Tvìburar ì frìi

Tvìburagourmet er ì frìi þessa dagana á Flòrìda. Nýjar og spennandi uppskriftir væntanlegar þegar við komum til baka. Við mælum með einum ísköldum við sundlaugina 😊

Advertisements

Sunnudags kjúklingur

kjúlliEftir að heimilið kynntist Heston var bara ekki aftur snúið. Hér er á ferðinni einn albesti kjúklingur sem við höfum smakkað, sjá uppskriftina hans hér. Orðin sem komu út úr Daða voru einhvernveginn svona : OMG og ÞETTA ER BESTI KJÚKLINGUR SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!!! HANN ER SVO MJÚKUR!!! Þennan mæli ég með að gera á sunnudegi því að það þarf að vera soldið heima yfir þessu, eða þá bara ef þú nennir að borða seint á virkum degi, það er líka allt í lagi. Eldunartíminn er nebblilega alveg 3-4 tímar.

 1. Kjúklingurinn þarf að liggja yfir nótt í saltbaði. Ég kom mínum kjúkling fyrir í stórum potti og í hann komust 3 L af vatni með kjúklingnum í. Fyrir hvern líter af vatni á að blanda 60 g af salti útí. Mikilvægt er að allur kjúklingurinn sé þakinn saltvatnsblöndunni. 
 2. Setjið plastfilmu yfir pottinn og látið standa yfir nótt í ísskáp.
 3. Þerrið kjúklinginn og komið honum fyrir í eldföstu móti. Inní kjúklinginn fer:
  • Heil sítróna sem búið er að kremja og gata
  • Hálft búnt af fersku timjan
 4. Kjúklingurinn er þá smurður með smjöri og komið fyrir í ofninum á 90°C. Eldið kjúklinginn þangað til kjarnhiti bringunnar er orðin 60°C, það getur tekið 2-3 tíma eftir því hversu stór kjúklingurinn er.
 5. Þegar 60°C kjarnhita er náð er kjúklingurinn tekinn út og á að standa við stofuhita í 45 mín til þess að jafna sig.
 6. Bræðið 125 g af smjöri og setjið hinn helminginn af ferska timjaninu í pottinn með smjörinu. (Heston er 30 ml af hvítvíni líka en ég sleppti því reyndar) Makið þessu ofan á kjúklinginn áður en að hann er settur inn aftur.
 7. Ofninn er þá hitaður eins mikið og hægt er, 250°C í mínu tilfelli. Kjúklingurinn er þá eldaður þangað til það er komin falleg brún húð, passið að brenni ekki.
 8. Njótið!

Hrá brownie

Þessi er komin frá henni á mynewroots, og hún er alveg jafn góð eins og maður heldur og vonar. Ég er ekkert smá spennt að eiga þessar í frysti og ná í eina og eina þegar manni langar í eitthvað sætt og gott. Þessar voru líka alveg snilld að hafa með sér þegar ég var í vinnuferð í vikunni, þær eru reyndar betri þegar þær eru kaldar og beint úr frysti en alveg nógu góðar að borða við hvaða hitastig sem er.  Þær eru ekki bara góðar, heldur er maður enga stund að búa þær til, ég var í smá veseni út af því að ég á bara litla matvinnsluvél svo ég hakkaði döðlurnar í nokkrum umferðum, en ég var samt max 30 min að gera allt, með því að plokka steinanna úr döðlunum.

Hrá-Brownie

Hrá brownie

 • 2 bollar valhnetur
 • 2  1/2 bolli döðlur (ég notaði ferskar, ef maður er með þurrkaðar er örugglega gott að leggja þær aðeins í bleyti)
 • 1 bolli kakó
 • 1 bolli möndlur, gróft hakkaðar
 • 1/4 tsk sjávar salt
 1. Valhneturnar hakkaðar mjög fínt í matvinnsluvél
 2. Kakó og salt blandað saman við valhneturnar og púlsað til að blanda saman við
 3. Bætið döðlunum útí, ekki öllum í einu, ég tók 1/4 í einu og blandaði saman við kakóvalhneturnar. Ef maður getur matað matvinnsluvélina setur maður þær eina í einu útí og blandar á meðan.
 4. Möndlunum blandað saman við döðludeigið, blandað saman með sleif eða öðru áhaldi, ekki í matvinnsluvélinni, það er alveg möst að hafa möndlurnar í góðum bitum til að bíta í.
 5. Ég setti deigið í ofnfast mót með bökunarpappír í botninum og þjappaði vel. Síðan má taka bökunarpappírinn með deiginu úr forminu og setja inní frysti, eða með mótinu, það var bara ekki pláss fyrir það í frystinum mínum 🙂
 6. Látið standa í kæli í amk hálftíma eða eins lengi og maður getur beðið. Síðan er sniðugt að skera þær í ferninga og geyma í frysti eða ísskápnum.

Himneskur kjúklingaréttur

Þessi kjúklingaréttur er bara fáránlega góður! Fann uppskriftina hjá henni á Ljúfmeti og Lekkerheit, sjá hér. Þegar ég sá þessa uppskrift skrifaði ég það strax hjá mér að þessa þurfti ég að prófa. Það er neflilega svo mikið af skemmtilegu hráefni í kjúklingafyllingunni og ég átti dáldið erfitt með að sjá fyrir mér hvernig lokaniðurstaðan varð, en ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hérna er uppskriftin af þessum dásemdar kjúklingarétt.

 

Dodlu_brie_kjulli

 

Himneskur kjúklingaréttur

 • 200 gr döðlur
 • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar
 • 3-4 hvítlauksrif
 • Brie/camenbert/gullostur
 • Ferskt rósmarín
 • 1 poki Furuhnetur (ég var með sólblómafræ, finnst það alveg geta komið í staðin, miklu ódýrara en aðeins annað bragð)
 • Svartur pipar
 • 1 kg kjúklingabringur
 1. Ristið furuhneturnar/sólblómafræin á pönnu og leggið síðan undan
 2. Skerið döðlur, sólþurrkaða tómata og rósmarín í smátt og steikið í ólífuolíu
 3. Pressa eða saxa hvítlaukinn og setja útí í lokin
 4. Skerið ostinn og látið bráðna á pönnunni með gumsinu í
 5. Setjið furuhneturnar/sólblómafræin útí og kryddið með svörtum pipar
 6. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og skerið rauf á þær og troðið ofaní eða hella fyllingunni ofaná bringurnar.
 7. Setja álpappír yfir mótið og setjið inní ofn í 40 mín á 200 gráður.  Ég steingleymdi að setja álpappírinn yfir svo fyllingin mín og bringurnar urðu dáldið dökkar á litinn, en bragðið hlaut ekki skaða af því. Var svo með sætar kartöflur með sem ég bara skar í sneiðar og hellti yfir olífuolíu og setti inní ofn á plötu. Skv uppskriftinni á ljúfmeti þá gerir hún sæta kartöflustöppu með púðursykri, getið séð uppskriftina hjá henni í linkinum hérn að ofan. Mér persónulega  finnst sætu kartöflurnar alveg nógu sætar með þar sem að döðlurnar gefa mjög sætt bragð líka.

 

 

 

Súkkulaðirúlluterta með banana og heslihneturjóma

rullutertaJá ég veit, ég elska súkkulaði…..það er bara þannig. Sem leiðir af sér að mig langar alltaf í súkkulaði á nánast hvaða formi sem er. Hugmyndina af þessari köku fékk ég af köku sem fæst held ég í Bakarameistaranum. Svona risastór rúlluterta með rosalega girnilegum bananarjóma. Það var sem sagt svoleiðis kaka í vinnunni og ég hugsaði hey! Ég hlýt að geta græjað svona low carb style. Niðurstaðan var þessi og okkur fannst hún mjög góð – whats not to love! Ég notaði sama deig og í súkkulaðibollakökunum sem ég gerði um daginn nema ég prófaði að nota smjör í staðinn fyrir kókosolíu, sem að virkaði mjög vel en þá er það ekki lengur paleo, bara svona FYI.

Súkkulaðirúlluterta

 • 1/4 bolli möndlumjöl
 • 1/4 bolli kakó (ég nota frá Green & Black’s)
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur vanilluduft
 • 1 tsk kanill
 • 1 egg
 • 2 eggjahvítur
 • 1/4 bolli blanda af hunangi og agave sírópi (eða sætuefni að eigin vali)
 • 1/4 bolli smjör
 1. Öll þurrefni sett saman í skál
 2. Egg, eggjahvítur, kókosolía, hunang og agavesírópsblanda þeytt þangað til loftkennt
 3. Öllu blanað varlega saman, má bæta við kókosvatni, vatni eða mjólk ef að degið er of þykkt
 4. Deginu smurt á bökuarpappír í form sem er ca 21x34cm og bakað í ca 10 mín á 180°C
 5. Kælið alveg áður en að fyllingunni er komið fyrir

Banana og heslihneturjómi

 • 1 vel þroskaður banani
 • 2 msk heslihnetusmjör
 • 2,5 dl þeyttur rjómi
 1. Þeytið rjómann
 2. Maukið bananann og blandið heslihnetusmjörinu útí
 3. Blandið þessu saman og smyrjið á kökuna.

Ég átti svo afgang af kreminu sem fór á bollakökurnar og notaði það ofan á kökuna og skreytti með smá rifnu dökku súkkulaði