Dumle karamellumús

 Þennan eftirrétt hef ég oft fengið hjá tengdamóður minni og hefur hann alltaf slegið í gegn. Svakalega einfaldur og hrikalega góður! Eina er að muna að gera þetta kvöldið áður en á að bjóða uppá 🙂

 • Einn poki Dumle karamellur
 • 3 dl rjómi
 1. Hitið rjómann að suðu
 2. Hellið rjómanum yfir karamellurnar og hrærið í þangað til karamellurnar eru alveg leystar upp í rjómanum
 3. Kælið blönduna yfir nótt í ísskáp
 4. Þeytið karamellurjómann og hellið í glös

Berið fram með einhverju skemmtilegu, til dæmis karamelluhnetum og jarðarberjum

Karamelluhnetur

 • 1 dl möndlur og pekanhnetur
 • 2 msk sykur
 • 1/2 msk smjör
 1. Hneturnar eru grófsaxaðar
 2. Allt hitað á pönnu við meðalhita þangað til hneturnar hafa brúnast
 3. Hnetunum hellt á bökunarpappír til að kólna
 4. Saxið í aðeins smærri bita þegar hneturnar hafa kólnað
Advertisements

Ríkir riddarar

Ég held að það sé bara best að byrja þessa á færslu á einni staðhæfingu: Allt með kanil er gott, og þar af leiðandi allt með kanilsykri líka.

Það var einn vinnufélagi minn sem sagði mér frá þessari snilld sem ríkir riddarar eru. Nú þar sem mér finnst ekkert leiðinlegt að baka og heldur ekkert leiðinlegt að smakka gott sætabrauð hjá bakaríum, þá getur verið að græðgin taki völdin og ég baka of mikið eða kaupi of mikið. Þá lendi ég stundum í því að dagin eftir að kaupin/baksturinn er gerður eru þessi sætabrauð ekki nærri því eins góð og fyrri daginn. Hver kannast ekki við þurra bollu, hálfétna eins og þessa?

IMG_0482

Hvað gerir maður þá? Og tilhvers að vera troða í sig þurri bollu þegar maður getur gert þessa snilld. Þá koma ríkir riddarar til sögunnar. Það kannast kannski ekki allir við þetta, heldur er bara allt borðað, já já ok, en ég mæli þá með því að kaupa auka bollu eða kanillengju til að skella í ríka riddara dagin eftir eða sama dag 🙂 Og þetta er svo auðvelt og svakalega gott!

Ríkir riddarar

 • Kanelsnúður/kanillengja eða álíka, hér er ég með kardimommubollu
 • Egg
 • Mjólk
 • Kanill
 • Sykur
 • Smjör
 1. Skerið bolluna/lengjuna í sneiðar
 2. Pískið eggið saman við ca 2 msk mjólk/per egg ef maður er að gera meira
 3. Bræðið nóg af smjöri á pönnu
 4. Veltið sætabrauðsneiðunum uppúr eggjahrærunni og steikið uppúr smjörinu
 5. Undirbúið kanilsykurinn, gæti ekki verið einfaldara: ca 1 tsk kanil á móti 2 msk sykri á disk og blandið saman og breiðið úr.
 6. Þegar sætabrauðssneiðarnar eru gullinbrúnar úr smjörinu og egginu mega þær aðeins kólna, bara smá áður en þeim er velt uppúr kanilsykrinum.

Berið fram með þeyttum rjóma eða ís, ég var líka með kanilsteiktar eplasneiðar með. Vel hægt að skella þeim á pönnuna samtímis með sætabrauðinu.

IMG_0484

Bláberjapæ með heimatilbúnu grófu marsipani

Guðríður byrjaði einn laugardagsmorgun um að biðja mig/og/eða Tinnu um pæuppskrift af því hún var svo sjúk í að borða eitthvað heitt með vanillusósu. Þessi ósk snérist fljótlega upp í smá bökunarmanínu hjá okkur öllum, þar sem Guðríður skelliti í eplpæjið hérna á undan og Tinna gerði einhverjskonar bláberjapæ. Ég hafði því miður ekki tíma í að baka þennan dag en viku seinna tók ég mig saman í andlitinu og gerði þessa bláberjapæ þegar ég átti von á góðum gestum.

Gróft marsipan

 • 100 gr möndlur
 • 1/2 dl sykur
 • 1/2 dl flórsykur
 • nokkrir dropar “Bittermandel” í Svíþjóð eða líklegast möndludropar á Íslandi
 • Lítil eða hálf eggjahvíta
 1. Ef maður ætlar að vera duglegri og gera fínt marsipan á maður að hafa möndlur án hýðis, en ég var löt í þetta skiptið.
 2. Möndlurnar og sykurinn mixað í matvinnsluvél þangað til allt er malað fínt.
 3. Bittermandeldropunum bætt útí ásamt eggjahvítunni og mixað áfram þangað til maður fær rétta áferð.

2015/01/img_0477.jpg

Bláberjapæ

 • 500 gr frosin bláber, eða fersk ef maður býr svo vel
 • 2 msk kartöflumjöl
 • 2 1/2 dl haframjöl
 • Grófa marsipanið (eða 100 gr af venjulegu marsipani)
 • 100 gr smjör
 1. Bláberin og kartöflumjölið blandað saman. (ég klippti bara opin pokan af bláberjunu og setti kartöflumjölið beint útí og hristi aðeins saman). Sett í ofnfast mót
 2. Haframjölinu og smjörinu blandað saman við marsipanið og mulið yfir bláberin.
 3. Bakað við ca 200 gráður þangað til deigið fær smá lit á sig
 4. Berist að sjálfsögðu fram með vanilusósu, rjóma nú eða ís

2015/01/img_0480-0.jpg

Eplapæ með vanillusósu

IMG_0088

Ég féIMG_0093kk svaðalega þörf fyrir að baka svona ekta sænska pæ sem er borin fram með vanillusósu um seinustu helgi. Ég gerði reyndar ekki vanillusósuna sjálf heldur sá IKEA um að kokka hana upp sem þeir gera líka með eindæmum vel.

 

Bökubotninn

 • 225 g smjör (við stofuhita)
 • 50 g púðursykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða (eggjahvítan notuð til að pensla bökuna í lokin)
 • 350 g hveiti
 1. Hrærið saman smjör, púðursykur og vanillusykur þangað til vel blandað.
 2. Bætið eggjunum við og hrærið áfram.
 3. Setjið loks hveitið útí í litlum skömmtum og geymið jafnvel smá af hveitinu til að sjá hvort að allt þurfi til þess að gera degið jafnt og þétt.
 4. Geymið degið í ísskáp í amk 30 mín áður en haldið er áfram. Þá er kjörið að undirbúa eplafyllinguna á meðan.

Eplafylling

 • 0,8 – 1 kg epli – skræld og skorin í báta eða bita, gjarnan græn eða gul epli eða súrari tegundir
 • 140 g púðursykur
 • 2 msk hveiti
 • 0,5 tsk kanill
 • 0,5 tsk kardimomma
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Fletjið 2/3 af deginu út í hring sem passar inní 20 – 24 cm hringform og komið fyrir í forminu.
 3. Blandið öllu í fyllingunni saman og setjið í formið, það getur verið að það verði svolítið kúpt en eplin þjappast saman þegar þau hitna.
 4. Takið þá það sem eftir er af deginu og fletjið út og skerið í ca 2 – 3 cm lengjur. Leggjið lengjurnar ofan á fyllinguna svo úr verði eins og köflótt mynstur ofan á bökunni.
 5. Penslið með eggjahvítunni frá því áðan, það má einnig gjarnan setja möndluflögur ofan á til skrauts, ég hugsa að ég geri það næst allavega.
 6. Bakið í ca 24 – 60 mín eða þangað til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Berið bökuna fram með ljúffengri vanillusósu frá IKEA eða vanilluís. Látið bökuna kólna í ca 15 mín áður en hún er borin fram.

Ofàt af jarðaberjum?

Er það hægt? Ég fór með tengdamömmu að týna jarðaber à sunnudaginn og saman fórum við heim með ca 10 kg af jarðaberjum sem öll voru alveg dàsamlega falleg og ótrúlega góð. Við settum helling í frysti en ég tók með mér ca 1 kg sem ég er búin að reyna troða í mig à einn eða annan hàtt, lúxusvandamàl, ég veit 🙂 Meðal annars verðlaunaði ég okkur Martin á mánudagskvöldinu með þessum létta eftirrétti eftir að við vorum búin að taka til. Fékk innblàstur hjà henni sem er með My new roots af dönskum jarðaberja klassíker en ég gerði einhverskonar tvist af því.

Jarðaber með kardimommurjóma og kökumulningi

 • Jarðaber að vild
 • Þeyttur rjómi með pínu kardimommum og einhverju sætuefni, ég setti ca 1 tsk af sukrin flórsykri fyrir okkur tvö
 • Kökumulningur, ég àtti sykur og hveitilausa döðlu, rúsínu og valhnetuköku (svipaða og þessa hér) sem ég muldi í smà bita og setti inní ofn til að þurrka og gera bitana stökka og góða, en hægt að nota það sem hendi er næst, bara eitthvað smá sætt og stökkt.

20140729-211040-76240723.jpg

20140729-211041-76241771.jpg

Chunkey monkey bollakökur

20140518_160047_AndroidEr ekki komið sumar bara þegar þið sjáið þetta? Mér finnst það allavega. Þær eru líka alveg jafn góðar og þær líta út fyrir að vera, ég lofa! (p.s. það eru ennþá til nokkrar, fyrir þá sem eru fljótir að bjóða sér í heimsókn)

Ég fékk uppskriftina þegar ég var að versla í þessari stórskemmtilegu búð í Stokkhólmi Leilas, þá var henni laumað í pokann hjá mér á leiðinni út 🙂

 • 2 egg
 • 1 1/2 dl sykur
 • 75 g smjör
 • 3/4 dl mjólk
 • 2 1/2 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur af salti
 • 1 tsk engifer – malaður
 • 1 tsk kanill – malaður
 • 100 g súkkulaði
 • 100 g valhnetur – mjög gróft skornar
 • 3 bananar (1 maukaður og 2 skornir í bita)
 1. Hitið ofninn í 175°C á blástur
 2. Þeytið egg og sykur saman
 3. Bræðið smjörið, hellið mjólkinni útí smjörið og bætið þessari blöndu svo útíeggjablönduna.
 4. Hveiti, lyftiduft, salt, engifer og kanil er svo varlega blandað saman við degið.
 5. Saxið súkkulaðið og valhneturnar gróft.
 6. Maukið einn banana, skerið hina tvo í bita.
 7. Blandið öllu saman og setjið í form (fyllið formið ca 2/3)
 8. Bakið í miðjum ofni í ca 15-20 mín

Kremið

 • 60 g mjúkt smjör
 • 5 dl flórsykur
 • 1/2 dl kakó
 • 2 tsk vanillusykur
 • 100 g rjómaostur
 • 1 msk sterkt kaffi
 1. Hrærið smjöri, flórsykri, kakó og vanillusykri saman.
 2. Bætið rjómasotinum við og kaffinu í lokin.
 3. Smakkið til að vild 🙂

Ég sprautaði kreminu svo á með Wilton 2D eins og “all the cool kids” gera í dag og skreytti kökurnar svo með kirsuberjum.

 

Marsipankaka með tveimur fyllingum

CAM00108

Þessa gerði ég fyrir hreinsunardaginn í nýju vinnunni minni. Það er sem sagt þannig að allar deildirnar eru í búningum og þemað hjá okkur var fermingarbörn. Ótrúlega skemmtilegur dagur og gaman að sjá hvað allir voru metnaðargjarnir í búningaþemanu. Við fengum reyndar engin verðlaun þetta árið, en það hlýtur að koma næst 🙂 Kakan samanstendur sem sagt af hvítum svampbotnum og tveimur tegundum af fyllingum, eiginlega bara af því að ég gat ekki valið á milli.

Ég bakaði x 4 svampbotna

Svampbotn (ein skúffa)

 • 6 egg
 • 2 dl sykur
 • 1,5 dl hveiti
 • 1,5 dl kartöflumjöl
 • 1,5 tsk lyftiduft

Egg og sykur þeytt saman, þurrefnunum svo blandað saman við varlega. Bakað við 180°C í ca 20 mín.

Á milli botnanna:

 1. Lemoncurd og hindber
 2. Oreo og bananar (Einn pakki oreokex malað í matvinnsluvél og bætt útí rjómann + 1,5 dl flórsykur)

Ég notað ca 0,75 l af þeyttum rjóma  á milli hverrar köku og svo notaði ég hátt í 1 l til þess að smyrja kökuna ofan á, undir marsipanið. Bungurnar á bókinni gerði ég með því að skerna kantana aðeins á hliðunum og skella þeim svo á miðjuna, það hjálpar líka að það er auðvelt að smyrja rjómanum líka þannig til að ýkja lagið á henni. svo er hún auðvitað bara skreytt með bleiku marsipani og súkkulaði.