Kanil pönnuletta fyllt með kotasælu og eplum

Mikið er ég sátt með þetta nafn! Hahaha, þetta er ekki pönnukaka og ekki heldur ommeletta heldur pönnuletta! Sá þessa uppskrift seinustu helgi þegar ég var í heimsókn hjá Láru Maríu og Elínu Birnu í Gautaborg í matreiðslubók sem ég fletti í. Nú veit ég ekkert hvort ég man uppskriftina rétt en slétt sama, mér finnst mín útgáfa mjög góð!

Kanil pönnuletta (1 stk)

 • 1 egg
 • ca 2 msk mjólk, möndlumjólk …eða bara einhver mjólk
 • smá salt
 • smá kanill

Fylling – kotasæla og epli

 1. Ég hrærði þetta bara saman í bolla og steikti á pönnu með smá smjöri og snéri við eins og pönnuköku.
 2. Ég gerði svo tvær svona handa mér í morgunmat. Ca 2 msk kotasæla í hverja pönnulettu og hálft epli saman á báðar, svo er þessu rúllað upp eins og þessum klassísku íslensku pönnukökum með sykri!

IMG_0494

Advertisements

Möndlukúlur

Mig langaði bara í eitthvað smotterí til að jappla á með kaffinu og þessar eru fínar að eiga í frysti og enga stund að gera þessar á meðan ég talaði við Guðríði í síman. Maður kemst víst ekki nær því að elda saman en í gegnum síma þegar maður býr í sitthvoru landinu 🙂

 • 1,5 dl möndlur
 • 1/2 dl kakósmjör bætt
 • 0,7 dl kakó + kakó til að rúlla uppúr
 • 8 ferskar döðlur
 • 1/2 dl haframjöl
 1. Möndlurnar muldar í lítilli matvinnsluvél
 2. Bræddu kakósmjörinu bætt útí ásamt kakóinu og döðlunum og malað áfram
 3. Haframjölinu bætt við í lokin og mixað smá
 4. Kúlur mótaðar og rúllað uppúr kakó, má líka vel rúlla uppúr kókosmjöli eða hnetukurli.
 5. Geymast best í frysti eða kæli

IMG_0496

Amerískar pönnukökur

ponnukokurMér fannst einhver algjör skandall að það væri engin uppskrift af amerískum pönnukökum á síðunni, pínu vandró. Þannig að ég auðvitað neyddist til þess að baka svoleiðis í morgun. Þessi uppskrft er svaka fluffí og lyftist vel sem er einmitt það sem ég er að leita eftir þegar ég baka svona gúrmé. Ég er með tvær tegundir af “áleggi” í þetta skiptið, febrúar pönnukökurnar kannski full brúnar og líflausar, mér finnst bara berin sem eru í búðinum núna svo steralega og bragðlaus svo að það kemur bara seinna 🙂

 • 175 g hveiti
 • 3 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk  sykur
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 40 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman. Ég nota svo könnu sem er hægt að hella úr til að hella bara beint á pönnuna.

Ég er svo með ofan á peru sem ég setti í pott með ca msk af smjöri og msk af púðursykri ásamt smá kanil, þetta læt ég malla bara á meðan ég steiki pönnsurnar. Setti svo möndluflögur ofan á. Næst prófa ég kannski að setja bara döðlur í staðin fyrir púðursykur. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.

 

Hnetusmjörs nammi

hnetusmjörs

Þetta nammi er í miklu uppá haldi á heimilinu en uppskriftina fékk ég hjá frænku minni fyrir mörgum árum. Þá fylgdi þetta með jólagjöfinni til heimilisins og hefur skipað fastan sess í mínu hjarta síðan þá. Uppskriftin sem ég nota var skrifuð niður á minnismiða sem er búinn að fylgja uppskriftamöppunni minni í nokkur ár. Það er því tími til kominn að uppskriftin fái að nóta sín á rafræni formi þar sem hún mun ekki týnast.

 • 220 g hnetusmjör
 • 2 dl síróp
 • 1 dl sykur
 • 1 dl kókosmjöl
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 L kornflex
 • 300 g suðusúkkulaði

Allt hitað í potti og öllu blandað vel saman. Þessu eru svo klesst á bökunarpappír í ca 30 x 35 cm ferning og kælt. Súkkulaðið er svo brætt og smurt ofan á. Gott er að bæta við örlítið að smjöri í súkkulaðið svo að það springi ekki þegar skorið niður. Það má svo skera nammið í hvaða form sem er, kassa, tígla, hjörtu eða hringi, allt eftir skapi 🙂

Hafraklattar með smá aðventu

WP_20131103_007Það eru svona dagar þegar það er svo gott að vera inni, baka og hafa það kósí. Við rétt fórum útí búð og fukum næstum því á bílastæðinu, þannig að þið sem eigið eftir að fara eitthvað passið ykkur á veðrinu! Það er kominn svo mikill aðventu fílíngur í mig að ég bara gat ekki hamið mig og setti negul og kanil og trönuber í þessa uppskrift, sem er eiginilega svona samtíningur. Næst set ég samt ábyggilega meiri trönuber því þau eru svo svakalega góð! Já og það klikkar ekki að bera þau fram með Jóla Bo Bedre og Chai Latte namm namm. Nótið inniverunnar á sunnudeginum.

 • 115g mjúkt smjör
 • 60 g sukrin gold
 • 50 g sukrin
 • 1 egg
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • 150 g möndlumjöl
 • 30 g kókosmjöl
 • 50 g harfamjöl
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk kanill
 • 1/4 tsk negull
 • 75 g þurrkuð trönuber
 • 50 g heslihnetur saxaðar

Kanilsnúðar

Nú nàlgast óðum kanelbulledagen hèrna í Svíþjóð sem er 4.október, og það ilmar af kanelbullum í öllum pressbyrån og 7-11 búðum og þessi lykt er nànast ómótstæðileg. Hingað til hef ég getað hamið mig um að kaupa mér snúða en það krefst mikils viljastyrks, sérstaklega þegar ég var í Ikea í gær. En það er auðvitað best að baka sín eigin snúða að sjàlfsögðu og það gerði ég í dag. Uppskriftina fann ég hér

Kanilsnúðar (14-16 stk)

Deig

 • 4 egg
 • 4 msk stevia strö
 • 1 dl mjólk eða rjómi
 • 1/2 dl kókoshveiti
 • 1 1/2 dl möndlumjöl
 • 2 1/2 msk fiberhusk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk kardemomma
 • Egg og möndluflögur ofaná

Kanelsmjör

 • 100 gr mjúkt smör
 • 1 msk kanill
 • 2-3 msk stevia strö
 1. Kveikja á ofninum á 175 gráðum
 2. Þeyta saman egg og sykur, þar til það er létt of loftmikið. Má þeyta lengi
 3. Þurrefnin sett í skál og síðan blandað saman við eggin
 4. Mjólkin/rjóminn sett seinust útí. Látið standa í 10-15 mín að þykkna
 5. Kanilsmjörið útbúið, öllu blandað saman, má jafnvel hita örlítið í örbylgju (15-20 sek) til að það sé auðvelt að smyrja á deigið.
 6. Deigið flatt út á milli tveggja olíusmurðra bökunarpappíra
 7. Kanilsmjörið smurt ofaná deigið og síðan er deiginu rúllað upp, skorið í 2-3 cm bita og sett í muffinsform. Gott er að smyrja þau með olíu til að snúðarnir festist ekki við.
 8. Penslað með þeyttu eggi og möndluflögur settar ofaná
 9. Bakað í 15-20 mín

20130929-165447.jpg

Haframjölspönnukökur með karamelluprótínfluffi

Um helgar langar mig oft að “lyxa till lite” með morgunmatin/brunchinn og þá eru oft pönnukökur sem mér dettur í hug. Það er hægt að gera svo ótalmargar útgáfur af pönnukökum og þar sem að það er varla til hveiti á mínu heimili lengur þá verður undirstaðan yfirleitt einhver önnur. Það er alveg minnsta mál að mala haframjöl í fínara mjöl og nota það til að gera pönnukökur og þær verða alveg stórgóðar og aðeins grófari í sér en þessar venjulegu.

Haframjölspönnukökur (fyrir 1 rosalega svangan)

 • 1,3 dl haframjöl
 • 1/3 banani
 • 1 tsk lyftiduft
 • Pínu salt
 • 1 egg
 • Dash af kanil
 • 30 gr brætt smjör
 1. Haframjöl mixað fyrst í matvinnsluvél, svo er restinni bætt útí og mixað þangað til deigið er orðið mjúkt og fínt
 2. Deigið má aðeins standa í smá stund til að þykkna áður en pönnukökurnar eru bakaðar
 3. Ég fékk 6 litlar lummu stórar pönnukökur úr þessari uppskrift.

Karamelluprótínfluff

 • 1 frosinn banani í bitum
 • 1/2 dl prótínduft karamellibragð
 1. Maukað saman með töfrasprota, þangað til að það séu næstum því allir frosnu bananabitarnir farnir í mauk.
 2. Skipta um á töfrasprotanum og setja þeytaran á, þeyta svo þangað til þetta er orðið gott fluff.20130907-110534.jpg