Chunkey monkey bollakökur

20140518_160047_AndroidEr ekki komið sumar bara þegar þið sjáið þetta? Mér finnst það allavega. Þær eru líka alveg jafn góðar og þær líta út fyrir að vera, ég lofa! (p.s. það eru ennþá til nokkrar, fyrir þá sem eru fljótir að bjóða sér í heimsókn)

Ég fékk uppskriftina þegar ég var að versla í þessari stórskemmtilegu búð í Stokkhólmi Leilas, þá var henni laumað í pokann hjá mér á leiðinni út 🙂

 • 2 egg
 • 1 1/2 dl sykur
 • 75 g smjör
 • 3/4 dl mjólk
 • 2 1/2 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur af salti
 • 1 tsk engifer – malaður
 • 1 tsk kanill – malaður
 • 100 g súkkulaði
 • 100 g valhnetur – mjög gróft skornar
 • 3 bananar (1 maukaður og 2 skornir í bita)
 1. Hitið ofninn í 175°C á blástur
 2. Þeytið egg og sykur saman
 3. Bræðið smjörið, hellið mjólkinni útí smjörið og bætið þessari blöndu svo útíeggjablönduna.
 4. Hveiti, lyftiduft, salt, engifer og kanil er svo varlega blandað saman við degið.
 5. Saxið súkkulaðið og valhneturnar gróft.
 6. Maukið einn banana, skerið hina tvo í bita.
 7. Blandið öllu saman og setjið í form (fyllið formið ca 2/3)
 8. Bakið í miðjum ofni í ca 15-20 mín

Kremið

 • 60 g mjúkt smjör
 • 5 dl flórsykur
 • 1/2 dl kakó
 • 2 tsk vanillusykur
 • 100 g rjómaostur
 • 1 msk sterkt kaffi
 1. Hrærið smjöri, flórsykri, kakó og vanillusykri saman.
 2. Bætið rjómasotinum við og kaffinu í lokin.
 3. Smakkið til að vild 🙂

Ég sprautaði kreminu svo á með Wilton 2D eins og “all the cool kids” gera í dag og skreytti kökurnar svo með kirsuberjum.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s