbrauð

WP_20131006_006Þetta nota ég sem meðlæti með alls kyns mat. Einfalt of fjótlegt og klikkar aldrei!

 • 2 dl rifinn ostur
 • 3 tsk kókoshveiti
 • 1 egg
 • 1 tsk hvítlaukssalt

Öllu blandað saman í skál og dreift á bökunarplötu. Bakið þangað til gullinbrúnt og fallegt. Ofan á í þetta skiptið setti ég ferskan hvítlauk og kóríander og varð þetta þá svona nann brauð í dulargervi.