Marsipankaka með tveimur fyllingum

CAM00108

Þessa gerði ég fyrir hreinsunardaginn í nýju vinnunni minni. Það er sem sagt þannig að allar deildirnar eru í búningum og þemað hjá okkur var fermingarbörn. Ótrúlega skemmtilegur dagur og gaman að sjá hvað allir voru metnaðargjarnir í búningaþemanu. Við fengum reyndar engin verðlaun þetta árið, en það hlýtur að koma næst 🙂 Kakan samanstendur sem sagt af hvítum svampbotnum og tveimur tegundum af fyllingum, eiginlega bara af því að ég gat ekki valið á milli.

Ég bakaði x 4 svampbotna

Svampbotn (ein skúffa)

  • 6 egg
  • 2 dl sykur
  • 1,5 dl hveiti
  • 1,5 dl kartöflumjöl
  • 1,5 tsk lyftiduft

Egg og sykur þeytt saman, þurrefnunum svo blandað saman við varlega. Bakað við 180°C í ca 20 mín.

Á milli botnanna:

  1. Lemoncurd og hindber
  2. Oreo og bananar (Einn pakki oreokex malað í matvinnsluvél og bætt útí rjómann + 1,5 dl flórsykur)

Ég notað ca 0,75 l af þeyttum rjóma  á milli hverrar köku og svo notaði ég hátt í 1 l til þess að smyrja kökuna ofan á, undir marsipanið. Bungurnar á bókinni gerði ég með því að skerna kantana aðeins á hliðunum og skella þeim svo á miðjuna, það hjálpar líka að það er auðvelt að smyrja rjómanum líka þannig til að ýkja lagið á henni. svo er hún auðvitað bara skreytt með bleiku marsipani og súkkulaði.

Advertisements

2 thoughts on “Marsipankaka með tveimur fyllingum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s