Sumarpizza – rauð og græn

Ég fékk ábendingu frá Láru vinkonu að prófa þessa rauðu pizzu frá Sollu í grænum kosti, ég finn ekki uppskriftina á netinu, en hún var send út með póstlistanum hjá henni. Ég var mjög ánægð með hana, það sama var ekki hægt að segja um Martin, en það er ekkert að marka hann, þar sem honum finnst ávextir og kvöldmatur ekki passa saman. Þessi rauða er mjög fersk og allt öðruvísi og svalandi á heitum sumarkvöldum. Græna var líka mjög góð, en hún var ekki eins nýstárleg eins og rauða. Ég gerði pizzubotnanna samkvæmt minni uppskrift, sjá hér.

Rauð pizza

Sósa:

 • 2 tómatar
 • 1/2 rauð paprika
 • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 1/2 dl gojiber lögð í bleyti í klst
 • 2 döðlur
 • 2 msk rauðlaukur
 • 1 msk ólífuolía
 • smá cayanne pipar og salt
 1. Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað þar til maður fær fína sósu

Botninn bakaður og sósan sett á, þessi uppskrift dugar á tvær kringlóttar pizzur á venjulegri ofnplötu, en ég gerði bara eina og geymdi restina af sósunni. Hún á að endast í viku í ísskáp í loftþéttu íláti.

Pizzuálegg á 1 pizzu

 • 1 gulrót, “skræluð”, fyrst er hún skræluð og svo er bara haldið áfram til að fá fína langar ræmur
 • 2 tómatar
 • 100 gr jarðaber
 • rjómaostur
 • fersk mynta

Áleggið lagt á pizzuna og svo borðuð með bestu lyst.

20130706-234849.jpg

Græn pizza

Pestó

 • 1 búnt basilika
 • 100 gr parmesean ostur
 • olífuolíka
 • 1 lúka valhnetur
 • 3 hvítlauksrif
 1. Allt sett í matvinnsluvél og blandað í gott mauk.

Pizzubotninn bakaður og pestóið sett á botninn, svo venjulegur ostur og tómatar og bakað í ofninum þar til osturinn er gullinbrúnn. Ofaná pizzuna er svo sett salat, hráskinku og parmesean ost og etv furuhnetur.

20130706-234913.jpg

Advertisements

Kristínarpizza

Image

20130211-184601.jpg

Á föstudaginn var ég greinilega komin með fráhvarfseinkenni af eldamennsku skorti, því þegar ég kom heim úr vinnunni bakaði ég tvær pizzur, bjó til ís og bakaði afmælisköku. Ætla að byrja á pizzunni, en ég geri aðeins öðruvísi pizzu heldur en Guðríður. Hérna kemur mín útgáfa af pizzubotninum.

Pizzubotn

 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl möndlumjöl
 • 1 dl sojahveiti eða pofiber
 • 1 dl fibrex
 • 2 dl rifin ostur
 • 1 tsk fiber husk
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1,5 dl vatn
 • 1 egg

Sólblómafræin og fibrexið mulið í matvinnsluvél, síðan er öllu hinu blandað saman og flatt út á ofnplötu. Þetta er passleg uppskrif fyrir eina plötu. Bakaði á 225 gráðum í max 10 min. Svo er sósa, ostur og álegg sett á að eigin vild.

Pizza LCHF style

 

Föstudagspizzan hverfur ekki þó að það sá LCHF style á heimilinu.

Þessi er blanda af tveimur uppskriftum og okkur fannst þetta langbesti pizzabotninn hingað til.

 • 1,5 dl möndlumjöl (keypt, ekki malaðar möndlur)
 • 1,5 dl sólblómafræ – möluð
 • 1,5 dl mulin hörfræ (flaxseed meal)
 • 0,5 dl Pofiber – fæst líklega ekki á Íslandi, en má bara sleppa og setja aðeins meira af einhverju öðru í staðinn
 • 1 msk husk
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 dl rifinn ostur
 • 1dl vatn
 • 2 egg
 • 2 msk oregano
 • 1 tsk pizzakrydd
 • 3 msk olífuolía

Öllu blandað saman og flatt út eins þunnt og hægt er. Þessi uppskrift passaði vel á eina bökunarplötu. Botninn er svo bakaður í 15 mín við 200°C áður en að áleggið er sett á.

Svo er bara sett það sem þér dettur í hug og finnst gott á pizzuna og heldur áfram að baka með öllu álegginu á.