Kanilsnúðar

Nú nàlgast óðum kanelbulledagen hèrna í Svíþjóð sem er 4.október, og það ilmar af kanelbullum í öllum pressbyrån og 7-11 búðum og þessi lykt er nànast ómótstæðileg. Hingað til hef ég getað hamið mig um að kaupa mér snúða en það krefst mikils viljastyrks, sérstaklega þegar ég var í Ikea í gær. En það er auðvitað best að baka sín eigin snúða að sjàlfsögðu og það gerði ég í dag. Uppskriftina fann ég hér

Kanilsnúðar (14-16 stk)

Deig

 • 4 egg
 • 4 msk stevia strö
 • 1 dl mjólk eða rjómi
 • 1/2 dl kókoshveiti
 • 1 1/2 dl möndlumjöl
 • 2 1/2 msk fiberhusk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk kardemomma
 • Egg og möndluflögur ofaná

Kanelsmjör

 • 100 gr mjúkt smör
 • 1 msk kanill
 • 2-3 msk stevia strö
 1. Kveikja á ofninum á 175 gráðum
 2. Þeyta saman egg og sykur, þar til það er létt of loftmikið. Má þeyta lengi
 3. Þurrefnin sett í skál og síðan blandað saman við eggin
 4. Mjólkin/rjóminn sett seinust útí. Látið standa í 10-15 mín að þykkna
 5. Kanilsmjörið útbúið, öllu blandað saman, má jafnvel hita örlítið í örbylgju (15-20 sek) til að það sé auðvelt að smyrja á deigið.
 6. Deigið flatt út á milli tveggja olíusmurðra bökunarpappíra
 7. Kanilsmjörið smurt ofaná deigið og síðan er deiginu rúllað upp, skorið í 2-3 cm bita og sett í muffinsform. Gott er að smyrja þau með olíu til að snúðarnir festist ekki við.
 8. Penslað með þeyttu eggi og möndluflögur settar ofaná
 9. Bakað í 15-20 mín

20130929-165447.jpg

Advertisements

Haframjölspönnukökur með karamelluprótínfluffi

Um helgar langar mig oft að “lyxa till lite” með morgunmatin/brunchinn og þá eru oft pönnukökur sem mér dettur í hug. Það er hægt að gera svo ótalmargar útgáfur af pönnukökum og þar sem að það er varla til hveiti á mínu heimili lengur þá verður undirstaðan yfirleitt einhver önnur. Það er alveg minnsta mál að mala haframjöl í fínara mjöl og nota það til að gera pönnukökur og þær verða alveg stórgóðar og aðeins grófari í sér en þessar venjulegu.

Haframjölspönnukökur (fyrir 1 rosalega svangan)

 • 1,3 dl haframjöl
 • 1/3 banani
 • 1 tsk lyftiduft
 • Pínu salt
 • 1 egg
 • Dash af kanil
 • 30 gr brætt smjör
 1. Haframjöl mixað fyrst í matvinnsluvél, svo er restinni bætt útí og mixað þangað til deigið er orðið mjúkt og fínt
 2. Deigið má aðeins standa í smá stund til að þykkna áður en pönnukökurnar eru bakaðar
 3. Ég fékk 6 litlar lummu stórar pönnukökur úr þessari uppskrift.

Karamelluprótínfluff

 • 1 frosinn banani í bitum
 • 1/2 dl prótínduft karamellibragð
 1. Maukað saman með töfrasprota, þangað til að það séu næstum því allir frosnu bananabitarnir farnir í mauk.
 2. Skipta um á töfrasprotanum og setja þeytaran á, þeyta svo þangað til þetta er orðið gott fluff.20130907-110534.jpg

Cookie dough prótínstykki

Þetta var bara svo einfalt en samt svo ógeðslega gott. Lykillinn af þessu prótínstykki er algjörlega toffee prótínduftið sem ég var að kaupa. Ég sem ætlaði að fara panta fullt af Quest prótínstykkjum frá iherb hætti snarlega við þegar ég prófaði þetta, heimatilbúið og svo miklu miklu betra. Þetta bragðast bókstaflega eins og smákökudeig. Ég er kannski líka pínu bitur útí Quest cookie dough stykkin því þeir eru með kashew hnetur í þeim svo ég get ekki borðað þau, en Guðríður segir að þau séu mjög góð. Ég er samt alveg sannfærð um að mín heimatilbúnu séu miklu betri.

Cookie dough prótínstykki

 • 1 lúka valhnetur
 • 1 lúka ferskar döðlur (8-10 stk)
 • ca 1,5 dl toffie prótínduft (frá Myprotein)
 • 2-3 msk kakónibbur
 1. Valhneturnar maldar í matvinnsluvél
 2. Döðlunum blandað saman við ásamt prótínduftinu og maukað þangað til öllu er vel blandað saman
 3. Kakónibbum bætt útí og hrært saman með skeið
 4. Handfylli tekin og mótað stykki úr því og sett í álpappír til að geyma þau í

Ég fékk ca 6 70 gr stykki úr þessari uppskrift og ég geymi þau í frysti, þá eru þau pínu seig og góð. Þannig geymast þau líka lengur.

20130901-150827.jpg

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Tiltölulega einfaldur réttur ef maður á allt í hann og mér fannst eiginlega þetta heimatilbúna rasp miklu betra en þetta “venjulega” sem maður kaupir í pakka. Það er best að byrja á því að gera sósuna svo hún fái aðeins að taka sig á meðan maður er að elda fiskinn. Uppskriftina sá ég á þessari síðu.

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Kapers remúlaðisósa

 • 0,75 dl majónes
 • 0,75 dl sýrður rjómi
 • 1/2 dl hakkaðar súrar gúrkur /relish
 • 2 msk kapris
 • 1/2 tsk karrý
 • pínu lítið gurkmeja
 • salt og pipar
 • ef maður vill smá sítrónusafa eftir smekk
 1. Öllu blandað saman í skál og látið standa inní ísskáp á meðan fiskurinn er eldaður.

1,2 kg þorskflök

Rasp

 • 2 egg
 • 3 msk kokoshveiti
 • 3 msk möndlumjöl
 • 3 msk fiberhusk
 • 2 msk hörfræ
 • 2 msk sesamfræ
 • 2 msk fibrex
 • salt og pipar
 • smjör til steikingar
 1. Eggin sett í djúpan disk og þeytt með gafli
 2. Öllum þurrefnunum blandað saman í annan djúpan disk
 3. Þorskflökin þurrkuð örlítið með pappír. Veltið fiskinum fyrst í eggið og svo í raspið og steikið á pönnu með nóg af smjöri.

Ég var með smjörsteiktar strengjabaunir og vaxbaunir með þessu, sem er mjög auðvelt meðlæti og tekur enga stund að steikja.

20130831-221304.jpg