Klessukaka með rjóma og sykruðum hnetum

Image

20130126-201917.jpg

Þessi kaka er frá uppáhaldablogginu okkar Guðríðar, bakasockerfritt, Guðríður þú mátt mótmæla en ég held þú sért sammála mér. Og ég held líka að við höfum báðar æltað að prófa þessa köku en ég varð fyrri til, YESS! Ég gerði tvöfalda uppskrift og ég pimpaði kökurnar aðeins. Á aðra kökuna setti ég karamellukremið sem varð afgangur af sykruðu hnetunum sem ég var að gera samtímis og svo setti ég sykruðu hneturnar ofaná báðar kökurnar sem smá skreytingu. Þessi kaka fékk mjög góð meðmæli hérna útí sveit með fjölskyldunni hans Martins og ég mæli hiklaust með henni.

Klessukaka með rjóma og sykruðum valhnetum og möndlum

Botn

 • 25 g smjör við herbergishita
 • 2/3 dl möndluhveiti
 • 2/3 msk kókoshveiti
 • 2/3 msk sukrin
 • 1/2-2/3 msk kakó

Kakan

 • 25 g smjör
 • 45 g súkkulaði (ég notaði blöndu af 70% kaffisúkkulaði og 70% venjulegt súkkulaði)
 • 1 egg
 • 1 msk sukrin
 • 1 msk rjómi
 • dash af vanilludufti

Rjómi

 • 1 1/2 dl rjómi
 • dash af vanilludufti
 • 1-2 tsk sukrin

 

 1. Byrja á botninum, öllu blandað saman og  sett í botnin á 12 cm springformi. Bakað við 175 gráður í 6-8 mín. Tekið út úr ofninum og hitin lækkaður í 150 gráður.
 2. Súkkulaði og smjör brætt saman. Eggið þeytt létt og súkkulaðiblöndunni blandað saman við eggið. Sukrin, rjómi og vanilluduft líka blandað útí. Hellt ofan á botninn sem búið er að baka og settinní ofn og bakað í ca 20 mín, ég hafði mínar inni í 25 mín. Kannski af því að ég var með tvær í einu. Kökurnar kældar áður en rjómin er settur á.
 3. Ég setti karamellukremið frá sykruðu hnetunum ofan á kökuna áður en ég setti rjóman á, svo þetta varð svona millilag. Þeytti svo rjóman með sykrin og vanilludufti og og sprautaði ofan á kökurnar. Saxaði hnetur og setti ofaná.

Ef svo vildi til að maður vill hafa karamellu en ekki hnetur má vel skella smá smjöri og sykri á pönnu og bræða og hella yfir rjóman eða ofaná kökuna áður en maður setur rjóman á.

Advertisements

Sykraðar valhnetur og möndlur

Image

20130126-201649.jpg

Þessar hafði ég hugsað sem svona snakk svipað og Guðríður gerði með sínar hnetur, sjá hér. Nema þessar áttu að vera nær sykruðum möndlum og ég var með bæði möndlur og valhnetur í þessu.

Sykraðar valhnetur og möndlur

 • 1 stór lúka möndlur
 • 1 stór lúka valhnetur
 • 10 gr smjör
 • 2 msk sukrin
 • 1 msk hunang

Smjör, sukring og hunang sett á pönnu og látið malla þangað til þetta fær dáldið brúnan lit. Möndlurnar og valhneturnar settar útí og látið malla þangað til sykurlögurinn byrjar aðeins að festast við. Ég notaði aðeins meira smjör en ég mæli með hér en það varð dáldið mikið klessulegt fyrst, en þegar það kólnar þá verður þetta betra. En já s.s. þegar þetta er orðið fallega brúnt á pönnunni setti ég þetta á bökunarpappír og lét kólna. Svo tíndi ég hneturnar og möndlurnar í skál og þá varð eftir þessi fína og góða karamella/karamellusósa. Hana ákvað ég svo að nota í kökuna sem ég var að baka,eða klessukökuna hérna á eftir, því mér fannst þetta ekki getað farið til spillis. Gott sjónvarpssnakk eða þegar manni langar í eitthvað sætt og gott.

Kúrbítsklattar

Image

20130123-203544.jpg

Rosalega fljótlegt og einfalt!

Kúrbítsklattar

 • 10 egg
 • 200 gr skinka í litlum bitum
 • 1 kúrbítur rifinn með rifjárni
 • 1 chili
 • 2 msk fiberhusk
 • smá rifin ostur ef maður vill
 • salt, pipar og önnur krydd ef maður vill

Kúrbíturinn er rifinn niður og saltað örlítið og settur í sigti svo að sem mest af vatni geti runnið af. Chili skorið í litla bita og öllu öðru blandað saman í skál. Kúrbíturinn kreistur eins mikið til að taka vatnið úr honum og honum svo blandað saman við restina. Steikt á pönnu. Ég steikti svo líka beikon og var með til að fá smá krispý fíling í þetta. Ef maður vill bara hafa þetta grænmetis má alveg sleppa skinkunni, það er ekkert möst.

Þorrablót með laufabrauði og franskri súkkulaðiköku með lakkrís

Image

20130123-205622.jpg

Við vorum með smá kynningu á íslenskum þorramat fyrir nokkra sænska vini sem voru æstir í að smakka súra hrútspunga og hangikjöt.  Mér fannst eiginlega ekki hægt að vera með hangikjöt án þess að vera með laufabrauð svo ég ákvað að skella mér í djúpu laugina og prófa gera laufabrauð í fyrsta skipti. Ég fékk uppskrift hjá mömmu og hún var svo hljóðandi.

Laufabrauð

 • 250 gr hveiti/heilhveiti
 • 1/4 tsk salt
 • 1 msk sykur
 • 20 gr smjör
 • 1,25 dl mjólk

Smjörið og mjólkin hituð þangað til að smjörið er bráðnað. Blandað útí hveitið með sykrinum og saltinu. Ekki setja allt hveitið í einu, heldur geyma það til að nota þegar kökurnar eru flattar út. Ég bjó til rúllu úr deiginu og setti inní rakt viskustykki og lét það kólna aðeins í ca klukkutíma áður en ég flatti kökurnar út og skreytti. Þar sem að ég á ekkert laufabrauðsjárn var mjög frjálslegt og frumlegt munstur á kökunum hjá mér.

Frönsk súkkulaðikaka með lakkrís

Nú á meðan laufabrauðsdegið var að kælast skellti ég í eftirrétt sem átti að vera með smá íslensku þema. Súkkulaði og lakkrís var allavega þemað en ég gerði frönsku súkkulaðikökuna sem ég gerð um áramótin en án botns, sjá uppskrif hér. En svo bætti ég útí 2-3 tsk af lakkrísdufti eins er má sjá á myndinni og svo klippti ég niður ca. hálfan poka af þessu nammi frá malaco. Mér fannst kakan vera pínu ofbökuð og aðeins of sterkt bragð af lakkrís sama kvöld og ég bakaði hana. EEEN dagin eftir þegar hún var búin að standa inní ískáp, var hún alveg sjúklega góð. Svo ég mæli hiklaust með því að kæla hana áður en hún er borin fram. Gott að vera með góðan vanilluís og heit kramin hindber með kökunni.

Súkkulaði prótín pönnukökur

CIMG2912Þessar eru alveg að gera útaf við samstarfsfólk á hæðinni minni. Ég set tvær í brauðristina seinni part dags og lyktin sem kemur er unaðsleg, það er bara þannig! Ég er búin að vera þróa soldið uppskriftina í nokkur skipti en þessi er alveg negla.

 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 1,5 dl vanillu prótínduft
 • 2 msk kakó (Green and Black’s)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 msk stevia (eða annað sætuefni)
 • 3 egg
 • 3/4 Hleðsla með kókos og súkkulaði bragði

Öllu blandað saman með töfrasprota eða þeytara. Mikilvægt að þeyta eggin soldið svo að degið verði soldið loftkennt og létt.

Bakað á pönnu og njótið! Ég á þær svo bara í ísskápnum eða frystinum og hendi í brauðristina þegar hungrið seðjar að mér. Þessar fá fullt hús stiga hjá dómaranum *****

Pistasíukaka með heslihnetukremi

CIMG2905

Pistasíukaka

 • 25 g smjör
 • 1 egg
 • 1/2 dl möndlumjöl
 • 25 g fínhakkaðar pistasíuhnetur
 • 1/2 msk kókóshveiti
 • 2 msk stevía (eða annað sætuefni)
 • hnífsoddur vanilla
 • ef vill – hnífsoddur kanill – ég mæli með því 🙂
 • Heslihnetusmjör til að smyrja ofan á og pistasíuhnetur til að skreyta með
 1. Bræðið smjörið.
 2. Fínhakkið pistasíuhneturnar og blandið saman við þurrefnin.
 3. Egg og bráðið smjör síðan blandað saman við allt saman.
 4. Smyrjið 12 cm form og hellið deginu í.
 5. Bakið við 175°C í 20-25mín

Við vorum of gráðug til að bíða eftir því að kakan kólnaði svo að ég smurði heslihnetusmjörinu ofan á kökuna aðeins of snemma. En það varð ekki verra á bragðið fyrir því. Ég var að hugsa um að bæta við nýjung með uppskriftunm héðan í frá  með því að Daði gefi stjörnur fyrir réttina sem hann fær að smakka. Þessi kaka fær **** af 5 mögulegum.

 

Súkkulaði og bananahafragrautur

20130118-140042.jpg

Banana- og súkkulaðihafragrautur með bláberjum og toppað með tyrkneskri jógúrt

 • 1/2 banani
 • 1/2 dl haframjöl
 • 1-2 dl mjólk, eftir því hvað maður vill hafa hann þykkan
 • 2 tsk kakó
 • pínu salt
 • sætuefni ef maður vill

Öllu blandað saman í pott og soðið saman í góðan graut. Bananinn maukaður saman við um leið og grauturinn er hitaður. Svo setti ég frosin bláber útí grautinn og hrærði aðeins saman við og setti tyrkneska jógúrt ofaná. Hefði líklegast viljað hafa mjók útá, en hún var búin á þessu heimili þetta kvöldið. Þetta fannst mér agalega skemmtilegur “eftir-bandýæfingu-kvöldmatur-áður- en-ég -fer-að sofa”. Hugmyndin er komin frá þessari píu sem er að gera fullt af skemmtilegum uppskriftum.