Bakað eggaldin með grænmetis og kjúklingabaunasalati

Ég þarf klárlega að fara baka meira eggaldin eins og í þessum rétt, þetta er samt eiginlega svona ísskápa hreinsunarréttur. Hægt að setja allt mögulegt ofaná eggaldinin, svo innihaldið er alls ekkert heilagt, endilega breyta og bæta og nota það sem manni finnst gott og það sem er til.

Bakað eggaldin

 • 3 eggaldin skorin í helminga
 • Ólífuolía
 • Rósmarín
 • Timian
 • Salt og pipar
 1. Eggaldin lögð í ofnfast mót með sárið upp
 2. Ólífuolíu, rósmarín, timian og salti og pipar er blandað saman í skál og gerð smá kryddlögur sem er svo penslaður á eggaldin. Um að gera bara að bæta við ólífuolíu eða kryddum ef að fyrsta blanda var ekki nóg.

Ofaná

 • 1 ferna kjúklingabaunir (ca 400 gr)
 • 1 rauðlaukur
 • 1 græn paprika
 • 2 tómatar
 • ólífur að vild
 • fetaostur
 • sólþurrkaðir tómatar
 1. Rauðlaukur, paprika, tómatar hakkað smátt og öllu blandað saman í skál
 2. Lagt ofaná eggaldinin og bakað þangað til eggaldinin eru mjúk eða í ca 30-40 mín

Borðist með bestu lyst!

 

 

2015/01/img_0432.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s