Súkkulaði bollakaka með söltu karamellukremi

image

Þessar voru í boði í þrítugsafmælinu okkar og vöktu mikla lukku. Uppskriftin er samansett úr nokkrum uppskriftum frá gotteri.is en þetta varð afraksturinn.

Súkkulaði bollakökur

 • 2 bollar hveiti
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 6 msk bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3/4 bolli olía
 • 1 bolli kalt vatn
 • ca 175 gr súkkulaði, hakkað í grófa bita
 1. Hitið ofnin í 180 gráður
 2. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar
 3. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vannilludropa þar til það verður létt í sér
 4. Bætið þurrefnunum rólega saman við og síðast bætið útí súkkulaðibitunum
 5. Skiptið niður í ca 20 bollakökuform og bakið í 15-18 mín.

Saltað karamellukrem

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar púðursykur
 • 2/3 bolli rjómi
 • 1/2 tsk salt
 • 3-4 bollar sigtaður flórsykur eða eftir smekk
 • saltkringlur til skrauts
 1. Bræðið smjör á lágum hita, þegar það er bráðið, bætið púðursykri og rjóma útí
 2. Hræðið stanslaust yfir meðalhita þar til sykurin er alveg uppleystur, bætið þá saltinu útí
 3. Hækkið hitann og leyfið að sjóða (bubbla) í 2 mínútur
 4. Takið af hitanum og kælið, geymið smá af karamellunni ef þið viljið nota í skraut, eða bara til að eiga karamellusósu útá ísinn sinn seinna 🙂
 5. Bætið flórsykrinum útí, einn bolla í einu og prófið þykktina. Setmið minna af flórsykri ef þið viljið smyrja kökurnar en meira ef þið ætlið að sprauta kreminu á kökurnar. Þessar kökur eru sprautaðar með 2D stútinum frá Wilton, með því að byrja á kantinum og sprauta í hring og enda í miðjunni.

 

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s