Bláberjapæ með heimatilbúnu grófu marsipani

Guðríður byrjaði einn laugardagsmorgun um að biðja mig/og/eða Tinnu um pæuppskrift af því hún var svo sjúk í að borða eitthvað heitt með vanillusósu. Þessi ósk snérist fljótlega upp í smá bökunarmanínu hjá okkur öllum, þar sem Guðríður skelliti í eplpæjið hérna á undan og Tinna gerði einhverjskonar bláberjapæ. Ég hafði því miður ekki tíma í að baka þennan dag en viku seinna tók ég mig saman í andlitinu og gerði þessa bláberjapæ þegar ég átti von á góðum gestum.

Gróft marsipan

 • 100 gr möndlur
 • 1/2 dl sykur
 • 1/2 dl flórsykur
 • nokkrir dropar “Bittermandel” í Svíþjóð eða líklegast möndludropar á Íslandi
 • Lítil eða hálf eggjahvíta
 1. Ef maður ætlar að vera duglegri og gera fínt marsipan á maður að hafa möndlur án hýðis, en ég var löt í þetta skiptið.
 2. Möndlurnar og sykurinn mixað í matvinnsluvél þangað til allt er malað fínt.
 3. Bittermandeldropunum bætt útí ásamt eggjahvítunni og mixað áfram þangað til maður fær rétta áferð.

2015/01/img_0477.jpg

Bláberjapæ

 • 500 gr frosin bláber, eða fersk ef maður býr svo vel
 • 2 msk kartöflumjöl
 • 2 1/2 dl haframjöl
 • Grófa marsipanið (eða 100 gr af venjulegu marsipani)
 • 100 gr smjör
 1. Bláberin og kartöflumjölið blandað saman. (ég klippti bara opin pokan af bláberjunu og setti kartöflumjölið beint útí og hristi aðeins saman). Sett í ofnfast mót
 2. Haframjölinu og smjörinu blandað saman við marsipanið og mulið yfir bláberin.
 3. Bakað við ca 200 gráður þangað til deigið fær smá lit á sig
 4. Berist að sjálfsögðu fram með vanilusósu, rjóma nú eða ís

2015/01/img_0480-0.jpg

Advertisements

3 thoughts on “Bláberjapæ með heimatilbúnu grófu marsipani

 1. Hún er alltaf með eitthvað show off þessi pía! Ég hugsaði það sama.. “Ég bara með einhverjar pönnsur”
  Ég fagna því samt að síðan sé aðeins lifnuð við eftir langa pásu 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s