Súkkulaði prótín pönnukökur

CIMG2912Þessar eru alveg að gera útaf við samstarfsfólk á hæðinni minni. Ég set tvær í brauðristina seinni part dags og lyktin sem kemur er unaðsleg, það er bara þannig! Ég er búin að vera þróa soldið uppskriftina í nokkur skipti en þessi er alveg negla.

 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 1,5 dl vanillu prótínduft
 • 2 msk kakó (Green and Black’s)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 msk stevia (eða annað sætuefni)
 • 3 egg
 • 3/4 Hleðsla með kókos og súkkulaði bragði

Öllu blandað saman með töfrasprota eða þeytara. Mikilvægt að þeyta eggin soldið svo að degið verði soldið loftkennt og létt.

Bakað á pönnu og njótið! Ég á þær svo bara í ísskápnum eða frystinum og hendi í brauðristina þegar hungrið seðjar að mér. Þessar fá fullt hús stiga hjá dómaranum *****

Advertisements

Súkkulaði og bananahafragrautur

20130118-140042.jpg

Banana- og súkkulaðihafragrautur með bláberjum og toppað með tyrkneskri jógúrt

 • 1/2 banani
 • 1/2 dl haframjöl
 • 1-2 dl mjólk, eftir því hvað maður vill hafa hann þykkan
 • 2 tsk kakó
 • pínu salt
 • sætuefni ef maður vill

Öllu blandað saman í pott og soðið saman í góðan graut. Bananinn maukaður saman við um leið og grauturinn er hitaður. Svo setti ég frosin bláber útí grautinn og hrærði aðeins saman við og setti tyrkneska jógúrt ofaná. Hefði líklegast viljað hafa mjók útá, en hún var búin á þessu heimili þetta kvöldið. Þetta fannst mér agalega skemmtilegur “eftir-bandýæfingu-kvöldmatur-áður- en-ég -fer-að sofa”. Hugmyndin er komin frá þessari píu sem er að gera fullt af skemmtilegum uppskriftum.

Helgar pönnukökur og lítil kaka

Image

20130113-164807.jpg

Ég bakaði pönnukökur bæði á laugardaginn og í dag sunnudag. Á laugardaginn bakaði ég prótín pönnukökur reyndar með smá haframjöli þar sem mér fannst ég þurfa smá prótín og kolvetni eftir að hafa verið dáldið öflug í ræktinni. Efri myndin vinstra megin sýnir hvernig eldhúsborðið mitt lítur út þegar ég er að fá mér að borða. Ég gat ekki ákveðið mig um eitthvað eitt álegg á pönnukökurnar svo allt var dregið fram, ég var líka of gráðug og svöng til þess að taka fallegar myndir svo ég geymdi pönnukökumyndatökuna þangað til í dag. Í morgun voru það bara “venjulegar pönnukökur” eða án prótíns, haframjöls og graskerspuré, getið séð uppskriftina mína hér, en ég helmingaði hana fyrir mig eina. Svo splæsti ég líka í ferskan appelsínusafa og beikon í morgun, namm, þarf að muna eftir því oftar að eiga nóg að appelsínum í ferskan safa. Seinna í dag ákvað ég að fara vígja míní kökuformin sem Guðríður var að tala um hérna fyrr. Ég fjárfesti í fjórum 12 cm formum handa okkur Guðríði svo nú eigum við tvö á mann til að gera litlar og krúttlegar kökur eftir uppskriftum á þessari síðu. Ég prófaði að gera súkkulaði brownie með mascarponefyllingu sem að heppnaðist bara agalega vel, ég skreytti hana síðan með smá ástaraldin til að fá smá lit á hana.

Súkkulaðibrownie með mascarpone fyllingu

Brownie:

 • 40 g smjör
 • 1 egg
 • 25 g dökkt súkkulaði
 • 0,75 dl möndluhveiti
 • 3 msk sukrin (eða sætuefni að vild)
 • vanilluduft
 • 15 g hakkaðar heslihnetur
 • 1 tsk kakó
 • 1/2 tsk lyftiduft

Mascarponefylling

 • 40 g mascarpone ostur
 • 2/3 msk sukrin (sætuefni)
 • vanilluduft
 • etv 1/2 eggjarauða (en ég sleppti henni)

Smjörið brætt og súkkulaðið sett útí þegar smjörið er bráðið. Egg og sykur þeytt saman. Súkkulaðiblandan settútí eggin ásamt möndluhveitinu, vanilluduftinu, kakóinu og lyftiduftinu. Heslihneturnar settar seinastar útí. Deiginu er hellt í smurt 12 cm form. Öllum hráefnunum í mascarponefyllingunni er hrært saman og henni ýtt ofan í deigið og gerð smá marmara effect á því með því að draga aðeins í mascarponefyllinguna. Bakað í 25-30 min í 175 gráðum. Skreytið að vild og njótið 🙂

Hafragrauturinn án hafragrjóna

20130110-180040.jpg

Ok, ekkert réttur sem að á heima á veitingastað EN allir eða langflestir borða morgunmat og af hverju ekki að gera eitthvað gott handa sjálfum sér til að byrja daginn vel. Ég er búin að vera sjúk í hafragraut alla morgna í þessari viku og mánudag, þriðjudag og miðvikudag gerði ég mér bara venjulegan hafragraut, reyndar með smá chiafræjum útí en allavega þennan venjulega með hafragrjónum í. Í gærkvöldi fór ég síðan að skoða uppskriftir af kolvetnissnauðari graut og rakst á mörgum síðum á þessa uppskrift sem er bara miklu betri en mig grunaði. Þetta er alveg pínu omilettufílingur en mér finnst fibrexið gera meiri graut úr þessu. Ég á pottþétt eftir að gera þennan aftur.

Hafragrautur án hafragrjóna

2 egg
1dl rjómi ( ég blandaði rjóma og mjólk)
1 msk kókoshveiti/ möndluhveiti
2 msk fibrex
Kanil

Egg og rjómi þeytt saman í pott og svo er restinni blandað saman við. Hitað þangað til að það verðir grautur úr þessu. Og þessa daganna finnst mér algjört möst að hafa epli ofaná og meiri kanil og mjólk útá. Annað tips er að setja bláber og hindber eða kannski banana, möguleikarnir eru endslausir.

LCHF Múslí

CIMG2868CIMG2866

LCHF Múslí

 • Pekanhnetur (saxaðar gróft)
 • Salthnetur (saxaðar gróft)
 • Graskersfræ
 • Kókosflögur
 • Kókosmjöl
 • Rúsínur
 • Þurrkuð trönuber
 • Sólblómafræ
 • Smá kanill
 • Vanilluduft

Ekkert ristað – bara blandað saman og búmm – dúndur múslí

Ég blandaði saman 1 msk vanilluskyr, smá AB mjólk og smá grískri jógúrt og hafði nokkra eplabita með líka. Namm namm

Prótín vöfflur

CIMG2876Ég er búin að vera að hugsa um vöfflur alla helgina, var svo of þreytt til að gera neitt að viti í gær, nema að leita að hinni fullkomnu lchf vöfflu uppskrift. Þannig að dagurinn í dag varð loksins vöffludagurinn. Ég beið eftir því að hætta ívinnunni til að fara í búðina til að versla í vöfflurnar 🙂 Það varð nebblilega smá misskilningur með hádegismatinn svo að ég varð orðin allt of svöng um þrjúleytið. Þá átti ég þetta leynivopn til inní ísskáp í vinnunni. Hleðsla með kókos og súkkulaði. Þá kviknaði á perunni – af hverju ekki að nota þetta í vöfflurnar!! Viti menn – þetta er algjör snilld, það er hægt að borða þær eintómar þær eru svo góðar 🙂

Ég studdist við þessa uppskrift hér en breytti henni töluvert á endanum.

Hleðslu vöfflur

 • 125 g smjör
 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 1 msk husk
 • 1 msk stevia (gervisykur) má nota venjulegan sykur eða hunang eða hvaða sætuefni sem er.
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 dós Hleðsla með kókos og súkkulaði
 • 4 egg

Aðferð

 1. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins
 2. Setjið þurrefnin saman í skál
 3. Hleðslunni bætt útí og hrærið saman við þurrefnin, látið standa í smá stund svo að huskið dragi vökvann í sig, ca 3 mín
 4. Eggin hrærð saman við og blandið vel saman, má nota handþeytara á góðum degi
 5. Smjörið bætt útí og látið standa í smá stund.
 6. Ég fékk 4,5 vöfflur úr þessari uppskrift en vöfflujárnið mitt er alveg extra stórt.

Berið fram með því sem ykkur finnst gott, eða sjá til dæmis:

 • Heslihnetusmjör og banana (á mynd)
 • Fersk ber og þeyttur rjómi
 • Eplamús, grísk jógúrt og möndluflögur
 • Sykurlaus sulta og rjómi

 

Ég hlakka allavega mikið til að eiga þessar í frystinum og skreyta með því sem mig lystir!

Morgungrautur

Image

Mig langaði í heitan morgunmat í morgun og þetta varð niðurstaðan, ég gerði eiginlega bara eitthvað. En hugmyndin er komin frá overnight oats þar sem maður leggur haframjöl, kotasælu, mjólk, ber og chia fræ. Ég set kannski uppskrif af því hérna við tækifæri.

20121220-202357.jpg

Kotasæluhafragrautur með kanil og eplum

 • 1 dl haframjöl
 • ein risastór matskeið kotasæla (kannski svona 3-4 msk ef maður mælir)
 • dash af mjólk
 • kanill

Allt hrært saman og sett inn í örbylgjuofn í svona 2 mín eða þangað til þetta er orðið einhverskonar grautur. Eplin sett útá, meiri kanill og svo meiri mjólk útá. Án eplanna held ég að þetta sé ekkert svo gott, svo myndi segja að það sé möst. En ég var mjög ánægð með þetta, á örugglega eftir að gera nokkrar útgáfur af þessu, með berjum eða kannski bönunum.