Sítrónubollakökur með lemoncurd smjörkremi

image

Þessar voru líka gerðar í tilefni af þrítugsafmælinu okkar og voru svo hrikalega safaríkar og góðar. Hefðum eiginlega átt að gera fleiri. Uppskriftin bollakökunum er af gottimatinn.is en kremið er mín eigin uppskrift.

Sítrónubollakökur, ca 12 stk

 • 115 g smjör við stofuhita
 • 200 g sykur
 • 2 stk egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 190 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 120 ml mjólk
 • 2 stk sítrónur, börkur og safi
 1. Stillið ofninn á 180 gráðu hita og raðið bollakökuformum ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.
 2. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
 3. Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið vel á milli ásamt vanilludropum.
 4. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og bætið saman við deigið smátt og smátt í einu ásamt mjólkinni.
 5. Setjið því næst börkinn af sítrónunum ásamt safanum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 6. Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u 2 msk í hvert form.
 7. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn u.þ.b. upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið krem á þær.

Lemoncurd smjörkrem

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 500 gr flórsykur
 • ca 1/3 krukka (ca 320 gr.) lemoncurd eða eftir smekk
 1. Þeytið smjörið svo það sé mjúkt, bætið flórsykur útí eftir smekk. Betra að hafa kremið stífara ef maður ætlar að sprauta því á kökurnar, en aðein mýkra ef að á aðeins að smyrja kremið á kökurnar
 2. Bætið lemoncurdi og smakkið ykkur áfram hvort þið viljið meira en 1/3 krukku

Kremið er sprautað á með 2D wilton stúti með rósamynstri, byrjað að sprauta í miðjunni og svo fært sig útá kantana. Kökurnar eru skreyttar með rifnum lime börki og lítilli sneið af jarðarberi.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s