Bláberja marsipan múffur

20140530_161016_Android croppedÞað náðist allavega mynd af einni múffu áður en ég sproðrenndi þessu góðgæti ofan í sjálfa mig, om nom

Hugmyndin fæddist eiginlega hjá Ingu sem vinnur með mér sem sagði mér frá lummum sem hún gerði með bláberjum og marsipani. Af því ég var í bökunarstuði þá þurfti ég nauðsynlega að gera eitthvað akkúrat núna! og gat bara ekki beðið eftir að fá uppskriftina af lummunum 😉 Ég notaði bara einhverja grunnuppskrift af degi og bætti svo bláberjum og marsipani útí og þetta er sko geggjað gott!!

 • 190 g hveiti
 • 100 g sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 80 ml olía
 • 80 ml mjólk
 • 1 egg
 • ca 70 g bláber, frosin
 • ca 50 g marsipan rifið
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Blandið þurrefnunum saman í skál.
 3. Bætið svo olíu, mjólk og eggnu saman við þurrefnin og hrærið.
 4. Blandið rifna marsipaninu útí og loks frosnu bláberjunum. Það er þægilegra að hafa þau frosin svo að þau springi ekki og geri degið fjólublátt, en það er samt alveg jafn gott líka.
 5. Fyllið formin af degi svo að það komi sem stærst kúla ofan á múffurnar, það er svo fallegt 🙂
 6. Bakið í 15 – 20 mín, fer eftir stærðinni á mótunum.
 7. Þegar þær eru aðeins búnar að kólna að ofan stráði ég smá flórsykri ofan á til að skreyta.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s