Àvaxtaterta handa Lilian

Kannski komin tími á að fara henda inn nokkrum bloggum? Smá bloggátak kannski, sys? Það á nú kannski eftir að koma í ljós hvor okkar á eftir að vera duglegri nú þegar Guðríður er alveg að fara detta í fæðingarorlof. En síðan ég bloggaði seinast erum við Martin búin að kaupa hús, selja íbúð, velja inréttingar í nýja húsið og tók svo næstum mánuð í að cruisa í kringum Suður-Ameríku, svo nóg annað að gera en elda mat og blogga um hann 🙂 Þessa uppskrift skrifaði ég í september en kláraði aldrei að pósta henni á síðuna, svo jæja hér kemur ávaxtaterta.

Mamma hans Martins bað mig um að skella í eina tertu fyrir afmælisveisluna hennar og auðvitað get ég ekki sagt nei. Hún vildi hafa einhverskonar ávaxtaþema í kökunni svo ég þurfti aðeins að breinstorma til að láta mér detta eitthvað í hug. Löng vinnuvika, vinnuferð til Oskarshamn og smá skipulagning þurfti til að græja þessa tertu en hún lukkaðist mjög vel þrátt fyrir það. Til að auðvelda hlutina keypti ég tilbúin svampbotn, mjög auðvelt og alls ekkert mikið öðruvísi en það sem maður sjálfur bakar.

Ávaxtaterta

 • Svampbotn
 • ca 350 g mango í bitum
 • Àvaxtafrómage (sjá uppskrift neðar)
 • Púðursykursmarengs með ricecrispies í bitum
 • Ferskir ávextir til að skreyta með (mangó, kiwi, granatepli, ferskar fíkjur og blæjuber)

Ávaxtafrómage

 • 250 gr mascarpone ostur
 • 1 dl sykur
 • 4 dl rjómi
 • 6 matarlímsblöð
 • 2 dl trópískt djús þykkni
 1. Þykknið er hitað í potti og matarlímsblöðunum bætt útí. Kælt örlítið.
 2. Rjóminn þeyttur og blandað sykri og mascarpone ostinum saman við,  ávaxtaþykkninu bætt útí með matarlímsblöðunum.

Púðursykursmarengs

 • 3 eggahvítur
 • 2 dl púðursykur
 • 3 dl rice crispies
 1. Stífþeyta saman eggjahvítur og sykur, blanda svo rice crispies útí og ég bakaði botninn í síliconformi í ca klukkutíma við 150 gràður.

Samsetning

Keyptir svampbotnar hérna í Svíþjóð er alltaf búið að skera í þrjà þynnri botna. Ég notaði bara tvo þar sem annars hefði kakan verið alltof hà. Svo til að setja saman kökuna þà er fyrst 1/3 afsvampbotninum tekin. Þà mangobitar og ca helmingurinn af àvaxtafrómaginun sett ofanà. Svo annar hluti af svampbotninum og restin af frómaginum smurt allt í kring, ofaná og á hliðarnar.. Braut síðan marengsinn ofanà og skreytti loks með àvöxtum. Ég setti hana saman snemma sama dag sem átti að borða hana því þá getur fromageinn stífnað aðeins áður en hún er skreytt. Getur verið fínt að undirbúa svampbotninn og marengsinn deginum áður og þá er þetta svo lítið mál!

IMG_0430.JPG

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s