Eplapæ með vanillusósu

IMG_0088

Ég féIMG_0093kk svaðalega þörf fyrir að baka svona ekta sænska pæ sem er borin fram með vanillusósu um seinustu helgi. Ég gerði reyndar ekki vanillusósuna sjálf heldur sá IKEA um að kokka hana upp sem þeir gera líka með eindæmum vel.

 

Bökubotninn

 • 225 g smjör (við stofuhita)
 • 50 g púðursykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða (eggjahvítan notuð til að pensla bökuna í lokin)
 • 350 g hveiti
 1. Hrærið saman smjör, púðursykur og vanillusykur þangað til vel blandað.
 2. Bætið eggjunum við og hrærið áfram.
 3. Setjið loks hveitið útí í litlum skömmtum og geymið jafnvel smá af hveitinu til að sjá hvort að allt þurfi til þess að gera degið jafnt og þétt.
 4. Geymið degið í ísskáp í amk 30 mín áður en haldið er áfram. Þá er kjörið að undirbúa eplafyllinguna á meðan.

Eplafylling

 • 0,8 – 1 kg epli – skræld og skorin í báta eða bita, gjarnan græn eða gul epli eða súrari tegundir
 • 140 g púðursykur
 • 2 msk hveiti
 • 0,5 tsk kanill
 • 0,5 tsk kardimomma
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Fletjið 2/3 af deginu út í hring sem passar inní 20 – 24 cm hringform og komið fyrir í forminu.
 3. Blandið öllu í fyllingunni saman og setjið í formið, það getur verið að það verði svolítið kúpt en eplin þjappast saman þegar þau hitna.
 4. Takið þá það sem eftir er af deginu og fletjið út og skerið í ca 2 – 3 cm lengjur. Leggjið lengjurnar ofan á fyllinguna svo úr verði eins og köflótt mynstur ofan á bökunni.
 5. Penslið með eggjahvítunni frá því áðan, það má einnig gjarnan setja möndluflögur ofan á til skrauts, ég hugsa að ég geri það næst allavega.
 6. Bakið í ca 24 – 60 mín eða þangað til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Berið bökuna fram með ljúffengri vanillusósu frá IKEA eða vanilluís. Látið bökuna kólna í ca 15 mín áður en hún er borin fram.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s