Kjarnorku kakan

Þar sem ég hef bókstaflega verið með annan fótin í kjarnorkuveri síðastliðin 3 ár (í 50% starfi), þá langaði mig að gera eitthvað skemmtilegt fyrir samstafsfólkið mitt þar. Þessi kaka er búin að vera lengi á teikniborðinu en varð loksins að veruleika í síðustu viku, enda aðeins meira vesen að taka með sér köku til Oskarshamn sem er í 4 tíma aksturfjarlægð heldur en í vinnuna mína í Stokkhólmi sem er í 10 mín göngufjarlægð.Nú þar sem þetta er líka dáldið stór kaka tekur tíma að baka og gera bæði kremin. Undirbúningurinn á þessari köku hófst fyrir nokkrum vikum síðan, bakaði botnana og sett í frysti, en það var bara af því að ég fór á skíði helgina áður en ég fór í vinnuferðina og ég næ ekki að baka og gera krem á einu kvöldi eftir vinnu. Kakan inniheldur 6 lög af köku og kremi og innaní henni kom ég fyrir sjálfum kjarnaofninum, úr marsipani, það sést aðeins í kollin á honum á næstu mynd. Uppskrifin er sú sama og afmæliskakan hans Martins, hún er bara of góð, get ekki hætt að baka hana.

20140331-201140.jpg

Nú til að kakan færi ekki alveg í klessu ef ég myndi lenda í að bremsa skyndilega eða einhver beygja yrði aðeins of skörp þá skellti ég minni bara í belti aftur í, meira að segja tvö! Þá var hún ennþá bara dáldið nakin, átti eftir að skreyta hana og vildi ekki að skeytingarnar færu í klessu, svo ég gerði það um kvöldið þegar ég var komin á staðin.

20140331-201325.jpg

Svona leit hún út þegar hún var tilbúin með skorstein úr rice krispies. Er þetta ekki bara alveg eins og alvöru kjarnorkuverið, til hægri á neðri myndinni?

20140331-201159.jpg

 

OKG2

Get ekki sagt annað en að þetta hafi vakið heilmikla lukka í vinnunni,orðrómurinn um kökuna bars á milli hæða eins og eldur í sinu, enda var ég líka búin að vesenast heilmikið í kringum þessa köku en það var alveg þess virði!

Advertisements

2 thoughts on “Kjarnorku kakan

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s