Sveskju og sérrí ís

Eftir að ég fékk þessa dásamlegu ísskál við hrærivélina mína hafa “ringt” yfir mig óskir um að búa til ákveðnar tegundir af ís. Þrjár undir þrítugt stóðu sig að því að vera æsispenntar yfir þessum sveskju og sérrí ís og búnar að plana með löngum fyrirvara að smakka á þessu ljúfmeti. Kristín komin frá Svþiþjóð og önnur sótt í miðbæ Reykjavíkur til þess eins að bragða á dýrðinni. Sko þetta var mjög gott og trikkið er eiginlega að setja bara aðeins meira sérrí útá ísinn, þá var þetta fullkomið! Uppskriftin er komin frá meistara Nönnu Rögnvaldar sem að kann augljóslega til verka í þessum bransa. sveskju ís

Sveskju og sérrí ís

 • 150 g steinlausar, mjúkar sveskjur
 • 3-6 msk sérrí
 • 250 ml rjómi
 • 250 ml mjólk
 • 4 eggjarauður
 • 60 g sykur
 1. Sveskjur og sérrí soðið saman í potti þar til sérríið er nánast gufað upp. Ég reyndar setti soldið mikið meira sérrí því mér fannst aldrei vera nógu mikið sérrí bragð, þannig að þetta er kannski soldið einstaklingsbundið með magnið. Takið af hitanum og látið kólna. 
 2. Rjómi og mjólk hitað í potti næstum því að suðu, látið kólna aðeins. 
 3. Eggjarauður og sykur þeytt mjög vel saman.
 4. Rjóma-mjólkur blöndunni er svo bætt varlega í mjórri bunu út í eggja-sykur blönduna. 
 5. Rjóma-mjólkur-eggja-sykur blandan er svo færð aftur í pott og hituð þar til hún þykknar örlítið, athugið að má ekki sjóða, hrærið stanslaust í.
 6. Ég kældi svo bara blönduna og sveskjusérrí blönduna í ísskáp þar til daginn eftir, þá blandaði ég því saman og setti í ísvélina.
 7. Borið fram með aðeins meira sérrí ofan á ísinn, það getur bara ekki klikkað! 
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s