Bökuð kartafla með skagen hræru

IMG_0704

Fleiri sænskir klassíkerar!
Hér erum við bara með bakaða kaftöflu með slettu af skagen hræru ofan á. Þetta er tilvalinn hádegismatur og mælum við með einum mellan öl með þessum rétt í sólinni.

 1. Kartaflan er þá bökuð þangað til hún er vel mjúk, þá er skafað uppúr henni allt “kjötið” og sett í skál
 2. Blandið saman við kartöfluna smjör, salt og ost eftir smekk
 3. Þá er þessu gúmmulaði komið fyrir aftur ofan í kartöfluhýðinu

Skagen hræra

 • rækjur
 • rauðlaukur, smátt skorinn
 • ferskt dill
 • mæjónes
 • sýrður rjómi

Öllu blandað saman í hlutföllum eftir smekk

– njótið

Advertisements

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Tiltölulega einfaldur réttur ef maður á allt í hann og mér fannst eiginlega þetta heimatilbúna rasp miklu betra en þetta “venjulega” sem maður kaupir í pakka. Það er best að byrja á því að gera sósuna svo hún fái aðeins að taka sig á meðan maður er að elda fiskinn. Uppskriftina sá ég á þessari síðu.

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Kapers remúlaðisósa

 • 0,75 dl majónes
 • 0,75 dl sýrður rjómi
 • 1/2 dl hakkaðar súrar gúrkur /relish
 • 2 msk kapris
 • 1/2 tsk karrý
 • pínu lítið gurkmeja
 • salt og pipar
 • ef maður vill smá sítrónusafa eftir smekk
 1. Öllu blandað saman í skál og látið standa inní ísskáp á meðan fiskurinn er eldaður.

1,2 kg þorskflök

Rasp

 • 2 egg
 • 3 msk kokoshveiti
 • 3 msk möndlumjöl
 • 3 msk fiberhusk
 • 2 msk hörfræ
 • 2 msk sesamfræ
 • 2 msk fibrex
 • salt og pipar
 • smjör til steikingar
 1. Eggin sett í djúpan disk og þeytt með gafli
 2. Öllum þurrefnunum blandað saman í annan djúpan disk
 3. Þorskflökin þurrkuð örlítið með pappír. Veltið fiskinum fyrst í eggið og svo í raspið og steikið á pönnu með nóg af smjöri.

Ég var með smjörsteiktar strengjabaunir og vaxbaunir með þessu, sem er mjög auðvelt meðlæti og tekur enga stund að steikja.

20130831-221304.jpg

Sjávarrétta tapas

tapas

Okkur finnst ekki leiðinlegt að borða góðan mat svo að við tókum okkur til og gerðum þriggja rétta sjávarrétta tapas. Dásamlegt að eyða kvöldinu saman, elda góðan mat, hlusta á tónlist og fá sér ponsu hvítvín. Þetta var líka svona alveg í lokin á sumarfríinu mínu svo að það þurfti að enda það með stæl! Ég má líka til með að nefna það hvað ég elska að fara útí garð og ná í allar þessar fersku kryddjurtir og salat, nammi namm 🙂

1. Sushi rúlla: Lax, avocado, gúrka, vorlaukur, graslaukur, grænt salat og japanskt mæjónes. Ofan á lax, japanskt mæjónes og graslaukur smátt skorinn.

2. Snögg grafinn lax úr Gestgjafanum, ég minnkaði uppskriftina fyrir okkur tvö:

 • 150 g lax
 • 1/2 msk salt
 • 1/4 msk sykur
 • 1/4 tsk pipar
 • 1,5 msk gin
 • 1/4 límóna
 • 1/2 msk einiber – steytt
 • 1,5 msk jómfrúarolía
 1. Laxinn skorinn þunnt og komið fyrir á flötum disk
 2. Salt, sykur og pipar blandað saman í skál
 3. Gin og límónusafinn hellt yfir laxinn og saltblöndunni stráð yfir
 4. Látið standa í ísskáp í 30 mín
 5. Steyttum einiberjum og jómfrúarolíunni stráð yfir rétt áður en borið fram
 6. Skreytt með steinselju og graslauksblómum

Borið fram með ristuðu brauði eða frækexi fyrir þá sem eru í low carb

3. Klassíski hvítlauks sumar humarinn minn

Graflax

graflaxÞessi klassa uppskrift er komin frá mömmu, og bara getur ekki klikkað!

 • 1/2 kg Lax
 • 1 tsk piparkorn (heil piparkorn möluð fersk)
 • 2 msk salt
 • 1 msk sykur
 • Dill, ég nota bæði ferskt og þurrkað
 1. Malið piparkornin í piparkvörn. Blandið saman pipar, salti og sykri. Nuddið flökin með nokkru af kryddblöndunni.
 2. Setjið dillið á álpappír. Leggið annað flakið þar ofan á með roðið niður. Stráið tæplega helmingnum af kryddblöndunni yfir.
 3. Setjið dill yfir bæði flökin. Leggjið flökin saman þannig að fiskurinn er að kela og roðin eru bæði út.
 4. Stráið afgangnum af kryddblöndunni yfir og að lokum dilli.
 5. Vefjið álpappírnum vel utan um fiskinn og geymið hann á köldum stað í 2 sólarhringa.  Best er að leggja eitthvað þungt ofan á hann, til dæmis þennan fína sixpack af kókómjólk.

Sumar rækjur

WP_20130525_009fixSumar rækjur eru bara of sumarlegar 🙂

Þessar fundust í frystinum góða og voru grillaðar í forrétt. Ég lét þær liggja í chili mauki (sambal oleak), ferskum rifnum engifer, limesafa og ferskum kóríander í ca 3 tíma inní ísskáp og grillaði síðan á teini í nokkrar mín á hverri hlið. Með þessu splæsti ég í mangósalsa : mangó, rauðlaukur, appelsínugul paprika og vorlaukur allt saxað smátt og blandað saman. Namm!

 

Ofnbakaður lax með skagenhræru og ferskum aspas

Þessi réttur er rosalega fljótlegur og rosalega góður, mjög gott kombó fyrir þann sem er þreyttur eftir alltof langa inkaupaferð og orðin mjög svangur. Skagenhræra er íslenska orðið mitt yfir Skagenröra á sænsku og í henni er innihaldið yfirleitt rækjur, dill og majones/sýrður rjómi ásamt einhverju öðru sem manni dettur í hug. Svíarnir eru mjög hrifnir af rækjum og á sumum veitingastöðum er hægt að finna rétt sem er bara bökuð kartafla með skagenhræru. Ég vil hins vegar hafa eitthvað meira á mínum disk en bara kartöflu og skagenhræru, þess vegna finnst mér hún henta afar vel með lax og einhverju smjörsteiktu grænmeti eins og t.d. ferskum aspas.

20130513-202434.jpg

Skagenhræra

 • 300 gr rækjur
 • ca 1 dl majones
 • ca 1 dl sýrður rjómi (ég nota 34%, en það er víst ekki til nema 18% á íslandi)
 • 1 fínhakkaður rauðlaukur
 • 2-3 msk tång caviar (svartur gervi kavíar, sjá hér) má sleppa
 • Heil lúka af fersku dilli eða eftir smekk
 • Salt og pipar
 1. Öllu hrært saman í skál og smakkað til með salti og pipar

Ég ofnbakaði fiskinn í nóg af smjöri og steikti aspasin á pönnu líka í nóg af smjöri. Passar að setja inn fiskinn um leið og maður steikir aspasinn.

Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt

sumarÍ þessu dásamlega veðri í gær þá vorum við með gesti í hádegismat. Það var surf and turf í  þetta skiptið og borðað úti á svölum í fyrsta skipti í sumar 🙂

Uppskriftina af humrinum má sjá hér

Grilluð nautalund með klettasalati

 • Klettasalat
 • Prima Donna ostur skorinn eða rifinn yfir (eða parmesan ostur)
 • Nautalund elduð eins og hér skorin í þunnar sneiðar
 • olífuolía + balsamic edik + salt +pipar blandað saman og hellt yfir að lokum

Súkkulaðimús

Ég notaði uppskrift frá Jamie í grunninn sem ég aðlagaði að mínum þörfum ;

 • 100g dökkt eðal súkkulaði, minnst 70%
 • 1 dl rjómi
 • 3 egg
 • 25 g Erythritol
 • 1/2 msk kakó
 • 1/4 tsk appelsínubörkur
 • 1 msk Kahlua

Skál 1 – Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði

Skál 2 – Þeytið eggjarauður og erythritol þangað til létt og ljóst

Skál 3 – Þeytið eggjahvítur þangað til stífar

Skál 4 – Þeytið rjómann

Bætið kakói og rjómanum í skál 2, bætið appelsínuberki og Kahlua útí bráðna súkkulaðið (skál 1). Blandið þá súkkulaðinu hægt saman við skál 2 og blandið öllu vel saman svo að blandan verði samleit. Bætið eggjahvítunum við mjög varlega í lokin til þess að loftið haldist í blöndunni. Skiptið í 4 lítil mót, kælið í amk 2 klst og skreytið 🙂 ég sigtaði kakó yfir í lokin og var búin að hafa appelsínubörk í sólinni til að þurrka hann og notaði sem skraut ofan á.