Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum

Ég bakaði tvær tegundir af smákökum fyrir Bellmanstafetten sem var í dag. Það er 5×5 km boðhlaup og ég var að hlaupa með vinnufélögunum mínum. Það var eiginlega aðeins of gott veður til að hlaupa en það var mjög fínt þegar hlaupið var búið og við gátum sest niður og fengið okkur kökur í sólinni. Fyrri tegundin sem ég bakaði voru amerísku súkkulaðibitakökurnar sem Guðríður setti inn hér. Þessar amerísku eru allt annað en hollar og ég smakkaði dáldið vel á deginu þegar ég var að baka og þær eru alveg fáránlega góðar, var ekkert viss um að ég vildi baka kökurnar, bara borða allt deigið sjálf. En kökurnar eru líka mjög góðar þegar búið er að baka þær. Hinar kökurnar eru töluvert hollari en þær eru úr svörtum baunum og án sykurs. Þær voru alveg jafn vinsælar og amerísku ef ekki vinsælli, og fékk ég mikið hrós fyrir þær frá öllum sem smökkuðu. Uppskriftina fann ég á þessari bloggsíðu. 

Súkkulaðibitakökur úr svörtum baunum

 • 2 msk kakó
 • 2 msk próteinduft (með toffie bragði, en mà vera öðruvísi)
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • Salt à hnífsoddi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tetra svartar baunir, 230 gr
 • 1 stór msk af döðlusírópi/ önnur sætuefni, smakkið ykkur fram, ekki meira en 1/2 dl sukrin/sykur
 • 1 msk hestlihnetusmjör
 • 1 msk smjör
 • 1 msk mjólk
 • 30 gr 70% súkkulaði ( mætti vera kannski 50 gr)
 1. Kakó, próteinduft, vanilluduft, salt og lyftidufti blandað saman í skál.
 2. Restin fyrir utan súkkulaðið er sett í matvinnsluvél og unnið vel.
 3. Súkkulaði blandað saman við og smakkið ykkur fram með sætuefnin
 4. Sett á bökunarplötu, ég gerði 9 stk úr þessari uppskrift. ATH þær fletjast ekki út, heldur lyfta sér bara smá.
 5. Bakað í ca 10-12 mín við 180 gráður í ofni.

20130824-182439.jpg

Advertisements

Banana og hnetusmjörskaka

hnetusmjörs kakaÞað kemur alveg fyrir að mig langi í eitthvað gott með kaffinu, kvöldkaffinu eða um helgar. Þessi er tilvalin, hún er smá moj þar sem að hún þarf að kólna vel áður en að er borin fram og hún var jafnvel betri daginn eftir. Það er hvorki egg né lyftiduft í botninum svo að hann er svona pínu klessukökulegur bananabotn sem mér fannst koma mjög skemmtilega út með hnetusmjörinu og dökka súkkulaðinu, það er reyndar eiginlega allt gott með dökku súkkulaði og hnetusmjöri en það er önnur saga 🙂  Uppskriftin kemur frá Baka Sockerfritt.

Botn:

 • 70 g mjög þroskaður banani
 • 1 dl möndlumjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 1 msk sukrin
 • 2 tsk kakó
 • 1/4 tsk vanilluduft

Ofan á: 

Hnetusmjör – mýkjið í örbylgjuofni til þess að hellist jafn ofan á kökuna

Bráðið súkkulaði – sykurlaust eða 70%, má einnig blanda rjóma, smjöri eða kókosolíu saman við.

 1. Hitið ofninn í 150°C
 2. Maukið bananann og blandið síðan þurrefnunum saman við
 3. Klippið út bökunarpappír og komið fyrir á botninum á 12 cm springforminu. 
 4. Klessið deginu í formið og bakið í ca 25 mín í miðjum ofni.  
 5. Látið kólna áður en að hnetusmjörinu er hellt ofan á, magnið fer soldið eftir smekk – kælið
 6. Hellið svo súkkulaðinu ofan á þegar hnetusmjörslagið er orðið nógu kalt.
 7. Kælið aftur áður en að er borið fram.

Sjávarrétta tapas

tapas

Okkur finnst ekki leiðinlegt að borða góðan mat svo að við tókum okkur til og gerðum þriggja rétta sjávarrétta tapas. Dásamlegt að eyða kvöldinu saman, elda góðan mat, hlusta á tónlist og fá sér ponsu hvítvín. Þetta var líka svona alveg í lokin á sumarfríinu mínu svo að það þurfti að enda það með stæl! Ég má líka til með að nefna það hvað ég elska að fara útí garð og ná í allar þessar fersku kryddjurtir og salat, nammi namm 🙂

1. Sushi rúlla: Lax, avocado, gúrka, vorlaukur, graslaukur, grænt salat og japanskt mæjónes. Ofan á lax, japanskt mæjónes og graslaukur smátt skorinn.

2. Snögg grafinn lax úr Gestgjafanum, ég minnkaði uppskriftina fyrir okkur tvö:

 • 150 g lax
 • 1/2 msk salt
 • 1/4 msk sykur
 • 1/4 tsk pipar
 • 1,5 msk gin
 • 1/4 límóna
 • 1/2 msk einiber – steytt
 • 1,5 msk jómfrúarolía
 1. Laxinn skorinn þunnt og komið fyrir á flötum disk
 2. Salt, sykur og pipar blandað saman í skál
 3. Gin og límónusafinn hellt yfir laxinn og saltblöndunni stráð yfir
 4. Látið standa í ísskáp í 30 mín
 5. Steyttum einiberjum og jómfrúarolíunni stráð yfir rétt áður en borið fram
 6. Skreytt með steinselju og graslauksblómum

Borið fram með ristuðu brauði eða frækexi fyrir þá sem eru í low carb

3. Klassíski hvítlauks sumar humarinn minn

Eplakaka

WP_20130703_005Ég er ein ábyrg fyrir því að borða allan bakstur sem inniheldur heita/volga ávexti á heimilinu, þess vegna verður það ekki oft á matseðlinum en mér finnst eplakaka alveg geggjað góð. Ég lét þetta eftir mér og þá fer ég oft bara með kökuna í heimsókn einhvert þar sem ég get fengið góðan kaffi eða tebolla með. Uppskriftin er frá Baka Sockerfritt.

 • 40 g epli
 • 20 g smjör
 • 1 egg
 • ½ dl möndlumjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 2 1/3 msk sukrin
 • ½ tsk lyftiduft
 • 1 krm vanilluduft

Ofan á

 • 20 g heslihnetuflögur
 • 1/2 tsk kanill
 • ½ tsk sukrin
 1. Hitið ofninn í 175°C  og bræðið smjörið.
 2. Þeytið eggið með þeytara.
 3. Bætið þurrefnunum ásamt brædda smjörinu við þeytta eggið.
 4. Hellið deginu í 12 cm smurt springform.
 5. Skerið eplið í bita, mér finnst líka betra að taka utan af því, blandið saman sykri og kanil og veltið eplabitunum uppúr því. Þrýsið eplabitunum ofan í degið.
 6. Dreifið heslihnetuflögunum ofan á kökuna
 7. Bakið neðarlega í ofni í ca 15 mín.

Heimatilbúið dökkt súkkulaði

Hef verið lengi að íhuga það að gera mitt eigið súkkulaði og lét loksins verða að því. Engin aukaefni og ég veit nákvæmlega hvað ég set af sykri, eða sætuefnum í súkkulaðið. Búin að eiga kakósmjör heillengi uppí skàp sem var bara að bíða eftir mér. Ég googlaði aðeins og komst að því að beisikklý er þetta bara blanda af kakósmjöri og góðu kakói og svo einhverskonar sætuefni. Ég þarf aðeins að þróa uppskriftina betur en þetta er fyrsta tilraun.

 • 100 gr kakósmjör
 • Uþb 100 gr kakó, bæta fyrst 50 gr og svo smakka sig àfram hversu súkkulaði beiskt/ súkkulaði % maður vill fà.
 • 3 msk sukrin melis eða eftir smekk
 • Vanilluduft eftir smekk
 1. Kakósmjörið brætt yfir vatnsbaði. Heitt kranavatn sett í pott og hitað við mjög lágt hitastig.
 2. Kakó og sykur sigtað, vanilludufti blandað saman við
 3. Kakósykrinum blandað saman við brædda kakósmjörið
 4. Smakkað til með sykri og kakói þangað til útkoman bragðast eins og súkkulaði
 5. Ég notaði silicon brauðform og hellti helmningnum af súkkulaðinu í formið fyrir 1 stykki sem er ca 100 gr. Ég setti smá möndlur í eitt súkkulaðistykkið og þurrkuð trönuber og sjávarsalt í hitt.
 6. Kælið og svo er gott að geyma súkkulaðið í bökunarpappír og inní ísskáp.

20130816-221017.jpg

20130818-150755.jpg

Parmesean eggaldin

Eggaldin=gott, parmesean=sjúklega gott, þetta er formúla sem bara getur ekki klikkað!

 • 2 eggaldin
 • 1-2 egg
 • parmesean ostur að vild, rifinn

Eggaldin skorið í hæfilega þykkar sneiðar langsum, velt uppúr eggi og svo velt uppúr parmesean. Steikt à pönnu þar til gullinbrúnt og svo inní ofn þangað til eggaldinið er orðið nógu mjúkt.

20130814-194451.jpg

Lúxus eftirréttur

Vorum með smà óvænt þriggja rèttar matarboð um daginn og ég gerði dàldið lúxus útgàfu af franskri súkkulaðiköku, eða bara dàldið skreyttan disk. Bjó til súkkulaðirúllur og súkkulaði með kókosflögum og trönuberjum, borið fram með hindberjasorbet og heitum hindberjum.

20130809-203851.jpg

20130809-203900.jpg