Chai-kaka með karamellukremi

IMG_0100x

 

Ég er búin að hugsa um að baka þessa köku frá því að ég sá uppskriftina í byrjun desember á facebook síðu Fjarðarkaupa. Loksins fór ég í málið! Þið sem þekkið mig vita að ég er nánast með Chai-latte í blóðinu, þannig að Chai-kaka var eitthvað sem að ég bara varð að prófa! Í dag eru sem sagt 12 dagar fram að settum degi og var ég þá formlega sett á varamannabekkinn frá og með deginum í dag. Þetta var því seinasti vinnudagurinn minn…. og þá auðvitað kemur meður með köku í vinnuna!

Chai-kryddblanda

 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk kardimommur
 • 1/2 tsk negull
 • 1/2 tsk kóríander
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/8 tsk hvítur pipar

Blandið öllum kryddum saman í skál og leggið til hliðar.

Chai-botnar

 • 150 ml mjólk
 • chai-kryddblanda
 • 110 g mjúkt smjör
 • 230 g sykur
 • 2 egg
 • 240 g hveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/3 tsk salt
 1. Hitið mjólk að suðu, hrærið chai-kryddblöndu saman við og kælið mjólkina.
 2. Þeytið mjúkt smjör svolítið og setjið sykur saman við. Hrærið vel saman og bætið við einu eggi í einu.
 3. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Sigtið þurrefnin ofan í smjörblönduna og hrærið vel saman við ásamt chai-mjólkinni.
 4. Setjið í hringform ca 24 cm. Bakið við 180° í 40-45 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur upp hreinn. Látið chai-kökuna kólna í forminu og leysið hana svo úr.

Karamellukrem

 • 200 g rjómakaramellur
 • 150 ml rjómi
 • 100 g mjúkt smjör
 • 150 g flórsykur
 1. Bræðið rjómakaramellur og rjóma saman í potti og kælið.
 2. Þeytið smjör og flórsykur saman í skál.
 3. Bætið kaldri karamellunni við kremið og þeytið áfram þar til allt hefur blandast vel.
 4. Smyrjið kreminu ofan á kökuna og skreytið með stjörnuanís.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s