Morgunbollur

IMG_0082Nýtt ár með matarlyst! Nú förum við að blogga meira Kristín, er það ekki?
Nú þegar ég virðist vera í einhverjum æfingabúðum til þess að vakna snemma, þá er tilvalið að henda í bollur svona um hálf níu leytið á laugardögum. Þessar hefur mamma gert í mörg ár og eru alltaf jafn góðar. Loksins tók ég mig til og hætti að hafa uppskriftina á pappír sem ég hef skrifað upp eftir mömmu gegnum símann líklegaog set uppskriftina inn hérna.

Morgunbollur

 • 12 dl hveiti
 • 3 dl hveitiklíð
 • 1 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 1 bréf þurrger (eða ca 3 tsk)
 • 6 dl volg undanrenna (ég blanda bara mjólk og vatni saman)
 • 2 msk olía
 • mjólk til að pensla og hörfræ ofan á
 1. Velgjið undanrennuna í potti og hellið í hrærivélaskálina. Bætið þurrgerinu útí og látið standa í 1-2 mín.
 2. Blandið þá öllum þurrefnunum og olíunni í en setjið ekki allt hveitið útí, það getur verið gott að geyma aðeins til þess að hnoða uppí eftir hefunina, það er betra að hafa degið aðeins blautara þegar það hefast.
 3. Hnoðið degiið þangað til það er passlega blautt til þess að taka úr skálini og setjið þá á hveitistráð borðið og látið hefast í 20 – 30 mín.
 4. Hitið ofninn í ca 180°C og blástur.
 5. Mótið bollur og setjið á plötu. Látið hefast í ca 10 – 15 mín í viðbót á plötunni.
 6. Penslið bollurnar með mjólk og skreytið með hörfræjum og bakið í ca 10 mín, fer eftir stærðinni á bollunum.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s