Súkkulaðikaka

WP_20130518_010Þessi varð eiginlega bara til því að okkur langaði í eitthvað með kaffinu. Það varð því bara eiginlega einhverju skellt saman til að úr yrði kaka. Viti menn, það var bara í góðu lagi með hana. Svo er ég að herma eftir Kristínu og hafa blómið með á myndinni, það skemmir ekki fyrir allavega. Þessi er bökuð í 12 cm springformi, það má líka setja hana í nokkur bollakökumót.

 • 1 egg
 • 3/4 dl möndlumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kókoshveiti
 • 2 msk Erythritol
 • 1 msk kakó
 • örlítið vanilluduft
 • 20 g smjör – bráðið
 • 1 msk mjólk
 1. Egg og sykur þeytt saman
 2. Þurrefnunum blandað saman við
 3. Bráðnu smjöri blandað saman í lokin
 4. Bakað við 175°C í 10-15 mín
 5. Kakan er til dæmis skreytt með sukrin melis, má setja hindber eða jarðaber líka.
 6. Borðið volga – hún er lang best þannig!
Advertisements

Súkkulaðismákökur með kasjúhnetum og kókos

smakökurSorry Kristín, kasjúhnetur eru bara of góðar. Ég þurfti líka að fela kökurnar svo að þær myndu ekki klárast því að ég var ekki búin að borða heila köku sjálf þegar það voru bara tvær eftir. Uppskriftina fann ég hér, ég gat auðvitað ekki hamið mig og gerði tvöfalda uppskrift og ég þarf líka alltaf aðeins að breyta einhverju. Ég fékk samtals 16 stk litlar smákökur. Ég notaði eitt af mínum uppáhalds sykurlausa súkkulaði Perlége sem er með litlum heslihnetubitum í og smá salti, það er geggjað gott!

 • 40 g mjúkt smjör
 • 50 g kasjúhnetur malað smátt
 • 3 msk kókosmjöl
 • 1,5 msk kókóshveiti
 • 3 msk Erythritol
 • 1 msk kakó
 • 1/2 msk Torrani sykurlaust súkkulaðisíróp (þarf ekki, ég var bara að prófa)
 • 20 g sykurlaust mjólkursúkkulaði saxað
 1. Öllu blandað saman í skál svo úr verði deig.
 2. Búið til litlar kúlur og fletjið út á bökunarpappír svo úr verði stærðin sem þið viljið af kökunum. ATH þær leka ekki neitt svo að mótið þær eins og þið viljið hafa þær. Ég mæli frekar með því að hafa þær þynnri svo að þær verði örugglega stökkar.
 3. Bakið í 10 mín við 175°C og látið kólna alveg áður en að eru færðar af b0kunarpappírnum.

Sumar rækjur

WP_20130525_009fixSumar rækjur eru bara of sumarlegar 🙂

Þessar fundust í frystinum góða og voru grillaðar í forrétt. Ég lét þær liggja í chili mauki (sambal oleak), ferskum rifnum engifer, limesafa og ferskum kóríander í ca 3 tíma inní ísskáp og grillaði síðan á teini í nokkrar mín á hverri hlið. Með þessu splæsti ég í mangósalsa : mangó, rauðlaukur, appelsínugul paprika og vorlaukur allt saxað smátt og blandað saman. Namm!

 

Blómkáls Zaalouk

Ég veit að þú Guðríður er ekkert sérstaklega hrifin af blómkáli en samt ég ætla að hvetja þig til að prófa. Það er ekkert svo mikið blómkálsfílingurí þessu. Gott sem meðlæti með örugglega mörgu, ég var bara með steiktar kjúklingabringur með þessu,sýrðan rjóma og smá leifar af hummus. Uppskriftin er frá Paleo Gourmet.

Blómkáls Zaalouk

 • 1 stór blómkálshaus
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 ferna hakkaðir tómatar (ca 400 gr)
 • 1 búnt sléttblaða steinselja, eða eins mikið og manni finnst gott
 • 1 tsk spiskummin
 • 1 tsk paprika
 • Safin af 1/2 sítrónu
 • salt og pipar
 • smá chili krydd ef maður vill hafa þetta sterkt
 • ólífuolía
 1. Blómkálið skorið í lítil knippi og soðið í ca 10-15 mín eða þangað til það er næstum mjúkt. Smá hart í því svo það fari ekki alveg í mauk. Vatninu hellt af og svo maukað örlítið með gaffli, ekki alveg í stöppu heldur þangað til það lítur út eins og kannski hrísgrjón.
 2. Hvítlaukurinn steiktur örlítið á pönnu með ólífuolíu.
 3. Öllu blandað saman.

20130518-163806.jpg

Afmælis- og júróvisionkakan

Afmælisveisla hjá henni elskulegu Jönu og Júróvision partý, það er meira en nóg tilefni til að skella í einhverja skemmtilega köku, eða að ég fái smá kökuútrás. Hugmyndin af þessari köku varð til þegar ég sat í bíl á leiðinni útí sveit seinustu helgi á meðan Martin hlustaði á hokkýleik í útvarpinu sem ég var ekkert of spennt að hlusta á. Þá lét ég hugan reika um kökur og skreytingar og matarliti ofl. og þetta varð niðurstaðan. Fánakaka með hvítu marsipani og marglituðu glimmeri. Þar sem að fánar Íslands og Svíþjóðar eru ekki með neinn súkkulaðilit í sér var heldur erfitt að hafa súkkulaðibragð af kökunni. Þar sem súkkulaði er yfirleitt efst á listanum yfir það sem er gott að hafa í kökur hjá mér varð mér að detta eitthvað annað í hug. Ég er ekki frá því að ég sé pínu ástfangin af lausninni minni: Lemon curd, það er bara SJÚKLEGA GOTT! Ég bakaði eina uppskrift af klassískum botni fyrir prinsessutertu fyrir íslenska fánan og svo bakaði ég 1/4 af botnuppskriftinni fyrir sænska fánan.

20130519-160911.jpg

Prinsessutertubotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 2 tsk lyftiduft
 1. Egg og sykur þeytt ljóst og létt
 2. Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft blandað saman
 3. Þurrefnum blandað saman við eggin.
 4. 2/3 af deiginu er svo litað blátt með matarlit og 1/3 er litað rautt, ég notaði Wilton matarliti.

Fyrir sænska fánan, notaði ég 12 cm breitt form og gerði 1/4 af þessari uppskrift eins og ég sagði og litaði allt blátt.

Fylling

 • 5 dl þeyttur rjómi
 • ca 150 gr lemon curd
 • 1 dós niðursoðnar perur, hakkaðar
 1. Þeytta rjómanum blandað saman við lemon curdið

Samsetning af kökunni

 • 3 dl þeyttur rjóma til að hjúpa kökuna með
 • Tvö hvít marsipanlok til að hjúpa með

Ísland

 • Blár botn, smurt lemon curd ofaná ca 3-4 msk, perubitar, lemon curd rjómi
 • Rauður botn, smurt lemon curd ofaná ca 3-4 msk, perubitar, lemon curd rjómi
 • Blár botn
 • Öll kakan húðuð með þeyttum rjóma og marsipanlok sett ofaná.

Svíþjóð

 • Blár botn, smurt lemon curd ofaná ca 1 msk, perubitar, lemon curd rjómi litaður gulur með wilton matarlit
 • Blár botn
 • Öll kakan húðuð með þeyttum rjóma og marsipan lok sett ofaná

20130519-160902.jpg

Heimatilbúið Fanta

Þegar manni langar í gos með föstudagspizzunni eða bara eitthvað svalandi að drekka

Fanta

 • Safinn úr 1 mandarínu eða appelsínu
 • 1 tsk stevia strö
 • Sódavatn
 • Klakar
 1. Hræra saman safanum og sykrinum þangað til sykurinn leysist upp.
 2. Bæta við sódavatni og klökum

 

20130518-161438.jpg

Grillað eggaldin og halloumi með fersku salsa og kryddsmjöri

Þessi réttur er fullur af tilraunastarfsemi hjá mér, þar sem ég er að prófa mat sem ég hef ekki smakkað áður og prófa að gera eitthvað nýtt. Ég hef neflilega aldrei borðað halloumi ost af mikilli alvöru, þeas. ég hef bara smá smakkað en aldrei eldað heilan matrétt úr honum. Og svo hef ég aldrei búið til smjör áður sjálf, skil ekki af hverju, þetta er með því einfaldara sem maður getur gert í eldhúsinu. Uppskriftina sá ég hér, en eins og vanalega fylgi ég sjaldan því sem stendur. Halloumi ostur verður klárlega eldaður aftur hér til að reyna borða fleiri grænmetisrétti og það verður pottþétt gert aftur smjör, svo ég mundi segja að þetta væri mjög vel lukkaður tilraunaréttur hjá mér.

20130515-211541.jpg

Kryddsmjör

 • 2-3 dl rjómi
 • 1 stórt hvítlauksrif, fínhakkað
 • nokkrir stilkar af graslauk eða einhverju öðru fersku kryddi, t.d. steinselja, fínhakkað
 • salt, ef maður vill
 1. Þeyta rjóman nógu lengi þangað til að það myndast smjörkúlur og vökvin skilur sig frá smjörinu. Vökvanum hellt af.
 2. Hvítlauk og graslauk blandað saman við. smakkað til með salti.

Úr þessu kemur ca 1 dl smjör.

Grillað eggaldin og halloumi með fersku salsa (fyrir ca 4 svanga)

 • 4 eggaldin
 • 600 gr halloumi
 • 100 gr sólþurrkaðir tómatar
 • 4 tómatar
 • 2 rauðlaukar
 • 1 ferna svartar baunir (ca 400 gr)
 • salt og pipar
 • Ólífuolía og hvítt balsamedik eða hvítvínsedik
 • Ferskt basiklika ef maður á
 • Spínat sem meðlæti
 1. Eggaldin eru skorin í sneiðar og saltaðar á báðum hliðum og látnar standa í 30 mín. Það verður til þess að þau svitna svo það verður minni vökvi í þeim, getið séð svitaperlurnar á myndinni fyrir neðan. (Má sleppa þessu skrefi ef maður er að flýta sér)
 2. Á meðan eru ferska salsan útbúin, tómatar, rauðlaukaur og sólþurrkaðir tómatar er hakkað og sett í skál. Blandað saman við svörtu baunirnar, kryddað með salti og pipar og helt örlítið af ólífuolíu og balsamediki.
 3. Eggaldinin skoluð og þurrkuð með pappír eða viskustykki. Ég fyllti ofnskúffu með næstum öllum sneiðunum og steikti síðan í umferðum. Sneiðarnar fengu að vera inní ofni áður en þær urðu grillaðar á grillpönnunni og svo setti ég þær aftur til baka þegar ég var búin að grilla. Grillpannan er bara ekki nógu stór fyrir allar þessar sneiðar í einu 🙂
 4. Halloumi osturinn skorin í ca 0.5 cm þykkar sneiðar og penslaðar með olíu áður en ég steikti þær á grillpönnunni í ca 3-4 mín á hverri hlið.
 5. Öllu raðað saman á disk, fyrst spínat, svo eggaldin og halloumi ostur til skiptis og salsa yfir eða á milli eða hvernig sem manni henntar. Svo er góðri kryddsmjörkúlu skellt ofaná sem bráðnar yfir allan réttinn.

20130515-211601.jpg

20130515-211610.jpg