Ofàt af jarðaberjum?

Er það hægt? Ég fór með tengdamömmu að týna jarðaber à sunnudaginn og saman fórum við heim með ca 10 kg af jarðaberjum sem öll voru alveg dàsamlega falleg og ótrúlega góð. Við settum helling í frysti en ég tók með mér ca 1 kg sem ég er búin að reyna troða í mig à einn eða annan hàtt, lúxusvandamàl, ég veit 🙂 Meðal annars verðlaunaði ég okkur Martin á mánudagskvöldinu með þessum létta eftirrétti eftir að við vorum búin að taka til. Fékk innblàstur hjà henni sem er með My new roots af dönskum jarðaberja klassíker en ég gerði einhverskonar tvist af því.

Jarðaber með kardimommurjóma og kökumulningi

 • Jarðaber að vild
 • Þeyttur rjómi með pínu kardimommum og einhverju sætuefni, ég setti ca 1 tsk af sukrin flórsykri fyrir okkur tvö
 • Kökumulningur, ég àtti sykur og hveitilausa döðlu, rúsínu og valhnetuköku (svipaða og þessa hér) sem ég muldi í smà bita og setti inní ofn til að þurrka og gera bitana stökka og góða, en hægt að nota það sem hendi er næst, bara eitthvað smá sætt og stökkt.

20140729-211040-76240723.jpg

20140729-211041-76241771.jpg

Advertisements

Sítrónubollakökur með lemoncurd smjörkremi

image

Þessar voru líka gerðar í tilefni af þrítugsafmælinu okkar og voru svo hrikalega safaríkar og góðar. Hefðum eiginlega átt að gera fleiri. Uppskriftin bollakökunum er af gottimatinn.is en kremið er mín eigin uppskrift.

Sítrónubollakökur, ca 12 stk

 • 115 g smjör við stofuhita
 • 200 g sykur
 • 2 stk egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 190 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 120 ml mjólk
 • 2 stk sítrónur, börkur og safi
 1. Stillið ofninn á 180 gráðu hita og raðið bollakökuformum ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.
 2. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
 3. Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið vel á milli ásamt vanilludropum.
 4. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og bætið saman við deigið smátt og smátt í einu ásamt mjólkinni.
 5. Setjið því næst börkinn af sítrónunum ásamt safanum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 6. Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u 2 msk í hvert form.
 7. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn u.þ.b. upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið krem á þær.

Lemoncurd smjörkrem

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 500 gr flórsykur
 • ca 1/3 krukka (ca 320 gr.) lemoncurd eða eftir smekk
 1. Þeytið smjörið svo það sé mjúkt, bætið flórsykur útí eftir smekk. Betra að hafa kremið stífara ef maður ætlar að sprauta því á kökurnar, en aðein mýkra ef að á aðeins að smyrja kremið á kökurnar
 2. Bætið lemoncurdi og smakkið ykkur áfram hvort þið viljið meira en 1/3 krukku

Kremið er sprautað á með 2D wilton stúti með rósamynstri, byrjað að sprauta í miðjunni og svo fært sig útá kantana. Kökurnar eru skreyttar með rifnum lime börki og lítilli sneið af jarðarberi.

Súkkulaði bollakaka með söltu karamellukremi

image

Þessar voru í boði í þrítugsafmælinu okkar og vöktu mikla lukku. Uppskriftin er samansett úr nokkrum uppskriftum frá gotteri.is en þetta varð afraksturinn.

Súkkulaði bollakökur

 • 2 bollar hveiti
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 6 msk bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3/4 bolli olía
 • 1 bolli kalt vatn
 • ca 175 gr súkkulaði, hakkað í grófa bita
 1. Hitið ofnin í 180 gráður
 2. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar
 3. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vannilludropa þar til það verður létt í sér
 4. Bætið þurrefnunum rólega saman við og síðast bætið útí súkkulaðibitunum
 5. Skiptið niður í ca 20 bollakökuform og bakið í 15-18 mín.

Saltað karamellukrem

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar púðursykur
 • 2/3 bolli rjómi
 • 1/2 tsk salt
 • 3-4 bollar sigtaður flórsykur eða eftir smekk
 • saltkringlur til skrauts
 1. Bræðið smjör á lágum hita, þegar það er bráðið, bætið púðursykri og rjóma útí
 2. Hræðið stanslaust yfir meðalhita þar til sykurin er alveg uppleystur, bætið þá saltinu útí
 3. Hækkið hitann og leyfið að sjóða (bubbla) í 2 mínútur
 4. Takið af hitanum og kælið, geymið smá af karamellunni ef þið viljið nota í skraut, eða bara til að eiga karamellusósu útá ísinn sinn seinna 🙂
 5. Bætið flórsykrinum útí, einn bolla í einu og prófið þykktina. Setmið minna af flórsykri ef þið viljið smyrja kökurnar en meira ef þið ætlið að sprauta kreminu á kökurnar. Þessar kökur eru sprautaðar með 2D stútinum frá Wilton, með því að byrja á kantinum og sprauta í hring og enda í miðjunni.

 

 

 

Midsommardröm

20140715-120605-43565999.jpg

Þessi var alveg hrikalega góð, passlega sæt og líka skemmtilega fersk. Hún vakti töluverða lukku í Midsommarveisluhöldunum hjá tengdafjölskyldunni og líka hjá mér þar sem ég hef aldrei prófað þessa uppskrift áður. Blaðið með uppskriftinni í var búið að vera uppí eldhúshillu hjá mér í ca heilt ár, var aldrei búin að finna rétta tækifærið til að baka þessa köku fyrr en greinilega núna í ár. OG þegar ég segi að blaðið var búið að vera uppí hillu hjá mér, þá er það dáldið mikið hrós fyrir þessa köku, ég geymi aldrei nein blöð eða matreiðslubækur í eldhúshillunum. Það er allt sett inní bókaskápa um leið og ég er búin að lesa, en greinilega ekki þetta blað, búið að láta bíða eftir sér lengi. Blaðið sem um ræðir er Buffé blað frá Ica sem er ca árs gamalt.

Midsommardröm

Botninn

 • 300 gr möndlumjöl
 • 3 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 150 gr smjör við herbergishita
 • 2 1/4 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur (ég notaði vanilluduft)
 • 3 egg
 • Fínrifin sítrónubörkur af 1 sítrónu
 • 1 msk ferskpressaður sítrónusafi
 • Smjör og hveiti í formið ef þarf, ég nota silicon form sem ekkert festist við

Fylling

 • 4 dl þeyttur rjómi
 • 2 1/2 dl hreint skyr (kvarg í Svíþjóð)
 • 3/4 líter fersk jarðarber
 • 1 krukka lemoncurd (320 gr)
 • Ber, sítròna og mynta til að skreyta með
 1.  Hita ofninn við 175 gràður
 2. Blanda möndlumjöli, hveiti, lyftiduft og salt saman í skàl
 3. Þeyta saman smjöri, sykri og vanillusykri þangað til létt og ljóst
 4. Bæta einu eggi í einu útí smjörsykurinn og hræra útí sítrónusafan og sítrónubörkinn
 5. Blanda varlega saman hveitiblöndunni út í sykurinn og eggin með sleikju
 6. Setjið degið í formið, það er dáldið þykkt svo það þarf að breiða úr því í forminu til að það verði jafnt. Bakið i miðjum ofninum í 30 mín. Kakan þarf að kólna alveg áður en hún er sett saman
 7. Fyllingin: þeytið rjómana og blandið saman við hann skyri/kvargi og flórsykri
 8. Skerið jarðaberin í þunnar sneiðar
 9. Skiptið botninum í efri og neðrihluta með því að skera hann í miðjuna með góðum hníf. Smyrjið lemoncurdi á neðrihlutan, þar næst jarðaberin og 1/4 af rjómablöndunni. Setjið efri hlutan af botninum ofaná
 10. Smyrjið alla kökuna með restinni af rjómablöndunni og skreytið að vild.

Best er að setja kökuna saman rétt áður en hún er borin fram, ég klikkaði aðeins á því en bragðið er hið sama. Ég var með mitt heimatilbúna lemoncurd blandað saman við keypt og mitt lemoncurd var ekki eins stíft og því rann það aðeins út úr kökunni.