Midsommardröm

20140715-120605-43565999.jpg

Þessi var alveg hrikalega góð, passlega sæt og líka skemmtilega fersk. Hún vakti töluverða lukku í Midsommarveisluhöldunum hjá tengdafjölskyldunni og líka hjá mér þar sem ég hef aldrei prófað þessa uppskrift áður. Blaðið með uppskriftinni í var búið að vera uppí eldhúshillu hjá mér í ca heilt ár, var aldrei búin að finna rétta tækifærið til að baka þessa köku fyrr en greinilega núna í ár. OG þegar ég segi að blaðið var búið að vera uppí hillu hjá mér, þá er það dáldið mikið hrós fyrir þessa köku, ég geymi aldrei nein blöð eða matreiðslubækur í eldhúshillunum. Það er allt sett inní bókaskápa um leið og ég er búin að lesa, en greinilega ekki þetta blað, búið að láta bíða eftir sér lengi. Blaðið sem um ræðir er Buffé blað frá Ica sem er ca árs gamalt.

Midsommardröm

Botninn

 • 300 gr möndlumjöl
 • 3 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 150 gr smjör við herbergishita
 • 2 1/4 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur (ég notaði vanilluduft)
 • 3 egg
 • Fínrifin sítrónubörkur af 1 sítrónu
 • 1 msk ferskpressaður sítrónusafi
 • Smjör og hveiti í formið ef þarf, ég nota silicon form sem ekkert festist við

Fylling

 • 4 dl þeyttur rjómi
 • 2 1/2 dl hreint skyr (kvarg í Svíþjóð)
 • 3/4 líter fersk jarðarber
 • 1 krukka lemoncurd (320 gr)
 • Ber, sítròna og mynta til að skreyta með
 1.  Hita ofninn við 175 gràður
 2. Blanda möndlumjöli, hveiti, lyftiduft og salt saman í skàl
 3. Þeyta saman smjöri, sykri og vanillusykri þangað til létt og ljóst
 4. Bæta einu eggi í einu útí smjörsykurinn og hræra útí sítrónusafan og sítrónubörkinn
 5. Blanda varlega saman hveitiblöndunni út í sykurinn og eggin með sleikju
 6. Setjið degið í formið, það er dáldið þykkt svo það þarf að breiða úr því í forminu til að það verði jafnt. Bakið i miðjum ofninum í 30 mín. Kakan þarf að kólna alveg áður en hún er sett saman
 7. Fyllingin: þeytið rjómana og blandið saman við hann skyri/kvargi og flórsykri
 8. Skerið jarðaberin í þunnar sneiðar
 9. Skiptið botninum í efri og neðrihluta með því að skera hann í miðjuna með góðum hníf. Smyrjið lemoncurdi á neðrihlutan, þar næst jarðaberin og 1/4 af rjómablöndunni. Setjið efri hlutan af botninum ofaná
 10. Smyrjið alla kökuna með restinni af rjómablöndunni og skreytið að vild.

Best er að setja kökuna saman rétt áður en hún er borin fram, ég klikkaði aðeins á því en bragðið er hið sama. Ég var með mitt heimatilbúna lemoncurd blandað saman við keypt og mitt lemoncurd var ekki eins stíft og því rann það aðeins út úr kökunni.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s