Salat með döðlum, möndlum og rauðlauk

salat blogg

Þetta dásamlega salat er úr bókinni Jerusalem eftir Yotam Ottolenghi og Sami Tamimi, sem ég mæli hiklaust með. Við systur fórum líka að borða á veitingastaðnum hans Ottolenghi í London sem var alveg málið! Eru nokkrir staðir í London en við fórum í Belgravia sem er rétt hjá Hyde Park. Er pínulítill staður sem er bara með nokkur sæti og svo aðallega take away box. Þar er endalaust af framandi salötum og girnilegum ferskum réttum. Við forum í take away boxið og sátum svo í sólinni í Hyde Park að njóta. 

Jerusalem1

 

 • 1 msk hvítvínsedik
 • 1/2 rauðlaukur – skorinn þunnt
 • 100 g steinlausar döðlur, skornar þvert í fernt
 • 30 g ósaltað smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 lítil pítubrauð um 100 g rifið í litla bita (ég notaði bara það brauð sem ég átti)
 • 75 g möndlur, gróft saxaðar
 • 1/2 tsk chili flögur
 • 150 g spínat eða salat
 • 2 msk sítrónusafi
 • salt
 1. Skerið rauðlaukinn og döðlurnar og setjið í skál, hellið hvítvínsedikinu yfir og blandið vel. Látið þetta standa í ca 20 mín. Hellið þá af leifunum af edikinu.
 2.  Á meðan er smjörið brætt á pönnu ásamt 1 msk af ólífuolíu. Brúnið brauðið og möndlurnar þangað til brauðið og möndlurnar fá á sig fallegan lit. Takið af hitanum og kryddið með chili og salti. 
 3. Þegar á að bera fram salatið þá er öllu blandað saman og bætt við ólífuolíu, sítrónusafa og salti eftir smekk. 

Ég var með þetta salat með lambahryggnum seinasta sunnudag og það er ábyggilega líka gott með grilluðum kjúkling eða bara hverju sem er. Njótið!

 

Advertisements

Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

Komin aftur úr sumarfríi á Íslandi og þar var nú ekki mikið verið að blogga, en við systur eru alltaf að gourmet-a okkur í gang þegar við erum saman, svo það var mikið eldað. En þó svo að sumarfríið mitt sé búið þýðir ekki endilega að sumarið sé búið. Þegar ég var að skoða veðurspánna fyrir vikuna stefndi allt í súper sumarveður með 25 stiga hita og sól svo ég skipulagði sumarmatseðil fyrir vikuna. Þar á meðal í kvöld þar sem ég gerði rosalega sumarlegt salat og vígði afmælisgjöfina mína frá Daða, sem gerir úberkúl strimla. Takk Daði! En sumarveðrið var samt eitthvað að bregðast þar sem að það er búið að vera súld og rigning í allan dag, en samt vel yfir 20 stiga hiti og mikill raki svo það er ekkert Íslandsveður 🙂 Sumarsalatið sem ég gerði var svona mix af japanska salatinu hennar Guðríðar og 5 krydda kjúklingnum og núðlusalatinu mínu

Sumarsalat með sweet chili kjúklingi

 • Kjúklingur
 • sweet chili sósa (ég gerði heimatilbúna, set uppskrift inn seinna)
 • sesamfræ

Kjúklingurinn steiktur á pönnu í strimlum og vökvanum hellt af áður en sweet chili sósan er sett á. Sesamfræjum stráð yfir þegar kjúklingurinn er tilbúin.

 • spínat
 • melóna
 • 1 epli
 • gúrka í strimlum
 • ferskt kóríander
 • fersk mynta
 • 3 radísur
 • möndluflögur

Svo gerði ég sósuna með 5 krydda kjúklingnum

Sósa

 • Dash af fersku kóríander, s.s. restin sem er ekki notuð í salatið.
 • 2 salatslaukar
 • 1 heilt chili
 • 2 cm af fersku engifer
 • 3 hvítlauksrif
 • safinn af 2 lime

Allt sett í litlu matvinnsluvélina mína og mixað í sósuform.

Hér fyrir neðan er svo sumarsalatið og sumarveðrið heima hjà mér.

20130730-205402.jpg

20130730-205415.jpg

Kjötbollusalat

kjötbollusalatKjötbollurnar gerði ég um daginn til að taka með í vinnuna í kveðjukaffi, það er nebblileg alveg hægt að koma með eitthvað annað heldur en kökur þegar er svona kaffi. Það má alveg og allir alltaf til í smá kjötbollur. Afganginn notaði ég svo í kvöldmat daginn eftir bara.

Kjötbollur

 • 1 kg ungnauta hakk
 • 2 egg
 • 2 jalapeno ostar rifnir niður
 • salt og pipar
 • 4 msk hörfræja mjöl til að binda bollurnar betur saman – má sleppa
 1. Öllu blandað saman í skál
 2. Búið til litlar bollur eftir því hvað þú vilt hafa þær stórar og bakið í ofni í 15-30 mín við 175°C, fer eftir stærð.

Kjötbollusalat

 • Salar
 • Gúrka
 • Rauðlaukur
 • Jalapeno ostur í bitum
 • Avocado
 • Kjötbollur
 • Sósa að eigin vali með

 

Gulrótarsúpa með fersku engiferi

Þar sem að Martin er búin að vera pínu slappur bjó ég til algjöra vítamín og kvefbombu handa okkur í kvöldmat. Með súpunni bakaði ég svo mjög gott fræbrauð sem á víst að breyta lífi fólks, sjá hér. Veit ekki hvort að brauðið sé búið að breyta lífi okkar en það var mjög gott. Martin er allur að lagast af slappleikanum og aðsjálfsögðu vil ég meina að þessi súpa hafi læknað hann. Eins og svo oft áður gerði ég eiginlega bara eitthvað útí bláin. Hérna er mín útgáfa af gulrótarsúpu sem læknar öll mein.

IMG_0747

Gulrótarsúpa með fersku engiferi

 • ca 700-800 gr gulrætur
 • 2 laukar
 • 8-10 hvítlauksrif
 • ca 4-6 msk af fersku engiferi, rifið niður eða í litlum bitum.
 • 2 grænmetisteningar
 • Paprikukrydd
 • Örlítið cayanne pipar
 • Salt og pipar
 • Vatn
 • ca 1 -2 dl Tyrknest jógúrt
 1. Flysja gulrætur og skera í litla bita, skera lauk og hvítlauk og allt þrennt látið saman í pott með smjöri og steikt örlítið.
 2. Bætið vatni í pottinn svo að það fljóti yfir grænmetið, setjið þá grænmetisteninganna útí og látið sjóða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar
 3. Maukið allt með töfrasprota og bætið útí tyrkneskri jógúrt og kryddið að vild.

Mexico súpa

CIMG2878Smá súpa? Ég ákvað bara að gera 3x uppskrift þar sem að það er svo gott að eiga þessa á lager. Mig vantar eiginlega stærri pott 🙂

Fyrir 2-3

 • 1/2 -1 laukur – fer soldið eftir stærð
 • 2-3 hvítlauksrif maukuð eða söxuð smátt
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 L tómatsafi (fæst í bónus)
 • Piri piri
 • Cayenne pipar
 • Salt og pipar

Laukur og hvítlaukur saxað og brúnað í potti í smá olíu. Niðursoðnum tómötum bætt útí og látið malla. Hér ákvað ég að ná í töfrasprotan og mauka aðeins því að okkur finnst betra að rekast ekki á risa tómata á svamli í súpunni. Tómatsafanum er svo bætt útí og súpan svo krydduð eftir smekk. Súpan hituð að suðu og látin malla í nokkrar mín.

Borið fram með rifnum osti og sýrðum rjóma. Fyrir þá sem vilja er líka hægt að setja tortilla flögur útá.

Japanskt kjúklingasalat

CIMG2880Þið þekkið þetta klassíska – ég þurfti bara aðeins að breyta dressingunni og því sem ég setti ofan á.

Dressing

 • ½ bolli olía
 • ¼ bolli balsamik edik
 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. soyjasósa

Sjóða saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar. Þessu er dreift yfir salatið þegar það er tilbúið til framreiðslu.

Hnetu sesamblanda

 • 1 pk. möndluflögur eða heslihnetuflögur
 • Sesamfræ
 • Salthnetur eða annað sem gefur þessa brakandi munnviðkomu (í staðin fyrir instant núðlur)

 

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 fl. Sweet Hot Chilisósa

Bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, sweet hot chilisósu og látið malla í smá stund. Þegar kjúklingurinn er steiktur á hann það til að blotna mikið (þ.e. það rennur úr honum vökvi), gott ráð er að hella soðinu af áður en Sweet Hot Chili sósan er sett á pönnuna

 • 1 pk. Salat að eigin vali
 • Nýir íslenskir tómatar í sneiðum
 • 1 mangó í teningum
 • 1 rauðlaukur sneiddur
 • 1 gúrka í bitum

Salatið er sett á fat og kjúklingastrimlunum raðað yfir, hnetusesamblandan og dressinging drussað yfir að lokum.

Humarsalat

CIMG2860Í skammdeginu veitir okkur ekkert af því að lyfta okkur smá upp með sumarlegum mat – það má alveg. Ég studdist við uppskrift sem ég fann á vinbudin.is sjá hér nema í mína uppskrift notaði ég bara það sem var til á heimilinu – sjá hér að neðan. Gaman að segja frá því að steinseljan mín sem er útí garði lifir ennþá og bragðast ennþá vel 🙂

 • Íssalat
 • Mangó
 • Gúrku
 • Gula papriku
 • Steinselju  (meira sem skraut)
 • Pistasiuhnetu kjarna
 • Sesamfræ (svört og rauð, því að svörtu voru eiginlega búin)

Mangódressing

 • 50 g mangó
 • 30 g lime safi
 • 20 g sítrónuolía
 • 30 g olífuolía

Mangó og lime safi maukað saman í matvinnsluvél (lítilli) og olíunni svo hellt útí eftir á. Þetta var btw allt of stór uppskrift af dressingunni fyrir okkur tvö. Þannig að þetta dugar ábyggilega fyrir 4.

Humar marineraður

 • Smjör – mýkt í örbylgjuofni
 • Hvítlaukur – rifinn eða smátt saxaður
 • Steinselja – smátt söxuð

Nota ca 100g af humri á mann. Mýkja smjörið og blanda svo hvítlauk og steinselju útí. Ég makaði þessu svo á skelflettan humarinn og steikti á grillpönnu.

Þessu öllu er svo raðað fallega á disk og borðað.