Salat með döðlum, möndlum og rauðlauk

salat blogg

Þetta dásamlega salat er úr bókinni Jerusalem eftir Yotam Ottolenghi og Sami Tamimi, sem ég mæli hiklaust með. Við systur fórum líka að borða á veitingastaðnum hans Ottolenghi í London sem var alveg málið! Eru nokkrir staðir í London en við fórum í Belgravia sem er rétt hjá Hyde Park. Er pínulítill staður sem er bara með nokkur sæti og svo aðallega take away box. Þar er endalaust af framandi salötum og girnilegum ferskum réttum. Við forum í take away boxið og sátum svo í sólinni í Hyde Park að njóta. 

Jerusalem1

 

 • 1 msk hvítvínsedik
 • 1/2 rauðlaukur – skorinn þunnt
 • 100 g steinlausar döðlur, skornar þvert í fernt
 • 30 g ósaltað smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 lítil pítubrauð um 100 g rifið í litla bita (ég notaði bara það brauð sem ég átti)
 • 75 g möndlur, gróft saxaðar
 • 1/2 tsk chili flögur
 • 150 g spínat eða salat
 • 2 msk sítrónusafi
 • salt
 1. Skerið rauðlaukinn og döðlurnar og setjið í skál, hellið hvítvínsedikinu yfir og blandið vel. Látið þetta standa í ca 20 mín. Hellið þá af leifunum af edikinu.
 2.  Á meðan er smjörið brætt á pönnu ásamt 1 msk af ólífuolíu. Brúnið brauðið og möndlurnar þangað til brauðið og möndlurnar fá á sig fallegan lit. Takið af hitanum og kryddið með chili og salti. 
 3. Þegar á að bera fram salatið þá er öllu blandað saman og bætt við ólífuolíu, sítrónusafa og salti eftir smekk. 

Ég var með þetta salat með lambahryggnum seinasta sunnudag og það er ábyggilega líka gott með grilluðum kjúkling eða bara hverju sem er. Njótið!

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s