Midsommar tertan

IMG_0565Omnomnom er það sem ég hugsa allavega þegar ég sé þessa! VIð systum sameinuðum krafta okkar að þessu sinni og fengum að gera midsommar tertu fyrir veisluna hjá mömmu hans Martins. Kakan var svona spuni af góðum hugmyndum raðað saman. Lykilatriðið var að það væru jarðaber sem kæmu við sögu, annað var frjáls aðferð. Kakan saman stendur af brúnum svampbotni sem er skorinn í þrjá botna. Í fyrsta laginu var svo þeyttur rjómi og stöppuð jarðaber. Í næsta lagi og ofan á og í kring notuðum við dumle rjóma. Kakan er svo skreytt með Cadbury kex fingrum og berjum að eigin vali.

Brúnn svampbotn

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 2/3 dl hveiti
 • 2/3 dl kartöflumjöl
 • 2/3 dl kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Egg og sykur þeytt saman
 3. Þurrefnunum blandað saman við, jafnvel sigtað ef það liggur vel á þér
 4. Deginu hellt í hringform ca 24 cm og bakað í ca 30 mín

Dumlerjómi

 • 1 poki dumle karamellur
 • 4 dl rjómi
 1. Rjóminn hitaður í potti að suðu.
 2. Heitum rjómanum hellt yfir dumle karamellurnar.
 3. Hrærið þangað til karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjómann.
 4. Hræran er svo kæld, helst yfir nótt.
 5. Karamellurjóminn er svo þeyttur og þá fær maður þennan fína dumle karamellurjóma.
Advertisements

Amerískar pönnukökur

ponnukokurMér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski full brúnar og líflausar, mér finnst bara berin sem eru í búðinum núna svo steralega og bragðlaus svo að það kemur bara seinna 🙂

 • 175 g hveiti
 • 3 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk  sykur
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 40 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman. Ég nota svo könnu sem er hægt að hella úr til að hella bara beint á pönnuna.

Ég er svo með ofan á peru sem ég setti í pott með ca msk af smjöri og msk af púðursykri ásamt smá kanil, þetta læt ég malla bara á meðan ég steiki pönnsurnar. Setti svo möndluflögur ofan á. Næst prófa ég kannski að setja bara döðlur í staðin fyrir púðursykur. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.

 

Bláberjapæ með heimatilbúnu grófu marsipani

Guðríður byrjaði einn laugardagsmorgun um að biðja mig/og/eða Tinnu um pæuppskrift af því hún var svo sjúk í að borða eitthvað heitt með vanillusósu. Þessi ósk snérist fljótlega upp í smá bökunarmanínu hjá okkur öllum, þar sem Guðríður skelliti í eplpæjið hérna á undan og Tinna gerði einhverjskonar bláberjapæ. Ég hafði því miður ekki tíma í að baka þennan dag en viku seinna tók ég mig saman í andlitinu og gerði þessa bláberjapæ þegar ég átti von á góðum gestum.

Gróft marsipan

 • 100 gr möndlur
 • 1/2 dl sykur
 • 1/2 dl flórsykur
 • nokkrir dropar “Bittermandel” í Svíþjóð eða líklegast möndludropar á Íslandi
 • Lítil eða hálf eggjahvíta
 1. Ef maður ætlar að vera duglegri og gera fínt marsipan á maður að hafa möndlur án hýðis, en ég var löt í þetta skiptið.
 2. Möndlurnar og sykurinn mixað í matvinnsluvél þangað til allt er malað fínt.
 3. Bittermandeldropunum bætt útí ásamt eggjahvítunni og mixað áfram þangað til maður fær rétta áferð.

2015/01/img_0477.jpg

Bláberjapæ

 • 500 gr frosin bláber, eða fersk ef maður býr svo vel
 • 2 msk kartöflumjöl
 • 2 1/2 dl haframjöl
 • Grófa marsipanið (eða 100 gr af venjulegu marsipani)
 • 100 gr smjör
 1. Bláberin og kartöflumjölið blandað saman. (ég klippti bara opin pokan af bláberjunu og setti kartöflumjölið beint útí og hristi aðeins saman). Sett í ofnfast mót
 2. Haframjölinu og smjörinu blandað saman við marsipanið og mulið yfir bláberin.
 3. Bakað við ca 200 gráður þangað til deigið fær smá lit á sig
 4. Berist að sjálfsögðu fram með vanilusósu, rjóma nú eða ís

2015/01/img_0480-0.jpg

Àvaxtaterta handa Lilian

Kannski komin tími á að fara henda inn nokkrum bloggum? Smá bloggátak kannski, sys? Það á nú kannski eftir að koma í ljós hvor okkar á eftir að vera duglegri nú þegar Guðríður er alveg að fara detta í fæðingarorlof. En síðan ég bloggaði seinast erum við Martin búin að kaupa hús, selja íbúð, velja inréttingar í nýja húsið og tók svo næstum mánuð í að cruisa í kringum Suður-Ameríku, svo nóg annað að gera en elda mat og blogga um hann 🙂 Þessa uppskrift skrifaði ég í september en kláraði aldrei að pósta henni á síðuna, svo jæja hér kemur ávaxtaterta.

Mamma hans Martins bað mig um að skella í eina tertu fyrir afmælisveisluna hennar og auðvitað get ég ekki sagt nei. Hún vildi hafa einhverskonar ávaxtaþema í kökunni svo ég þurfti aðeins að breinstorma til að láta mér detta eitthvað í hug. Löng vinnuvika, vinnuferð til Oskarshamn og smá skipulagning þurfti til að græja þessa tertu en hún lukkaðist mjög vel þrátt fyrir það. Til að auðvelda hlutina keypti ég tilbúin svampbotn, mjög auðvelt og alls ekkert mikið öðruvísi en það sem maður sjálfur bakar.

Ávaxtaterta

 • Svampbotn
 • ca 350 g mango í bitum
 • Àvaxtafrómage (sjá uppskrift neðar)
 • Púðursykursmarengs með ricecrispies í bitum
 • Ferskir ávextir til að skreyta með (mangó, kiwi, granatepli, ferskar fíkjur og blæjuber)

Ávaxtafrómage

 • 250 gr mascarpone ostur
 • 1 dl sykur
 • 4 dl rjómi
 • 6 matarlímsblöð
 • 2 dl trópískt djús þykkni
 1. Þykknið er hitað í potti og matarlímsblöðunum bætt útí. Kælt örlítið.
 2. Rjóminn þeyttur og blandað sykri og mascarpone ostinum saman við,  ávaxtaþykkninu bætt útí með matarlímsblöðunum.

Púðursykursmarengs

 • 3 eggahvítur
 • 2 dl púðursykur
 • 3 dl rice crispies
 1. Stífþeyta saman eggjahvítur og sykur, blanda svo rice crispies útí og ég bakaði botninn í síliconformi í ca klukkutíma við 150 gràður.

Samsetning

Keyptir svampbotnar hérna í Svíþjóð er alltaf búið að skera í þrjà þynnri botna. Ég notaði bara tvo þar sem annars hefði kakan verið alltof hà. Svo til að setja saman kökuna þà er fyrst 1/3 afsvampbotninum tekin. Þà mangobitar og ca helmingurinn af àvaxtafrómaginun sett ofanà. Svo annar hluti af svampbotninum og restin af frómaginum smurt allt í kring, ofaná og á hliðarnar.. Braut síðan marengsinn ofanà og skreytti loks með àvöxtum. Ég setti hana saman snemma sama dag sem átti að borða hana því þá getur fromageinn stífnað aðeins áður en hún er skreytt. Getur verið fínt að undirbúa svampbotninn og marengsinn deginum áður og þá er þetta svo lítið mál!

IMG_0430.JPG

Chai-kaka með karamellukremi

IMG_0100x

 

Ég er búin að hugsa um að baka þessa köku frá því að ég sá uppskriftina í byrjun desember á facebook síðu Fjarðarkaupa. Loksins fór ég í málið! Þið sem þekkið mig vita að ég er nánast með Chai-latte í blóðinu, þannig að Chai-kaka var eitthvað sem að ég bara varð að prófa! Í dag eru sem sagt 12 dagar fram að settum degi og var ég þá formlega sett á varamannabekkinn frá og með deginum í dag. Þetta var því seinasti vinnudagurinn minn…. og þá auðvitað kemur meður með köku í vinnuna!

Chai-kryddblanda

 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk kardimommur
 • 1/2 tsk negull
 • 1/2 tsk kóríander
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/8 tsk hvítur pipar

Blandið öllum kryddum saman í skál og leggið til hliðar.

Chai-botnar

 • 150 ml mjólk
 • chai-kryddblanda
 • 110 g mjúkt smjör
 • 230 g sykur
 • 2 egg
 • 240 g hveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/3 tsk salt
 1. Hitið mjólk að suðu, hrærið chai-kryddblöndu saman við og kælið mjólkina.
 2. Þeytið mjúkt smjör svolítið og setjið sykur saman við. Hrærið vel saman og bætið við einu eggi í einu.
 3. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Sigtið þurrefnin ofan í smjörblönduna og hrærið vel saman við ásamt chai-mjólkinni.
 4. Setjið í hringform ca 24 cm. Bakið við 180° í 40-45 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur upp hreinn. Látið chai-kökuna kólna í forminu og leysið hana svo úr.

Karamellukrem

 • 200 g rjómakaramellur
 • 150 ml rjómi
 • 100 g mjúkt smjör
 • 150 g flórsykur
 1. Bræðið rjómakaramellur og rjóma saman í potti og kælið.
 2. Þeytið smjör og flórsykur saman í skál.
 3. Bætið kaldri karamellunni við kremið og þeytið áfram þar til allt hefur blandast vel.
 4. Smyrjið kreminu ofan á kökuna og skreytið með stjörnuanís.

Eplapæ með vanillusósu

IMG_0088

Ég féIMG_0093kk svaðalega þörf fyrir að baka svona ekta sænska pæ sem er borin fram með vanillusósu um seinustu helgi. Ég gerði reyndar ekki vanillusósuna sjálf heldur sá IKEA um að kokka hana upp sem þeir gera líka með eindæmum vel.

 

Bökubotninn

 • 225 g smjör (við stofuhita)
 • 50 g púðursykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða (eggjahvítan notuð til að pensla bökuna í lokin)
 • 350 g hveiti
 1. Hrærið saman smjör, púðursykur og vanillusykur þangað til vel blandað.
 2. Bætið eggjunum við og hrærið áfram.
 3. Setjið loks hveitið útí í litlum skömmtum og geymið jafnvel smá af hveitinu til að sjá hvort að allt þurfi til þess að gera degið jafnt og þétt.
 4. Geymið degið í ísskáp í amk 30 mín áður en haldið er áfram. Þá er kjörið að undirbúa eplafyllinguna á meðan.

Eplafylling

 • 0,8 – 1 kg epli – skræld og skorin í báta eða bita, gjarnan græn eða gul epli eða súrari tegundir
 • 140 g púðursykur
 • 2 msk hveiti
 • 0,5 tsk kanill
 • 0,5 tsk kardimomma
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Fletjið 2/3 af deginu út í hring sem passar inní 20 – 24 cm hringform og komið fyrir í forminu.
 3. Blandið öllu í fyllingunni saman og setjið í formið, það getur verið að það verði svolítið kúpt en eplin þjappast saman þegar þau hitna.
 4. Takið þá það sem eftir er af deginu og fletjið út og skerið í ca 2 – 3 cm lengjur. Leggjið lengjurnar ofan á fyllinguna svo úr verði eins og köflótt mynstur ofan á bökunni.
 5. Penslið með eggjahvítunni frá því áðan, það má einnig gjarnan setja möndluflögur ofan á til skrauts, ég hugsa að ég geri það næst allavega.
 6. Bakið í ca 24 – 60 mín eða þangað til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Berið bökuna fram með ljúffengri vanillusósu frá IKEA eða vanilluís. Látið bökuna kólna í ca 15 mín áður en hún er borin fram.

Kanilkaka með kaffikremi

Kanilkaka með kaffikremi

20140817_153524_Android

 • 350 g sykur
 • 175 g smjör, brætt
 • 8 dl súrmjólk
 • 600 g hveiti
 • 6 tsk kanill
 • 3 tsk matarsódi
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Hrærið saman sykur og bráðið smjör.
 3. Bætið súrmjólkinni við og hrærið vel.
 4. Bætið þurrefnunum útí og blandið vel saman.
 5. Bakið í ofnskúffu eða tveimur hringformum í ca 25 – 30 mín.

Kaffikrem

 • 75 g smjör, brætt
 • 350 g flórsykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 6 msk kakóduft
 • 5-6 msk sterkt kaffi

Hrærið öllu saman og bætið við kaffinu þangað til kremið verður passlega þykkt og slétt.

Njótið!

Kakan er afar einföld og ég mæli með henni fyrir alla, hvort sem þeir eru með kanilblæti eða ekki. 

Við erum öll soldið svag fyrir kanil við systkynin þannig að þessi á vel við hér. Hér erum við í London þar sem við fundum kaffihús með þessu skemmtilega nafni.

10514647_10152297193883742_5097874760760837145_n