Lasagna

Image

20121128-202311.jpg

Oftar en ekki kom það fyrir að ég eldaði mat handa mér og sambýliskonum mínum á Sjukhusbacken (fyrst Vala en svo Rakel). Og það vildi svo til að ég fékk ósk um innlegg á þessa síðu einmitt frá henni Rakel. Hana langaði í uppskrift af lasagna sem var henni greinilega minnisstætt því það eru uþb. 2 ár síðan að við fluttum frá Sjukhusbacken. Hérna er því uppskrift af minni útgáfu af lasagna, en ég held að flestir hafi sínar eigin hugmyndir um hvernig þeir vilja hafa sitt lasagna. Svona vil ég hafa mitt:

Kjötsósa

 • 1 kg af nautahakki
 • 2 gulir laukar
 • 5-6 hvítlauksrif eða fleiri
 • 800 gr hakkaðir tómatar
 • 5-6 msk tómatpúrra
 • 300 gr spínat (má sleppa en mér finnst það mjög gott með)
 • 1 msk papriku krydd
 • 3 msk oregano
 • 3 tsk spiskummin
 • 2 tsk hvítlaukskrydd
 • 1 tsk cayanne pipar
 • kannski smá carry
 • 1 eða 2 teningar af nautakrafti (ég notaði reyndar fljótandi nautakraft með rauðvíni)
 • má endilega setja svona 1 dl af rauðvíni ef maður á
 • salt og pipar
 • ATH öll krydd er svona meira ca en nákvæm, bara smakka og sjá hvað mætti vera meira af

Laukur og hvítlaukur hakkaður og steiktur í smá smjöri. Hakkinu bætt útí og steikt þar til brúnt. Þá er restin sett útí, svo má þetta endilega malla í dágóða stund áður en lasagnað er sett saman. Ég bjó til mitt eigið pasta án kolvetna en á meðan kjötsósan er að malla bý ég til pastað. Uppskriftina getur maður fundið meðal annars hér

Pasta -kolvetnissnautt

 • 6 egg
 • 200 rjómaostur
 • 0,75 dl fiberhusk
 • 1 tsk salt

Þeyta eggin fyrst og svo er restin sett útí. Látið standa í 10 min til að deigið þykkni. Skipt í tvennt og flatt út á milli tveggja bökunarpappírsarka, örkin sem er sett ofaná er olíuborin svo að hún festist ekki við. Bakað í 10 min í ofninum.

Lasagna

 • Kjötsósa
 • pasta ( má líka kaupa tilbúnar plötur)
 • 750 gr kotasæla
 • nóg af uppáhaldsostinum mínum, gott að blanda, gouda ostur, parmesean eða cheddar kannski.

Lasagnað sett saman í lög, fyrst kjötsósa, svo pasta, svo kotasæla og svo endurtekið þar til í lokin þar sem er endað með kjötsósu og síðast ostin ofaná. Bakað þar til osturinn er gullinbrúnn ca 20 min, eða lengur ef plöturnar þurfa meiri tíma.  Borðið fram með grænu salati og nóg af rifnum parmesean osti yfir.

ATH þetta er mjög stór uppskrift og dugir fyrir marga munna eða gott að eiga í nesti eða í frysti. Þetta tekur líka sinn tíma, en ég var uþb. 1,5 klst að gera allt, en vel þess virði 🙂

Advertisements

Súkkulaði heslihnetu rjómaís

Nú á ég ekki ísvél (öllum frjálst að gefa mér svona í jólagjöf ) en ég ákvað samt að láta reyna á heimagerða ísinn. Ég bjó bara til mína eigin uppskrift sem að ég mun líklega halda áfram að þróa með tímanum, ég setti sem sagt bara það útí hann sem mér finnst gott. Hvað sætuefnin varðar þá mun ég næst ábyggilega prófa að hafa hunang og sleppa kannski sukrin. Næst ætla ég líka að prófa að blanda aðeins mjólk með rjómanum.

 • 3 eggjarauður
 • 2 msk kakó (green and blacks)
 • 1 msk sukrin (innflutt frá Svíþjóð)
 • 2 msk maple síróp
 • 4,5 dl rjómi
 • 4 msk heslihnetusmjör

Eggjarauðurnar, kakóið og sætuefnin allt þeytt saman og smá rjóma bætt útí (ca 0,5 dl) og þeytt þar til allt er blandað vel saman. Restina af rjómanum var svo bætt útí og allt þeytt þangað til orðið vel fluffy. Ég var reyndar að prófa að þeyta þetta í klakabaði – aka “heimatilbúnu ísvélinni minni” sem virkaði ekkert sérstaklega vel. En ég setti ísblönduna svo í frystinn og hrærði reglulega í blöndunni ca 15-20 mín fresti til þess að fá nóg loft í ísinn. Þegar ísinn var eiginlega alveg frosinn þá setti ég helsihnetusmjörið úti. Þá verður það frosið í smá klumpum sem er svo ánægjulegt að finna í ísnum. Í skraut setti ég örlítið af 70% súkkulaði yfir ísinn.

 

Graskerspönnukökur

Image

Þegar ég er í helgarfríi og við erum heima í Stokkhólmi þá er eyði ég yfirleitt góðum stundum að dunda mér eitthvað í eldhúsinu. Þessa helgi er ég búin að baka bananabrauðið hennar Guðríðar og gera epla- og perumaukið hennar og svo ætla ég prófa pizzu uppskriftina hennar í kvöld. Og svo var ég rétt í þessu að klára að borða þessar ljúffengu graskerspönnukökur, sem heppnuðust svo vel. Ég notaði uppskrift frá Tasty-health síðunni og breytti bara smá, en hún er með margar tegundir af allskonar prótínpönnukökum. Seinast þegar ég prófaði að gera prótínpönnukökur tókst það alls ekki og festist allt á pönnunni. Þá ákvað ég að fara daginn eftir að kaupa mér nýja pönnu, svona Jamie Oliver pönnu og ég er ekkert smá ánægð með hana. Enda fékk ég mjög fallegar pönnukökur sem festust ekki neitt við botninn í dag. Annars eru þetta fyrstu skrefin mín í prótínbakstri eða bara prótín dufti yfirleitt, sjáum til hvort að það verður eitthvað meira af þessu hérna.

20121125-153416.jpg

Graskerspönnukökur (fyrir 2)

 • 2 egg
 • 4 msk kókosmjöl
 • 4 msk prótín duft (Whey) (má sleppa, setja þá kókosmjöl í staðin)
 • 2 msk stevia sykur/samsvarandi sætuefni (má setja alvöru sykur ef maður vill það frekar)
 • 2 tsk lyftiduft
 • dash af vaniludufti
 • 4 msk graskerspuré (soðið grasker í ca 15 min og svo mixað með töfrasprota)
 • 1 tsk kanill

Allt mixað saman með töfrasprota og svo látið standa í 5 min. Ég helti með ausu á pönnu þrjár litlar klessur í einu, þá fékk ég 10  litlar pönnukökur (7-8 cm í þvermál). Til að búa til svona litla pönnukökutertu setti ég hræru af kesella með og án vanillu á milli (ca. eins á bragðið og ef ég myndi blanda vanilluskyri og grískri jógúrt saman, held ég). Svo var ég með epla- og perumaukið frá Guðríði og svo möndluflögur og brytjaðar döðlur ofaná, nammi nammi namm.

Pizza LCHF style

 

Föstudagspizzan hverfur ekki þó að það sá LCHF style á heimilinu.

Þessi er blanda af tveimur uppskriftum og okkur fannst þetta langbesti pizzabotninn hingað til.

 • 1,5 dl möndlumjöl (keypt, ekki malaðar möndlur)
 • 1,5 dl sólblómafræ – möluð
 • 1,5 dl mulin hörfræ (flaxseed meal)
 • 0,5 dl Pofiber – fæst líklega ekki á Íslandi, en má bara sleppa og setja aðeins meira af einhverju öðru í staðinn
 • 1 msk husk
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 dl rifinn ostur
 • 1dl vatn
 • 2 egg
 • 2 msk oregano
 • 1 tsk pizzakrydd
 • 3 msk olífuolía

Öllu blandað saman og flatt út eins þunnt og hægt er. Þessi uppskrift passaði vel á eina bökunarplötu. Botninn er svo bakaður í 15 mín við 200°C áður en að áleggið er sett á.

Svo er bara sett það sem þér dettur í hug og finnst gott á pizzuna og heldur áfram að baka með öllu álegginu á.

Hnetu rúsínu jólakúlur

Kannski ekki alveg fallegustu kúlurnar en góðar eru þær. Þrjú tilraunadýr fengu að smakka og allir glaðir. Þessar eru með smá jólabragði og væri vel hægt að gera spariútgáfu og dýfa þessum í súkkulaði. Ég fann uppskriftina á hollustufikt – sjá link hér til hliðar en ég bætti smá negul útí líka.

3 1/2 dl kasjúhnetur
3 tsk kanill
2 tsk kardimommur
1 tsk múskat
1 tsk vanilluduft
1/4 tsk negull
2 dl rúsínur
2 msk agavesýróp
Vinna hneturnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar gróft mjöl.  Bæta þá í kryddum og blanda aðeins saman.  Setja rúsínur út í og agavesýrópið og vinna vel saman.  Ef blandan er of þurr til að hægt sé að móta kúlur úr henni er hægt að setja 1-2 msk af vatni út í, bara bæta við örlitlu í einu.  Þá er bara að móta kúlur úr blöndunni.  Ég hafði þær í smærri kantinum og þá urðu þær alveg 32 stk. Svo ætla ég bara að eiga þetta í frysti og narta í þegar mig langar í, alveg spurning hvað það dugar lengi 🙂

 

Heslihnetusmjör

Image

Þessi uppskrift er dáldil blanda af uppskrift úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar og á blogginu hennar Nönnu. Þetta er alveg möst með kotasæluklöttunum eða pönnukökum.

20121122-190012.jpg

Heslihnetusmjör

 • ca 200 gr heslihnetur án hýðis
 • 2 msk kakó
 • 1-2 msk kókosfeiti
 • vanilluessens
 • sætuefni, ég notaði hunang eða agave síróp, líka hægt að nota sukrin eða lucoma

Hneturnar settar fyrst í matvinnsluvél og svo restin útí, er líklegast hægt að nota töfrasprota líka. Smakkað til þangað til kokkurinn er ánægður með bragðið!

Spínat og kjúklingabaunapottréttur með indverskum áhrifum

20121120-173104.jpg
Hentaði mjög vel að skella í mig einum skammti af þessum rétt áður en ég flýg til Gautaborgar í vinnuferð. Hef oft gert þennan rétt ef ég er kannski pínu kvefuð og finnst alltaf hressandi að hafa hann soldið sterkan svo að maður svitnar smá við að borða hann, það hressir mann vel á haustkvöldum.

Spínat og kjuklingabaunapottréttur

1-2 dósir eða fernur hakkaðir tómatar
Nóg af spínati amk 400 gr
2-3 dósir eða fernur af kjúklingabaunum
Ca 2-3 cm af fersku engiferi
5-8 hvítlauksrif
Nóg af garam masala
Cayanne pipar
Chili
Salt og pipar
Hef stundum sett sætar kartöflur en gleymdi þeim í þetta skiptið

Allt sett í pott og látið malla. Má malla í dálitla stund, finnst það oft betra þannig en það má alveg borða strax ef maður er svangur. Borið fram með nóg af sýrðum rjóma.